Fara í efni

Fréttir

Rekstraraðilar fyrirtækja athugið!

Viðskiptatækifæri í Fjarðarbyggð. Alcoa-Fjarðarál efnir til fundaraðar til að kynna viðskiptatækifæri sem felast í þjónustu við álver í Fjarðarbyggð, sem tekur til starfa vorið 2007. 
28.04.2005
Tilkynningar

Ísland á iði

Fyrirtækjakeppni "Hjólað í vinnuna" 2.-13.maí Húsavíkurbær vekur athygli á að dagana 2.-13. maí n.k. mun fræðslu og hvatningarverkefni ÍSÍ, Ísland á iði, standa fyrir fyrirtækjakeppninni "Hjólað í vinnuna". Meginmarkmið "Hjólað í vinnuna" er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppnin er byggð í kringum heimasíðu verkefninsins.Til að komast inn á hana má smella hér.
27.04.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar.

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn 26. apríl 2005 og hefst hann kl. 16.00. Fundarstaður er Blái salurinn í Félagsheimili Húsavíkur.
22.04.2005
Tilkynningar

Lausar lóðir hjá Húsavíkurbæ

Á fundi Byggingar og skipulagsnefndar síðastliðinn þriðjudag skiluðu tveir aðilar lóðum sem þeir höfðu fengið úthlutað  að Lyngholti.  Þessar lóðir eru því aftur lausar til umsóknar og má sjá lista yfir þær lóðir sem eru í boði undir liðnum "Tilkynningar" hér til hægri á síðunni.
20.04.2005
Tilkynningar

Samstaða um uppbyggingu orkufreks iðnaðar

Á fjölmennum fundi sem iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir boðaði til á Húsavík s.l. laugardag, um orku- og iðnaðarmál kom fram mikill áhugi og samstaða heimamanna um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í héraði. Fundinn sóttu um 200 manns víða að úr héraðinu. Á fundinum var farið yfir þá vinnu sem þegar hefur verið unnin varðandi forsendur fyrir uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landi Bakka við Húsavík. Fram kom að sú vinna hefur leitt í ljós að staðurinn virðist henta mjög vel til slíkrar uppbyggingar og vegur þar þyngst gott aðgengi að raforku frá háhitasvæðunum í Þingeyjarsýslu, sem aðeins liggja í nokkurra tuga kílómetra fjarlægð frá lóðinni. Þá getur Húsavíkurhöfn nýst fyrir slíkt iðjuver með lítilsháttar breytingum.
04.04.2005
Tilkynningar

Næsti Bæjarstjórnarfundur

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn 5. apríl 2005 og hefst hann kl. 16.00.
31.03.2005
Tilkynningar

Skólamáltíðir - nýr samningur

Nýtt fyrirkomulag vegna skólamáltíða. Þriðjudaginn 22. febrúar samþykkti bæjarstjórn Húsavíkurbæjar nýjan samning við Hótel Húsavík ehf. um skólamáltíðir í Borgarhólsskóla. Samningurinn er til reynslu út yfirstandandi skólaár og til loka skólaársins 2005-2006. Húsavíkurbær greiðir niður skóamáltíðir um kr. 3.000.000 á ári vegna fulls skólaárs vegna þeirra nemenda sem nýta sér mötuneyti í fastri áskrift, þ.e. skrá sig í mat að lágmarki 4 máltíðir í viku fast fyrir hverja önn. Hótelið býður nemendum enn að kaupa stakar máltíðir og annast umsýslu um þær.
02.03.2005
Tilkynningar

Gildistaka nýrrar samþykktar um stjórn Húsavíkurbæjar

Umboð þeirra nefnda og ráða sbr. 56.gr. nýrrar samþykktar um stjórn Húsavíkurbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, taka gildi 1. mars n.k. Um er að ræða bæjarráð, fjölskyldu-og þjónusturáð, umhverfis-og framkvæmdaráð, skólanefnd og skipulags-og byggingarnefnd.  Jafnframt fellur frá sama tíma niður umboð þeirra nefnda sem hinar nýju taka við af, en þar er um að ræða, fræðslunefnd, tómstundanefnd, framkvæmdanefnd og hafnarnefnd.  Þá fellur niður umboð skipulags- og byggingarnefndar vegna annarra málaflokka en þeirra sem skilgreindir eru í 6. gr. skipulags-og byggingarlaga. 
01.03.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn  22.febrúar  2005 og hefst hann kl.16.00.
14.02.2005
Tilkynningar

Námskeið

Virkjum alla námskeiðin að fara af stað. Í dag, mánudaginn 14. febrúar verður námsvísir FræÞings borinn út á Húsavík og þá á hann að vera kominn í hvert hús í Þingeyjarsýslum.
14.02.2005
Tilkynningar

Stofnfundur Orkuveitu Húsavíkur ehf

Í morgun var haldinn stofnfundur Orkuveitu Húsavíkur ehf. skv. ákvörðun bæjarstjórnar. Félagið er stofnað á grundvelli frumvarps sem liggur fyrir Alþingi og verður afgreitt á næstu vikum. Félagið mun taka við öllum rekstri, eignum og skuldum Orkuveitu Húsavíkur frá og með 1. janúar s.l.
11.02.2005
Tilkynningar

Orkumál

Þekking og reynsla á heimsvísu á Húsavík.  Miðvikudaginn 9. febrúar mátti sjá frétt í Skarpi um fyrirtækið X-orku og fyrirhugaða ráðstefnu á vegum fyrirtækisins hér á Húsavík næstkomandi mánudag. Orkuveita Húsavíkur er aðili að þessu fyrirtæki og hefur, fyrst í heiminum, tileinkað sér svonefnda Kalina tækni til framleiðslu á rafmagni.
11.02.2005
Tilkynningar