Fara í efni

Fréttir

Breytingar á sláturhúsi Norðlenska á Húsavík

Ráðist hefur verið í umfangsmiklar breytingar í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Framkvæmdir við endurnýjun á gólfi á sláturlínu eru hafnar. Til stendur að endurnýja gólfið samkvæmt nýjustu stöðlum og meðal annars verður nýtt kvarsgólfefni lagt á gólfin og vel upp á veggi. Í tengslum við þetta verður skipt um verulegan hluta af pípulögnum á sláturlínunni. Aðgerðir þessar eru til þessa að viðhalda útflutningsleyfi á sláturhúsinu á Húsavík.   Fréttin er af local.is
13.02.2004
Tilkynningar

Ársskýrslur ársins 2003

Þessa dagana eru ársskýrslur stofnana Húsavíkurbæjar að birtast hér á heimasíðunni. Bæjaryfirvöld ákváðu að í þetta sinn birtust ársskýrslurnar einungis á heimasíðunni en yrðu ekki prentaðar í hefti. Um dreifingu í hvert hús í Húsavíkurbæ verður því ekki að ræða að þessu sinni. Ársskýrslur stofnana er að finna undir flipanum "Upplýsingar" Líf og fjör í Skálamelnum
10.02.2004
Tilkynningar

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004

Athygli er vakin á því að Fjárhagsáætlun ársins 2004 og rekstrar - og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2005 - 2007 er komin á heimasíðuna undir flipanum "Upplýsingar"
06.02.2004
Tilkynningar

Kynjahlutföll í nefndum Húsavíkurbæjar

Á dögunum samþykkti bæjarstjórn jafnréttisáætlun fyrir Húsavíkurbæ fyrir árin 2003-2006 sem m.a. hefur verið gerð ágæt grein fyrir í fjölmiðlum. Vegna þeirrar umfjöllunar er rétt að upplýsa að stjórnkerfi bæjarins byggir á bæjarráði og fjórum fastanefndum sem kosið er í af bæjarstjórn. Í bæjarráði eiga sæti þrír karlar og engin kona, í framkæmdanefnd eiga sæti fjórir karlar og ein kona, í fræðslunefnd eiga sæti fjórar konur og einn karl, í hafnarnefnd eiga sæti fimm karlar og engin kona og í tómstundanefnd eiga sæti þrjár konur og tveir karlar. Þannig eru karlar í meirihluta í tveimur af fjórum fastanefndum og konur í hinum tveimur. Hægt er að skoða skipan nefndanna nánar undir tenglinum “Stjórnkerfið > Nefndir og ráð” hér á síðunni. Nefndarmenn framtíðarinnar
03.02.2004
Tilkynningar

Rafræn skil á fjárhagsáætlunum sveitarfélaga

Félagsmálaráðuneytið hefur tekið upp rafræna móttöku fjárhagsáætlana sveitarfélaga. Tilgangurinn er að auðvelda upplýsingaöflun og markvissa vinnslu upplýsinga úr þeim og miðla til sveitarfélaganna og annarra aðila.     Í þessu eins og mörgu öðru eru menn misfljótir að tileinka sér nýjungar, þannig hafa aðeins tíu sveitarfélög enn sem komið er skilað upplýsingunum á þessu rafræna formi. Meðal þeirra eru Húsavíkurbær, Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sem saman standa að byggðaverkefni um rafrænt samfélag undir nafninu “Skjálfandi í faðmi þekkingar – rafrænt samfélag við Skjálfanda”.  
02.02.2004
Tilkynningar

Jafnréttisáætlun fyrir Húsavíkurbæ

Þann 23. september 2004 samþykkti Tómstunanefnd Húsavíkurbæjar nýja Jafnréttisáætlun fyrir Húsavíkurbæ. Áætlunin hlaut staðfestingu Bæjarsjórnar Húsavíkurbæjar 20. janúar 2004. Gildistími er til loka árs 2006. Áætlunina í heild er að finna hér á síðunni undir " Samþykktir"
30.01.2004
Tilkynningar

Reglur um ritun og varðveislu fundargerða hjá Húsavíkurbæ

Þann 15.janúar s.l. samþykkti bæjarráð Húsavíkurbæjar nýjar reglur um ritun, form og varðveislu fundargerða hjá Húsavíkurbæ. Helstu breytingarnar eru þær að nú er heimilt að rita fundargerðir í tölvu, þó skal fært til gerðabókar númer fundar, hvar og hvenær fundur er haldinn og þess getið að fundargerðin sé tölvuskráð. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt bæjarráðs, þann 20. janúiar 2004.
21.01.2004
Tilkynningar

Opnunartímar í skíðamannvirkjum á meðan færi er gott

STALLAR:                                                      SKÁLAMELUR:  Virkir dagar              16:00 – 19:00                    Virkir dagar               14:00 – 18:30 Föstudaga til                         21:00 (lokað mánudaga)                                      (þriðjud. og fimmtud.)        14:00 – 20:45 Helgar                       13:00 – 17:00             Helgar                              11:00 – 17:00  Sími í Stöllum : 464-1912                              Sími í Skálamel: 464-1873  Opnunartímar eru háðir veðurfarslegum aðstæðum.                              Skíðaráð Völsungs og Húsavíkurbær.
19.01.2004
Tilkynningar

Málefni sparisjóðanna

Á fundi bæjarráðs 15. jan. s.l. var tekið fyrir erindi Sambands íslenska sparisjóða þar sem farið er fram á stuðning sveitarfélagsins við sparisjóðina í þeirri baráttu að tryggja áframhaldandi starfsgrundvöll þeirra. Samþykkti bæjarráð eftirfarndi bókun um málið:
16.01.2004
Tilkynningar

Íbúaþing

Á fundi Skipulags – og byggingarnefndar þann 13. janúar var ákveðið að stofna vinnuhóp vegna undirbúnings íbúaþings í  Húsavíkurbæ sem áætlað er að halda í lok febrúar n.k. Íbúaþingið er haldið skv. ákvörðun bæjarstjórnar að tillögu skipulags- og byggingarnefndar.  
14.01.2004
Tilkynningar

Viðurkenningar til Íslandsmeistara 2003

Árið 2003 samþykkti Tómstundanefnd Húsavíkurbæjar að heiðra þá einstaklinga og félög í Húsavíkurbæ sem næðu að vinna Íslandsmeistaratitil það ár. Í lok árs kom í ljós að mjög margir höfðu unnið það afrek. Meistaraflokkur ÍF Völsungs í knattspyrnu varð Íslandsmeistari í 2.deild og leika því í 1. deild árið 2004. Sami flokkur varð einnig Íslandsmeistari í 1.deild í innanhúss knattspyrnu.  Þá varð 2. flokkur í knattspyrnu Íslandsmeistari. Frjálsíþróttadeild Völsungs eignaðist fjóra Íslandsmeistara á árinu en fimm titla.  Bridgefélag Húsavíkur eignaðist Íslandsmeistara í tvímenningi, yngri spilara og Mótorsportklúbbur Húsavíkur eignaðist Íslandsmeistara í snowcrossi, unglinga. Framtíðarafreksmenn ?
13.01.2004
Tilkynningar

Litadýrð himins í skammdeginu.

23.12.2003
Tilkynningar