Fimmtudaginn 23.október var undirrituð, á Gamla Bauk, fyrsta Brunavarnaáætlun á landinu.
Brunavarnaáætlun þessi er gerð fyrir starfssvæði Slökkviliðs Húsavíkur samkvæmt ákvæði í lögum um
brunavarnir nr.75/2000 sem tóku gildi 1.janúar 2001.
Viðstaddir voru fulltrúar aðildarsveitarfélaganna, slökkvistjórar og Brunamálastjóri Björn Karlsson sem undirritaði áætlunina
fyrir hönd Brunamálastofnunar auk umboðsmanns Sjóvá-Almennra á Húsavík, sem bauð til móttöku af þessu tilefni.
Brunamálastjóri, Björn Karlsson og slökkviliðsstjóri
Jón Ásberg Salómonsson með fyrstu Brunamálaáætlun
landsins