Fara í efni

Fréttir

Verkáætlun 2005

Hér má skoða verkáætlun sem lögð var fram til kynningar á síðasta fundi umhverfis og framkvæmdanefndar.  
20.05.2005
Tilkynningar

Framkvæmdir Orkuveitu

Orkuveita Húsavíkur mun á næstu vikum  hefja framkvæmdir við lögn frá borholu á Höfða, að Sundlaug Húsavíkur.  Áætlaður kostnaður við þetta verk er um 6 millj. kr..  Vatnið úr þessari borholu  hefur reynst hafa mjög góð áhrif á húðsjúkdóma og er 10 ára góð reynsla af notkun þess í svokölluðu Ostakari sem staðsett er á Húsavíkurhöfða við hlið holunnar.
17.05.2005
Tilkynningar

Misserisverkefni um Húsavík unnin á Bifröst.

Á síðustu vikum hafa tveir Húsvíkingar sem stunda nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst unnið að verkefnum sem tengjast Húsavík ásamt hópfélögum sínum. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur ásamt fimm öðrum nemendum við skólann unnið að verkefni sem  fjallar um heilsutengda ferðaþjónustu á Húsavík. Verkefnið er unnið í samstarfi við Húsavíkurbæ, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
11.05.2005
Tilkynningar

Helstu niðurstöður ársreikninga Húsavíkurbæjar 2004

Ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir árið 2004 voru til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær, 10. maí 2005.  Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann aftur til umfjöllunar í bæjarstjórn Húasvíkurbæjar 24. maí 2005.  
11.05.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn 24. maí  2005 og hefst hann kl. 16.00. Fundarstaður er Blái salurinn í Félagsheimili Húsavíkur.
11.05.2005
Tilkynningar

Undirskrift samstarfssamnings "Virkjum alla" og IDEGA

Verkefnið 'Virkjum alla!' er afmarkað þriggja ára átaksverkefni sveitarfélaganna Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar og er verkefnið styrkt af Byggðastofnun.
10.05.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn 10. maí  2005 og hefst hann kl. 16.00. Fundarstaður er Blái salurinn í Félagsheimili Húsavíkur.
06.05.2005
Tilkynningar

Mat á umhvefisáhrifum sorpstöðvar Sorpsamlags Þingeyinga ehf.

Lögð hefur verið fram matsskýrsla vegna byggingar og rekstrar móttöku- flokkunar- og förgunarstöðvar sorps sem Sorpsamlag Þingeyinga ehf. hyggst reisa við Víðimóa 2 á Húsavík.
02.05.2005
Tilkynningar

Rekstraraðilar fyrirtækja athugið!

Viðskiptatækifæri í Fjarðarbyggð. Alcoa-Fjarðarál efnir til fundaraðar til að kynna viðskiptatækifæri sem felast í þjónustu við álver í Fjarðarbyggð, sem tekur til starfa vorið 2007. 
28.04.2005
Tilkynningar

Ísland á iði

Fyrirtækjakeppni "Hjólað í vinnuna" 2.-13.maí Húsavíkurbær vekur athygli á að dagana 2.-13. maí n.k. mun fræðslu og hvatningarverkefni ÍSÍ, Ísland á iði, standa fyrir fyrirtækjakeppninni "Hjólað í vinnuna". Meginmarkmið "Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppnin er byggð í kringum heimasíðu verkefninsins.Til að komast inn á hana má smella hér.
27.04.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar.

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn 26. apríl 2005 og hefst hann kl. 16.00. Fundarstaður er Blái salurinn í Félagsheimili Húsavíkur.
22.04.2005
Tilkynningar

Lausar lóðir hjá Húsavíkurbæ

Á fundi Byggingar og skipulagsnefndar síðastliðinn þriðjudag skiluðu tveir aðilar lóðum sem þeir höfðu fengið úthlutað  að Lyngholti.  Þessar lóðir eru því aftur lausar til umsóknar og má sjá lista yfir þær lóðir sem eru í boði undir liðnum "Tilkynningar" hér til hægri á síðunni.
20.04.2005
Tilkynningar