Fara í efni

Fréttir

Hluthafafundur í "stóra rækjufélaginu"

 Í dag var haldinn hluthafafundur í nýja rækjufélaginu sem stofnað var á grunni samkomulags Vísis hf. og Húsavíkurbæjar þar sem bærinn seldi hlut sinn í FH og lagði hluta söluverðsins í hið nýja félag. Á fundinum var ákveðið nýtt nafn á félagið – Íshaf hf. – og jafnframt ákveðið að heimila stjórn þess að auka hlutafé félagsins í allt að 1.500 millj. Hluthafafundurinn kaus félaginu nýja stjórn og er hún þannig skipuð; Pétur Pálsson, Jakob Bjarnason, Þráinn Gunnarsson, Elfar Aðalsteinsson og Benedikt Jóhannsson. Í varastjórn eiga sæti þeir Andrés Óskarsson og Haukur Björnsson. Gengið hefur verið frá ráðningu framkvæmdastjóra Íshafs hf. og í starfið ráðinn Bergsteinn Gunnarsson, vél- og rekstrartæknifræðingur.
09.12.2003
Tilkynningar

Skólamáltíðir í Borgarhólsskóla

Á fundi Fræðslunefndar þann 2. desember s.l. var lögð fram skýrsla starfshóps sem farið hefur yfir það fyrirkomulag sem verið hefur á skólamáltíðum í Borgarhólsskóla undanfarin ár. Fræðslunefnd fjallaði um skýrsluna og samþykkti bókun um áframhald málsins. Borgarhólsskóli
08.12.2003
Tilkynningar

Fallegur morgunroði yfir Húsavík

Stutt er síðan þessi fallega mynd var tekin á Húsavík. Litbrigði þau sem fyrir augu bar þennan morgunn voru slík að myndavélin var sótt og niðurstaðan birt hér.
01.12.2003
Tilkynningar

Fjárhagsáætlun afgreidd við fyrri umræðu

Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar og stofnana og fyrirtækja fyrir 2004 og þriggja ára áætlun 2005-2007 voru afgreiddar við fyrri umræðu í bæjarstjórn 25. nóv. s.l. Heildartekjur samstæðunnar eru áætlaðar kr. 1.154.324 þús. og hækka um kr. 30.234 þús. eða 2,7% frá endurskoðaðri áætlun yfirstandandi árs. Heildarrekstrargjöld samstæðunnar án fjármagnsliða eru áætluð kr. 1.070.678 þús. og hækka um kr. 753  frá endurskoðaðri áætlun yfirstandandi árs. Þar af eru reiknaðar afskriftir kr. 134.679 þús. Fjármagnsliðir eru áætlaðir kr. 168.751 þús. þar af reiknaðar verðbætur og gengismunur kr. 72.744 þús. Tap ársins er því áætlað kr. 85.105 þús. Veltufé frá rekstri er áætlað kr. 122.318  þús. eða 10,6% af tekjum.
28.11.2003
Tilkynningar

Fjárhagsáætlun vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn

Á fundi bæjarráðs í gær, 18. nóvember, var ákveðið að vísa fjárhagsáætlun fyrir árin 2004 - 2007 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Þá var tillögum að gjaldskrám fyrirtækja bæjarins, sem gildi eiga að taka 1. janúar 2004, einnig vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fundur Bæjarstjórnar þar sem þetta verður tekið fyrir er áætlaður 25. nóvember næstkomandi.
19.11.2003
Tilkynningar

Fyrsta Brunavarnaáætlun landsins tilbúin

Fimmtudaginn 23.október var undirrituð, á Gamla Bauk, fyrsta Brunavarnaáætlun á landinu. Brunavarnaáætlun þessi er gerð fyrir starfssvæði Slökkviliðs Húsavíkur samkvæmt ákvæði í lögum um brunavarnir nr.75/2000 sem tóku gildi 1.janúar 2001. Viðstaddir voru fulltrúar aðildarsveitarfélaganna, slökkvistjórar og Brunamálastjóri Björn Karlsson sem undirritaði áætlunina fyrir hönd Brunamálastofnunar auk umboðsmanns Sjóvá-Almennra á Húsavík, sem bauð til móttöku af þessu tilefni. Brunamálastjóri, Björn Karlsson og slökkviliðsstjóri Jón Ásberg Salómonsson með fyrstu Brunamálaáætlun landsins
23.10.2003
Tilkynningar

Sóknarfæri í sjávarútvegi

Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær þríhliða samkomulag Vísis hf., Fiskiðjusamlags Husavíkur hf. og Húsavíkurbæjar um viðskipti með hlutabréf bæjarins í Fiskiðjusamlaginu, uppbyggingu rækjuveiða og vinnslu á Húsavík og uppbyggingu bolfiskvinnslu á Húsavík, sem samþykkt hafði verið samhljóða í bæjarráði 2. okt. s.l.
22.10.2003
Tilkynningar

Fjárfestingarfélag stofnað

Mánudaginn 20. okt. s.l. var stofnað nýtt fjárfestingarfélag, Fjárþing ehf. í Þingeyjarsýslum. Stofnendur félagsins eru öll aðildarsveitarfélög Héraðsnefndar Þingeyinga, að einu undanskildu ásamt nokkrum fyrirtækjum á svæðinu. Tilgangur félagsins er að lána jafngildi 150 milljóna króna til uppbyggingar kísilduftverksmiðju í Mývatnssveit og leggja þannig lóð á vogarskálar þess að þær áætlanir nái fram að ganga.
21.10.2003
Tilkynningar

Rafrænt samfélag - úrslit kynnt

Húsavíkurbær, Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit sameinuðust um að taka þátt í samkeppninni um Rafrænt samfélag á vegum Byggðastofnunar. Allmörg sveitarfélög á landinu tóku þátt í keppninni. Nú liggur fyrir að verkefni þessara þriggja sveitarfélaga hefur orðið fyrir valinu, ásamt einu öðru verkefni. Málið verður kynnt á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík 24. september (í dag) kl. 14:00 en þar mun Iðnaðarráðherra gera grein fyrir málinu ásamt formanni valnefndar. Þá munu fulltrúar verkefnanna gera grein fyrir væntingum til framhaldsins.
24.09.2003
Tilkynningar

Rainbow Warrior á Húsavík

Skip Greenpeace, Rainbow Warrior, kom í morgun til Húsavíkur og fóru hvalaskoðunarbátar Norðursiglingar til móts við skipið á Skjálfanda. Tilkomumikið var að sjá flotann koma inn flóann. Rainbow Warrior liggur við Norðurgarð og tók bæjarstjóri á móti skipinu og bauð skipverja velkomna og færði skipstjóranum flagg Húsavíkurbæjar.
12.09.2003
Tilkynningar

Hvalveiðar við Ísland

Bæjarráð Húsavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 21. ágúst, bókun varðandi yfirstandandi hvalveiðar við Ísland. Bæjarráð hafði, í júlí s.l. sent stjórnvöldum áskorun þess efnis að vísindarannsóknir á hvölum yrðu framkvæmdar í samráði við hvalaskoðunarfyrirtækin í landinu og hagsmunaaðila ferðaþjónustunnar. Bókunin er eftirfarandi:
22.08.2003
Tilkynningar