Fara í efni

Fréttir

Leikskólinn í Bjarnahúsi 10 ára

Í tilefni að 10 ára afmæli Leikskólans í Bjarnahúsi hittust börn, foreldrar og starfsfólk síðast liðinn laugardag og gerðu sér glaðan dag. Síðar um daginn var bæjarbúum boðið í heimsókn og að skoða listaverk sem börnin hafa unnið í vetur.
26.05.2005
Tilkynningar

Afhending innkaupakorta hjá Húsavíkurbæ

Í morgun var stigið fyrsta skrefið í mótun innkaupastefnu Húasvíkurbæjar. Starfsmönnum Húsavíkurbæjar voru afhent innkaupakort sem nota á við vörukaup fyrir Húsavíkurbæ og stofnanir hans. Kortin eru með sama sniði og almenn kreditkort og hafa þeir starfsmenn sem annast innkaup í nafni Húsavíkurbæjar slík kort til umráða.
25.05.2005
Tilkynningar

Sameining sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum

Skipuð hefur verið samstarfsnefnd vegna undirbúnings kosninga um tillögu um sameiningu sjö sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum, Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Raufarhafnarhrepps, Skútustaðahrepps, Tjörneshrepps og Öxarfjarðarhrepps.  Í nefndinni sitja tveir fulltrúar sveitarstjórnar í hverju sveitarfélagi. 
24.05.2005
Tilkynningar

Hreinsunardagur 2005

Aðfararnótt síðastliðins laugardags snjóaði hér á Húsavík. Um morguninn var því hvítt teppi yfir bæjarlandinu eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Þóttu aðstæður óásættanlegar til ruslatínslu, en einmitt þennan dag hafði verið gert ráð fyrir allsherjar hreinsunardegi á Húsavík.
24.05.2005
Tilkynningar

Verkáætlun 2005

Hér má skoða verkáætlun sem lögð var fram til kynningar á síðasta fundi umhverfis og framkvæmdanefndar.  
20.05.2005
Tilkynningar

Framkvæmdir Orkuveitu

Orkuveita Húsavíkur mun á næstu vikum  hefja framkvæmdir við lögn frá borholu á Höfða, að Sundlaug Húsavíkur.  Áætlaður kostnaður við þetta verk er um 6 millj. kr..  Vatnið úr þessari borholu  hefur reynst hafa mjög góð áhrif á húðsjúkdóma og er 10 ára góð reynsla af notkun þess í svokölluðu Ostakari sem staðsett er á Húsavíkurhöfða við hlið holunnar.
17.05.2005
Tilkynningar

Misserisverkefni um Húsavík unnin á Bifröst.

Á síðustu vikum hafa tveir Húsvíkingar sem stunda nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst unnið að verkefnum sem tengjast Húsavík ásamt hópfélögum sínum. Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur ásamt fimm öðrum nemendum við skólann unnið að verkefni sem  fjallar um heilsutengda ferðaþjónustu á Húsavík. Verkefnið er unnið í samstarfi við Húsavíkurbæ, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
11.05.2005
Tilkynningar

Helstu niðurstöður ársreikninga Húsavíkurbæjar 2004

Ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir árið 2004 voru til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær, 10. maí 2005.  Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og verður hann aftur til umfjöllunar í bæjarstjórn Húasvíkurbæjar 24. maí 2005.  
11.05.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn 24. maí  2005 og hefst hann kl. 16.00. Fundarstaður er Blái salurinn í Félagsheimili Húsavíkur.
11.05.2005
Tilkynningar

Undirskrift samstarfssamnings "Virkjum alla" og IDEGA

Verkefnið 'Virkjum alla!' er afmarkað þriggja ára átaksverkefni sveitarfélaganna Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar og er verkefnið styrkt af Byggðastofnun.
10.05.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn 10. maí  2005 og hefst hann kl. 16.00. Fundarstaður er Blái salurinn í Félagsheimili Húsavíkur.
06.05.2005
Tilkynningar

Mat á umhvefisáhrifum sorpstöðvar Sorpsamlags Þingeyinga ehf.

Lögð hefur verið fram matsskýrsla vegna byggingar og rekstrar móttöku- flokkunar- og förgunarstöðvar sorps sem Sorpsamlag Þingeyinga ehf. hyggst reisa við Víðimóa 2 á Húsavík.
02.05.2005
Tilkynningar