Fara í efni

Fréttir

Bilun í símkerfi bæjarins

Vegna bilunar í símkerfi stofnanna Húsavíkurbæjar er erfitt að ná sambandi við þær. Unnið er að viðgerð og vonandi kemst kerfið í lag síðar í dag.
18.05.2006
Tilkynningar

Barnavernd Þingeyinga vekur athygli á eftirfarandi:

Leyfi vegna sumardvalar á einkaheimilum: Þeir sem óska eftir að taka  barn í sumardvöl skulu sækja um leyfi til barnaverndar í sínu heimilisumdæmi.  Með sumardvöl er átt við dvöl á einkaheimili í allt að þrjá mánuði yfir sumartímann.  Sumardvöl er að jafnaði ekki ætluð börnum yngri en 6 ára.  Í umsókninni skal koma fram: Nafn/nöfn umsækjenda og kennitala Heimilisfang umsækjanda Nöfn annarra heimilismanna Upplýsingar um aðra starfsemi á heimili svo sem gistiþjónsutu eða atvinnurekstur Upplýsignar um önnur leyfi eða verkefni fyrir barnaverndarnefndir Aldur og fjöldi barna sem óskað er eftir að taka til dvalar Tímabil sem óskað er að börnin dvelji á heimilinu  
17.05.2006
Tilkynningar

Sundnámskeið í Sundlaug Húsavíkur.

Sundnámskeið fyrir börn sem fædd eru árin 1999, 2000, 2001 og 2002 verður haldið virku dagana frá 06. júní til og með 16. júní. Starfsfólk beggja leikskólanna fylgir þeirra börnum sem fædd eru 2000 og 2001 og eru í leikskóla fyrir hádegi. Börn sem eru fædd árið 2002 eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Upplýsingar og skráning er í Sundlauginni í síma 464-6190 sem skal vera lokið fyrir 31. maí 2006.  Þátttökugjald er 3000 kr. fyrir hvert barn. Ef fleiri en eitt barn úr fjölskyldu er gjaldið 2500 kr.                                      Deildarstjóri Sundlaugar.
16.05.2006
Tilkynningar

Sumarskóli Keldunnar sumarið 2006.

15.05.2006
Tilkynningar

Laust starf til umsóknar

Ertu leikskólakennari tilbúin að takast á við krefjandi starf og uppbyggingu?   Húsavíkurbær auglýsir eftir leikskólastjóra að nýjum leikskóla.  Leikskólastjóri þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2006 og mun stýra leikskólanum Bestabæ jafnframt því að stýra breytingarferli og mótun starfs nýs leikskóla sem tekur til starfa undir hans stjórn 1. ágúst 2007.
12.05.2006
Tilkynningar

Listahátíð barna 2006

Listahátíð yngri barna á Húsavík var haldin í þriðja sinn um helgina og var mikið um dýrðir. Listamenn á aldrinum 5 til 10 ára sýndu afrakstur vetrarstarfsins. Vegleg dagskrá var í boði allan laugardaginn og sýning á hugverkum barnana í bókasafninu. Myndlistasýning í sýningarsal Safnahússins var opin laugardag og sunnudag. Mikið fjölmenni sótti sannkallaða skrautsýningu í íþróttahöllinni og tónleikar 3. og 4. bekkjar í Safnahúsinu síðdegis voru vel sóttir.
10.05.2006
Tilkynningar

Hjólað í vinnuna

Starfsmenn á bæjarskrifstofunum hjá Húsavíkurbæ skráðu sig að sjálfsögðu til þátttöku í átakinu "hjólað í vinnuna". Átakið er á vegum Íþrótta og ólimpíusambands Íslands og er liður í verkefninu Ísland á iði. Á myndinni má sjá þátttakendur og virðast þeir hæst ánægðir enda fengu þeir senda fulla bakka af grænmeti og ávöxum til að fylla á orkubirgðirnar.
05.05.2006
Tilkynningar

Bæjarráð ályktar um Dettifossveg

Á fundi bæjarráðs í gær var eftirfarandi ályktun um uppbyggingu vegarins vestan Jökulasár á Fjöllum samþykkt samhljóða:   "Bæjarráð Húsavíkurbæjar fagnar því að loks skuli hilla undir varanlega vegagerð með Jökulsá á Fjöllum af hringvegi 1 niður á þjóðveg 85 í Kelduhverfi. Með umræddri vegagerð næst fram marga ára baráttumál og mikilvægt hagsmunamál byggðanna og ferðaþjónustunnar á svæðinu. Umrædd vegtenging vestan Jökulsár er lykilatriði varðandi aðgengi að Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum sem opnar um leið mjög áhugaverða hringleið á svæðinu sem nefnd hefur verið "Demantshringurinn" með Þjóðgarðinn (Dettifoss, Hólmatungur, Ásbyrgi), Mývatnssveit og Húsavík sem áhugaverða áfangastaði. Vegagerð vestan ár tengir einnig betur saman byggðina við Öxarfjörð og í Mývatnssveit en vegur austan ár.
05.05.2006
Tilkynningar

Tónlistarskóli Húsavíkur

Það ætti enginn að þurfa að láta sér leiðast í maí mánuði, framundan er fjölbreytt úrval tónleika á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur. Dagskráin er eftirfarandi: Föstudaginn 5. maí kl. 20.30 Halldór Sigurðsson heldur söngtónleika Miðvikud. 10. maí  kl 20, nemendatónleikar Fimmtud. 11. maí kl. 20 nemendatónleikar Laugard. 13. maí. Samkór Húsavíkur ásamt kór frá Mosfellsbæ. Tímasetning auglýst síðarMánud. 15. maí kl. 20 nemendatónleikar Þriðjud. 16. maí. kl. 20 nemendatónleikar Miðvikud. 17. maí kl. 20 nemendatónleikar Sunnudaginn 21. maí, verða haldnir dægurlaga söngtónleikar í Skipasmíðstöðinni, en tímasetning auglýst síðar.
04.05.2006
Tilkynningar

Listahátíð yngri barna 2006

Dagana 6. og 7. maí verður listahátíð yngri barna á Húsavík í Safnahúsinu og íþróttahöllinni á Húsavík. Börn á leikskólum bæjarins og nemendur í 1. til 4. bekk Borgarhólsskóla sýna verk sín og flytja ýmis skemmtiatriði. Þetta er sérstök hátíð sem enginn má missa af.
02.05.2006
Tilkynningar

Sveitarstjórnarkosningar 27. maí 2006

Frestur til að skila inn framboðslistum fyrir Sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí 2006, rennur út kl. 12.00 laugardaginn 6. maí   Sameiginleg yfirkjörstjórn, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarhrepps og Raufarhafnarhrepps, tekur á móti framboðslistum fyrir Sveitarstjórnarkosningar n.k. í húsnæði Húsavíkurbæjar að Keltilsbraut 7, Húsavík, milli kl. 10.30 til 12.00 Laugardaginn 6. maí n.k.
02.05.2006
Tilkynningar