Fara í efni

Fréttir

Norðurlandsskógar í máli og myndum

Norðurlandsskógar kynna starfsemi sína þriðjudaginn 14. febrúar í Skúlagarði kl. 14:00 og í Ýdölum kl. 20:30.  Sýndar verða myndir frá skógræktarstarfi bænda á síðustu árum og spáð í framtíðina. Hvetjum allt áhugafólk um skógrækt til að mæta.  Þetta er gott tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að ganga til liðs við verkefnið að kynna sér hvað það hefur uppá að bjóða. Stjórn og starfsmenn Norðurlandsskóga
09.02.2006
Tilkynningar

Nýr leikskóli við Iðavelli

Mánudagskvöldið 6. febrúar var haldinn kynningarfundur um byggingu nýs leikskóla á lóð Bestabæjar við Iðavelli. Fulltrúar frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf., þeir Ragnar Auðunn Birgisson arkitekt, og Samúel Guðmundsson tæknifræðingur, kynntu fyrstu tillögur að teikningum og áætluðum framkvæmdum.
07.02.2006
Tilkynningar

Skíðagöngufólk athugið!

Göngubraut fyrir skíðagöngufólk verður tilbúin til notkunar á morgun þriðjudag. Brautin er staðsett upp á Reykjaheiði, nánar tiltekið í Meyjarskarði. Brautinni verður viðhaldið út vikuna.
06.02.2006
Tilkynningar

Tónlistarskóli Húsavíkur

Í tilefni að 250 ára afmæli Mozarts hefur söngdeild Tónlistarskóla Húavíkur sett upp sérstaka hátíðardagskrá. Vinsamlegast smellið hér til að sjá auglýsingu um tónleikana.
06.02.2006
Tilkynningar

Aðalskipulag

Greinargerð með kynningu á aðalskipulagi Húsavíkurbæjar er komin inn á vefinn. Til að skoða greinargerðina þarf að smella á hnappinn hér til hægri, merktur Aðalskipulag.
06.02.2006
Tilkynningar

Atvinna hjá Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga

Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga auglýsir eftir umsækjendum í eftirfarandi stöður: Forstöðumaður á heimili fatlaðra, Raðgjafi við félagsþjónustu og barnavernd, Leikskólaráðgjafi, Ráðgjafa, liðveitendur og stuðningsfjölskyldur Til að sjá auglýsingu í heild sinni, smellið á bláa textann
03.02.2006
Tilkynningar

Fundur um uppbyggingu leikskóla

Mánudaginn 6. febrúar kl. 2000, kynnir eignarhaldsfélagið Fasteign hf. áætlanir um byggingu nýs leikskóla. Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn á Fosshótel Húsavík. Sérstaklega er hvatt til að foreldrar leikskólabarna, starfsfólk leikskólanna og fulltrúar í skólanefnd, fjölskyldu- og þjónusturáði og bæjarstjórn mæti á fundinn.  Erla Sigurðardóttir, Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs Húsavíkurbæjar
02.02.2006
Tilkynningar

Frá Tónlistarskóla Húsavíkur

Mozart sýningu sem vera átti í kvöld, 1. febrúar er frestað vegna veikinda. Næsta sýning verður þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20:00 í sal Borgarhólsskóla
01.02.2006
Tilkynningar

Aðalskipulag Húsavíkurbæjar 2005-2025

Tillaga að aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 hefur verið kynnt í bæjarstjórn og einnig á almennum kynningarfundi 26. janúar 2006. Tillöguna, þ.e. skipulagsuppdrætti og kynningarefni er hægt að skoða undir tengli hér til hægri á síðunni en greinargerð með tillögunni mun verða birt fljótlega eftir helgi.
27.01.2006
Tilkynningar

Sumartónleikar – Tónlistarveisla 2006

Spennandi verkefni á menningasviðinu.  Fjölskyldu- og þjónusturáð Húsavíkurbæjar auglýsir eftir framkvæmdaraðila/aðilum að sumartónleikum 2006. Tónleikarnir eru styrktir af Lista- og menningarsjóði Húsavíkurbæjar.  Frábært tækifæri fyrir hæfileikaríka einstaklinga.  Áhugasamir hafi samband við undirritaða. Umsóknum skal skila til á skrifstofu Húsavíkurbæjar fyrir 1. mars 2006.  Erla Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs Húsavíkurbæjar, s: 464 6123, tölvupóstur: erla@husavik.is  
26.01.2006
Tilkynningar

Ályktun vegna uppbyggingu orkufreks iðnaðar

Á fundi bæjarstjórnar Húsavíkur í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: “Í ljósi þeirrar umræðu sem uppi er í fjölmiðlum varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar, einkum álvera, vill bæjarstjórn Húsavíkurbæjar minna á og árétta þann vilja  stjórnvalda að næsta álver muni rísa á Norðurlandi. Um langt árabil hefur verið unnið að undirbúningi málsins, í samvinnu við stjórnvöld. Forsendur uppbyggingarinnar eru aðgengi að nærliggjandi orkuauðlindum á háhitasvæðum Þingeyjarsýslu. Um nauðsyn hennar með hliðsjón af byggðaþróun í landinu þarf ekki að fjölyrða. 
25.01.2006
Tilkynningar

Fundur um Aðalskipulag Húsavíkurbæjar

Almennur borgarafundur verður fimmtudaginn 26. janúar kl. 20,00 á Hótel Húsavík. Fulltrúar Tækniþings kynna tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Húsavíkurbæ 2005-2025. Að lokinni kynningu verða almennar umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar
25.01.2006
Tilkynningar