Um jól og áramót verður afgreiðslutími stofnana og fyrirtækja Húsavíkurbæjar sem hér segir
Alls bárust sautján umsóknir um þrjár stöður framkvæmdastjóra nýrra málefnasviða sem
auglýstar voru á dögunum.
Vegna mikilla svella í bænum er bæjarbúum gefinn kostur á að sækja sér hálkueyðingarsand í kör sem staðsett eru
á planinu vestan bæjarskrifstofunnar. Þarf hver og einn að hafa með sér poka eða fötu, en skófla er á staðnum.
Á degi fatlaðra, 3. desember sl. var Húsavíkurbæ veitt viðurkenning fyrir að hafa komið að uppbyggingu atvinnumála
fatlaðra og öryrkja.
Eins og áður hefur komið fram hér óskaði eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga eftir skýringum á frávikum
ársreiknings 2003 frá fjárhagsáætlun ársins. Nefndinni var send greinargerð þar sem frávikin voru greind og hefur hún í
framhaldi af því komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að hafa fjármál sveitarfélagsins lengur til
sérstakrar skoðunar. Greinargerðina og niðurstöðu eftirlitsnefndarinnar má nálgast með því að smella hér.
Á fundi bæjarstjórnar í gær voru starfslok Kísiliðjunnar hf. og fréttir af því að þunglega horfði um
fjármögnun kísilduftverksmiðju til umræðu og samþykkti bæjarstjórn svofellda ályktun:
Vegna stjórnskipulagsbreytinga óskar Húsavíkurbær að ráða þrjá framkvæmdastjóra. Um er að
ræða þrjú ný svið og taka breytingarnar gildi um næstu áramót. Megin viðfangsefni framkvæmdastjóranna er að hafa
yfirumstjón með og bera ábyrgð á rekstri hvers sviðs og að þjónusta þeirra sé veitt samkvæmt lögum og reglum og í
samræmi við stefnu Húsavíkurbæjar.