Fara í efni

Fréttir

Sameining sveitarfélaga

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sameiningarkosninganna 21. janúar 2005, er hafin á Sýsluskrifstofunni. Kosið verður um sameiningu fjögurra sveitarfélaga. Raufarhafnarhrepps, Öxarfjarðarhrepps, Kelduneshrepps og Húsavíkurbæjar. Íbúar eru hvattir til þess að nýta rétt sinn og kjósa.
03.01.2006
Tilkynningar

Áramótadansleikur í Félagsheimili Húsavíkur

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær, þ. 29.12.2005 að taka þátt í kostnaði við hljómsveit á áramótadansleik með fjárframlagi allt að 40.000,- kr.
30.12.2005
Tilkynningar

Íbúum fækkar en fasteignaverð hækkar

Því miður fækkar íbúum Húsavíkurbæjar eitt árið enn og nemur fækkunin 53 íbúum miðað við íbúafjöldann eins og hann var skráður 1. des. 2004 skv. tölum Hagstofu Íslands. Samkvæmt  þeim er hann 2.373 1. des. 2005 en var 2.426 fyrir ári síðan. Raunar er það svo að íbúum fækkar í öllum sveitarfélögum sýslunnar nema Þórshafnarhreppi, en þar fjölgar þeim um 6. Í heildina fækkar í sýslunni um 103 á milli ára.
23.12.2005
Tilkynningar

Aron ÞH 105

Um miðnætti í gær bættist nýr bátur í flota Húsavíkinga. Nýji báturinn heitir Aron ÞH 105 og er í eigu Knarrareyri ehf. Báturinn nýji er yfirbyggður línuvélabátur og liggur hann við gömlu flotbryggjuna og er hann til sýnis í dag,  23. desember.
23.12.2005
Tilkynningar

Opnunartími stofnana bæjarins um jól og áramót

Vegna mistaka hjá prentstofu birtist eftirfarandi auglýsing ekki í Skránni eins og til stóð.  Opnunartími stofnana er sem hér segir: Stjórnsýsluhúsið; þ.e. skrifstofur Fjármála og stjórnsýslusviðs, Fjölskyldu og þjónustusviðs, Umhverfis- og framkvæmdasviðs og Orkuveitu Húsavíkur ehf.; -     lokað annan í jólum. Einnig verður lokað mánudaginn 2. jan. vegna áramótauppgjörs.
22.12.2005
Tilkynningar

Forvarnarhópur Húsavíkurbæjar

Föstudaginn 16. desember síðastliðinn, funduðu fulltrúar úr forvarnarhópi Húsavíkurbæjar vegna ábendinga um framboð á fíkniefnum á Norðurlandi. Í framhaldinu var eftirfarandi bréf sent foreldrum unglinga á Húsavík.
22.12.2005
Tilkynningar

Úthlutun byggðakvóta

Lokið er við útreikningi á 140 þorskígildistonna byggðakvóta sem kom í hlut Húsavíkurbæjar og hefur umsækjendum verið send tilkynning um úthlutunina. Hér fyrir neðan má smella á tákn og sjá lista yfir það hvernig úthlutunin skiptis milli einstakra báta.  Byggðakvóti
16.12.2005
Tilkynningar

Næsti fundur bæjarstjórnar Húsavíkurbæjar

Fundur verður haldinn í Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar, þriðjudaginn 20. desember 2005 og hefst hann kl. 16.00. Fundarstaður er Blái salurinn í Félagsheimili Húsavíkur.
15.12.2005
Tilkynningar

Styrktartónleikar

Kæru Húsvíkingar og nærsveitamenn! JÓLASKEMMTUN Á FOSSHÓTEL HÚSAVÍK Laugardaginn 17.des kl 20:30 (húsið opnar kl 20:00) Hjálmar og Þeir  sjá um skemmtunina ásamt gestum. (tónlist,getraunir,spurningakeppni og margt margt fleira) Allur ágóði skemmtunarinnar rennur í nýstofnaðan sjóð SAMHLJÓMUR
14.12.2005
Tilkynningar

Fréttatilkynning

Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Húsavíkurbæjar hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um samstarf söguverkefna í bæjarfélögunum. Annars vegar er um að ræða Garðarshólma á Húsavík og hins vegar Víkingaheim í Reykjanesbæ. Um er að ræða gerð margmiðlunarefnis sem unnið verður fyrir hinar væntanlegu sýningar og gagnkvæmar kynningar í sýningarhúsunum. 
13.12.2005
Tilkynningar

Árbók sveitarfélaga 2005 komin á netið

Á vef Sambands Íslenskra Sveitafélaga er búið að birta árbók sveitarfélaga fyrir árið 2005. Þarna er hægt að nálgast fjölbreyttar upplýsingar varðandi rekstur sveitarfélaga svo sem lykiltölur úr rekstri, íbúafjölda, álögð gjöld og margt fleira. Til að sjá árbókina má smella hér.
08.12.2005
Tilkynningar