Fara í efni

Fréttir

Vinningshafar

Búið er að draga út vinningshafa úr Lukkupotti "Virkjum alla" og er hægt að sjá nöfn þeirra heppnu inn á www.skjalfandi.is   Dregið var úr nöfnum þeirra sem komnir voru með þjónustugátt hjá sveitarfélögunum þremur, sem standa að "Virkjum alla" það eru: Norðurþing, Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit Vinningarnir voru 28 og nöfnin í Lukkupottinum voru 368. Útdrátturinn fór fram þann 22. nóvember hjá Sýslumanninum á Húsavík.    Pétur Berg Eggertsson
23.11.2006
Tilkynningar
Álkennslustofan

110 ára afmæli Borgarhólsskóla

Haldið var upp á 110 ára afmæli Borgarhólsskóla á Húsavík 22. nóvember.  Árið 1896 reistu Húsvíkingar fyrst skólahús og Barnaskóli Húsavíkur, síðar Borgarhólsskóli, varð til. Í tilefni dagsins var gestum og gangandi boðið í heimsókn og kennt var fyrir opnum tjöldum.  Þrjár skemmtanir voru á sal skólans, þar sem nemendur voru með ýmis atriði.  Mikið af munum frá fyrri tíð voru á göngum skólans.   Útbúin var kennslustofa frammtíðinnar sem byggðist mikið á áli.  Nemendur unnu á þemadögum  um fortíð, nútíð og framtíð skólans.  Hægt er að skoða myndband sem einn nemendahópurinn gerði um sögu skólans, með því að ýta á "Lesa meira".    
22.11.2006
Tilkynningar

Gönguskíðabraut

Gönguskíðafólk athugið! Nú hafa verið troðnar brautir fyrir gönguskíði í Aðaldalshrauni. Brautirnar eru í einstöku umhverfi og eru allir áhugasamir hvattir til að nýta sér aðstöðuna.
22.11.2006
Tilkynningar

Lukkupotturinn

Tíminn til þess að komast í lukkupottinn á Veftorgunum hefur verið framlengdur um eina viku. Dregin verða út nöfn vinningshafa, af þeim sem verða komnir með þjónustugátt fyrir 22. nóvember í stað 15. nóvember og eru vegleg verðlaun í boði. Meðal vinninga eru: Fartölva, út að borða, "Saga Húsavíkur", gisting á Narfastöðum, hvalaskoðun og fleira.    Nöfn hinna heppnu verða birt á vefsíðu veftorganna fimmtudaginn 24. nóvember. 
16.11.2006
Tilkynningar

Ný heimasíða Kelduhverfis

Opnuð hefur verið ný heimsíða fyrir Kelduhverfi. Þar er að finna  fréttir, upplýsingar ofl. sem tengist svæðinu. Gugga í Lóni tekið við sem umsjónarmaður og er heimasíðan vistuð hjá Stefnu á Akureyri líkt og heimasíða Norðurþings og hefur hún sömu uppbyggingu. Vefslóðin er: http://www.kelduhverfi.is einnig er hægt að komast á hana með því að ýta á hnappinn hér efst  með heitið "Kelduhverfi". Nýjustu fréttir birtast svo sjálfkrafa ásamt fréttum að öðrum undirsíðum Norðurþings á svæðinu “Fréttir úr Norðurþingi” 
15.11.2006
Tilkynningar
Borgarhólsskóli

110 ára afmæli Borgarhólsskóla á Húsavík

Miðvikudaginn 22. nóvember verður haldið upp á 110 ára afmæli Borgarhólsskóla og er bæjarbúum af þvi tilefni boðið að heimsækja skólann og taka þátt í skólastarfinu.   1896 reistu Húsvíkingar fyrst skólahús og Barnaskóli Húsavíkur, síðar Borgarhólsskóli, varð til.  
14.11.2006
Tilkynningar

Frá félags- og skólaþjónustu Þingeyinga

Skipulag ferða Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga, hefur ákveðið að taka upp fasta viðtalstíma ráðgjafa í félagsþjónutu og barnavernd á starfssvæðinu. Ferðirnar eru skipulagðar með það í huga að: **Auka þjónustu við viðskiptavini á þessum svæðum og gera samstarf, meðferð og eftirfylgni samfelldari og markvissari. **Auka samstarf við starfsmenn heilsugæslu og sveitarfélaganna. **Auka samskipti og stuðning við starfsmenn FSÞ og sveitarfélaganna sem vinna við félagsþjónustu og barnavernd.
13.11.2006
Tilkynningar

Dreifbýlisfulltrúi Norðurþings tekinn til starfa

Þann 6. nóvember síðast liðinn tók nýr dreifbýlisfulltrúi fyrir Norðurþing til starfa. Hún heitir Elísabet Gunnarsdóttir og mun hafa aðsetur á skrifstofu sveitarfélagsins á Kópaskeri. Þeir sem vilja hafa samband við hana geta hringt beint til hennar í síma 464-6125 eða sent henni tölvupóst á netfangið elisabet@husavik.is.
13.11.2006
Tilkynningar

Byggðarráð Norðurþings

Á fundi byggðarráðs Norðurþings í gær, 2. nóvember, óskaði Tryggvi Jóhannsson eftir að rætt yrði um  hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustu og var niðurstaða umræðnanna eftirfarandi:
03.11.2006
Tilkynningar
Vegagerð í Núpasveit

Vegagerð í Núpasveit

Vegagerðin í Núpasveit gengur rólega og er nú orðin tveimur mánuðum á eftir upphaflegri áætlun og sér ekki fyrir endann á framkvæmdum ennþá. Ástæður eru víst nokkrar bæði hjá Vegagerðinni og verktaka.   Má merkilegt heita að ekki skuli vera hægt að klára þetta stuttan vegarkafla á heilu sumri. Frétt af www.dettifoss.is
02.11.2006
Tilkynningar

Veftorgin opnuð fyrir íbúa Norðurþings

Nú geta allir íbúar 18 ára og eldri, fengið sína eigin rafrænu þjónustugátt hjá sínu sveitarfélagi, Norðurþingi, Aðaldælahreppi eða Þingeyjarsveit. Hluti af torgunum krefst ekki innskráningar þannig að hinir geta vafrað um líka og skoðað hvað þar er í boði.   Skjálfandatorg veitir aðgang að rafrænum þjónustugáttum sem gera íbúum í byggðarlaginu kleift að sinna erindum sínum og sækja þjónustu til samstarfsaðilanna, sem standa að átaksverkefninu Virkjum alla – rafrænt samfélag.  
27.10.2006
Tilkynningar
Nemendur í Borgarhólsskóla búnir að búa til virki.

Veturinn komin?

Nokkur snjókoma hefur verið síðustu daga í Norðurþingi. Víða er hált eða hálkublettir á milli þéttbýlisstaðanna. Hægt er að skoða hitatölur, færð og veðurspá í veðurboxinu á hér á síðunni. Spáð er hlýnandi veðri næstu daga. Nemendur í Borgarhólsskóla tóku snjónum fagnandi og var mikið fjör í frímínútunum. Búnar voru til allskonar fígúrur úr snjónum eins og snjókarlar og kerlingar. Einnig flugu snjóboltar um lofið og búin voru til virki eins og sjá má á myndinni.
26.10.2006
Tilkynningar