Sameining Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps verður að veruleika
Í gær gengu íbúar ofangreindra sveitarfélaga að kjörborðinu um tillögu sameiningarnefndar um sameiningu fjögurra
sveitarfélaga í eitt. Kjörsókn í gær var betri í þremur af fjórum sveitarfélögum sem nú hafa samþykkt
sameiningu heldur en hún var í kosningunum 8. október sl. Í Raufarhafnarhreppi var kjörsókn heldur minni nú en í fyrstu umferð kosninganna,
en munurinn er þó óverulegur eða 1,4%.
Í öllum sveitarfélögunum fjórum eru fleiri sem greiða atkvæði með sameiningu nú en í fyrstu umferð kosninganna.
Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar út frá þeim sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslunum 8. október og 21. janúar
kemur í ljós að stuðningur við sameiningu hefur vaxið.
22.01.2006
Tilkynningar