Fara í efni

Fréttir

Kveikt verður á jólatrénu nk. laugardag 26.nóvember

Kl 16:00 mun JÓLAROKKHLJÓMSVEIT KELDUNNAR byrja að spila jólalög og Soroptimistaklúbbur Húsavíkur vera með kakósölu hjá jólatrénu ( Ef veður leyfir ).
22.11.2005
Tilkynningar

Fullveldishátið 1. desember

Skólarnir á Húsavík efna til sameiginlegrar samkomu í íþróttahöllinni frmmtudaginn 1. desember kl. 13:00 til 14:00 Með samkomunni minnast skólarnir þess að Ísland varð fullvalda ríki 1. desember 1918. Við hverjum Húsvíkinga til að vera með okkur þessa stund. Framhaldsskólinn á Húsavík, Borgarhólsskóli, Tónlistarskóli Húsavíkur, Leikskólinn Bestibær, Leikskólinn í Bjarnahúsi.
22.11.2005
Tilkynningar

Auglýsing vegna snjóhreinsunar í Reykjahverfi

Umhverfis- og framkvæmdaráð Húsavíkurbæjar óskar eftir tilboðum í snjóhreinsun í Reykjahverfi. Um er að ræða tvö aðskilin verk, annarsvegar mokstur við Hrísateig og hinsvegar snjóblástur af heimreiðum bæja.
17.11.2005
Tilkynningar

Íbúafundir haldnir á tveimur stöðum í Húsavíkurbæ í vikunni

Framkvæmdastjórn Húsavíkurbæjar, þ.e. bæjarstjóri ásamt framkvæmdastjórum þriggja málefnasviða bæjarins boðaði til íbúafunda í Félagsheimilinu Heiðarbæ og Félagsheimili Húsavíkur þ. 14. og 15. nóvember.
16.11.2005
Tilkynningar

Reglur um úthlutun byggðakvóta staðfestar af Sjávarútvegsráðuneytinu

Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðfest reglur bæjarstjórnar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006. Hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að auglýsa eftir umsóknum og er umsóknarfrestur til kl. 15:30 föstudaginn 25. nóv. 2005. Sjá tilkynningu hér til hægri á síðunni.
15.11.2005
Tilkynningar

Námskeið í að takast á við breytingar.

Vegna þeirra breytinga sem standa yfir á stjórn- og starfaskipulagi Húsavíkurbæjar var ákveðið að bjóða starfsfólki upp á námskeið í að takast á við breytingar, og  var það haldið síðastliðinn mánudag í Hvalasafninu á Húsavík. Námskeiðinu er ætlað að auðvelda starfsmönnum að nálgast breytingarnar með jákvæðum huga og stuðla að aukinni samvinnu meðal starfsmanna og stjórnenda. 
08.11.2005
Tilkynningar

Árlegur fundur bæjarstjórnar með þingmönnum Norðausturkjördæmis

Þingmenn kjördæmisins voru á ferðinni á Húsavík í liðinni viku í svokallaðri kjördæmaviku þingmanna sem þeir nýta til að eiga fundi með sveitarstjórnum og ýmsum öðrum aðilum heima í héraði. Bæjarstjórn átti góðan fund með þeim þar sem farið var yfir fjölmörg mál á ýmsum sviðum.
07.11.2005
Tilkynningar

Tímamót í rekstri tölvukerfa Húsavíkurbæjar

Á laugardaginn var skrifað undir samninga á milli Húsavíkurbæjar og Þekkingar hf. annars vegar og Húsavíkurbæjar og Orkuveitu Húsavíkur hinsvegar vegna umfangsmikilla breytinga sem nú eru að eiga sér stað í rekstrarfyrirkomulagi á tölvumálum Húsavíkurbæjar.
07.11.2005
Tilkynningar

Bókasafn Suður-þingeyinga 100 ára

Á afmælisdegi bókasafnsins þann 1. nóvember síðastliðinn, komu nemendur úr 7. bekk Borgarhólsskóla í heimsókn á safnið og lásu fyrir leikskólabörn úr verkum þingeyskra höfunda. Hér á eftir má sá fleiri myndir sem teknar voru af því tilefni.
04.11.2005
Tilkynningar

Bókasafn Suður- Þingeyinga 100 ára

Í tilefni af afmæli safnsins þann 1. nóvember sl. verður haldið málþing í  sal Safnahússins á Húsavík sunnudaginn 6. nóvember kl. 15:00.
03.11.2005
Tilkynningar

Þekkingarsetrið verði hluti menntakerfis þjóðarinnar

Á fundi bæjarstjórnar í gær voru málefni Þekkingarseturs Þingeyinga til umræðu, en eins og kunnugt er hefur ríkt óvissa um fjárveitingar til reksturs þess. Var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
26.10.2005
Tilkynningar