Í könnun sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur unnið fyrir Húsavíkurbæ kemur fram að tæp 89%
íbúa sveitarfélagsins eru hlynntir uppbyggingu álvers eða annarrar slíkrar stóriðju við Húsavík.
Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar átti í gær fund með þingmönnum Norðausturkjördæmis þar sem til
umræðu voru ýmis hagsmunamál héraðsins.
Eins og fram hefur komið hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga skrifað 23 sveitarfélögum bréf þar sem óskað hefur
verið ákveðinna upplýsinga um þróun í fjármálum þeirra og með hvaða hætti sveitarstjórnir hyggðust taka á
þeim málum.
Undirritaður hefur verið verksamningur milli Húsavíkurhafnar og fyrirtækjanna Árni Helgason ehf. og Ísar ehf. um rekstur stálþils og
fyllingar innan á Bökugarð, en fyrirtækin áttu lægsta tilboð í verkið.