Fara í efni

Fréttir

Málefnaskrá samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga

Eins og flestum er kunnugt var á dögunum dreift á öll heimili í sveitarfélaginu málefnaskrá samstarfsnefndar um sameiningu Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps.
27.09.2005
Tilkynningar

Foreldraráð Borgarhólsskóla

Þann 15. september síðastliðinn var haldinn fundur í foreldraráði Borgarhólsskóla. Hér fyrir neðan er hnappur inn á fundargerðina. Fundargerð
26.09.2005
Tilkynningar

Sameining sveitarfélaga

Fréttatilkynning.  Leiðbeiningar fyrir erlenda ríkisborgara í tengslum við atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga á íslensku, ensku, pólsku og serbnesku/króatísku.  Kosningaréttur erlendra ríkisborgara í atkvæðagreiðslum um sameiningu sveitarfélaga þann 8. október næstkomandi. 
26.09.2005
Tilkynningar

Bæjarstjórn hvetur til sameiningar sveitarfélaga í Þingeyjarsýslu

Á fundi bæjarstjórnar í gær var málefnaskrá samstarfsnefndar um sameiningu Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps til umræðu.
21.09.2005
Tilkynningar

Styrkir til lista- og menningarmála

Fjölskyldu- og þjónusturáð Húsavíkurbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála.  Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs Húsavíkurbæjar og reglum um úthlutun úr sjóðnum. 
19.09.2005
Tilkynningar

Húsavíkurbær gerir þjónustusamning við Þekkingu.

Húsavíkurbær hefur ákveðið að ganga til samninga við Þekkingu hf. um heildarumsjón tölvumála Húsavíkurbæjar. Nokkur nýbreytni felst í fyrirkomulagi því sem fyrir valinu varð og eru aðilar með þessu að stíga stórt skref til hagræðingar þar sem þó er fyllsta öryggis og gæðasjónarmiða gætt.
16.09.2005
Tilkynningar

Bæjarstjórn úr sumarleyfi

Fyrsti fundur bæjarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður þriðjudaginn 20. september n.k. og hefst kl. 16:00. Fundarstaður er Blái salurinn á Fosshótel Húsavík.
16.09.2005
Tilkynningar

Heilsuvatnið af Höfðanum ómengað í heitan pott við Sundlaug Húsavíkur.

  Umhverfisráðherra hefur nú heimilað að heilsuvatnið af Húsavíkurhöfða verði sett óklórað í heitan pott við Sundlaug Húsavíkur og geta því Húsvíkingar og gestir þeirra notið lækningarmáttar vatnsins að fullu án óæskilegra áhrifa klórunar.
07.09.2005
Tilkynningar

Starfsmannastefna Húsavíkurbæjar

Nú er lokið vinnu við mótun nýrrar starfsmannastefnu hjá Húsavíkurbæ. Hefur stefnan verið kynnt starfsmönnum sveitarfélagsins. Meðfylgjandi mynd var tekin á kynningarfundi í Borgarhólsskóla og er sýnilegt að margir voru mjög áhugasamir.
01.09.2005
Tilkynningar

Borgarhólsskóli

 Í dag snæddu nemendur í Borgarhólsskóla fyrstu skólamáltíð haustsins. Nýtt fyrirkomulag er á áskriftum, boðin er áskrift fjóra daga í viku og telst það fullt fæði. Máltíðirnar eru niðurgreiddar af sveitarfélaginu til þeirra sem eru í fullu fæði. Þátttaka í skólamáltíðum hefur aldrei verið meiri en nú en 207 nemendur eru skráðir, flest voru 149 í fyrra vetur.
01.09.2005
Tilkynningar

Framkvæmdir við Höfðaveg

Nú er unnið að mælingum vegna jarðvegsskipta í Höfðavegi. Áformað er að gröftur hefjist strax í byrjun næstu viku. Þetta er lokaáfangi jarðvegsskipta við götuna þeas. elsti hluti hennar frá húsinu Vík og austur að Sólbakka. Á meðfylgjandi mynd eru starfsmenn bæjarins við mælingavinnu.
12.08.2005
Tilkynningar

Lóðaframkvæmdir við Borgarhólsskóla

Nú standa yfir framkvæmdir á lóð Borgarhólsskóla. Áformað er að koma upp tveimur sparkvöllum norðan við skólann. Vellirnir eru svokallaðir battavellir svipaðir og á myndinni sem fylgir með þessari frétt. Meðfylgjandi mynd sýnir starfsmenn Norðurvíkur við vinnu sína.
02.08.2005
Tilkynningar