Fara í efni

Fréttir

Bæjarráð ályktar um Dettifossveg

Á fundi bæjarráðs í gær var eftirfarandi ályktun um uppbyggingu vegarins vestan Jökulasár á Fjöllum samþykkt samhljóða:   "Bæjarráð Húsavíkurbæjar fagnar því að loks skuli hilla undir varanlega vegagerð með Jökulsá á Fjöllum af hringvegi 1 niður á þjóðveg 85 í Kelduhverfi. Með umræddri vegagerð næst fram marga ára baráttumál og mikilvægt hagsmunamál byggðanna og ferðaþjónustunnar á svæðinu. Umrædd vegtenging vestan Jökulsár er lykilatriði varðandi aðgengi að Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum sem opnar um leið mjög áhugaverða hringleið á svæðinu sem nefnd hefur verið "Demantshringurinn" með Þjóðgarðinn (Dettifoss, Hólmatungur, Ásbyrgi), Mývatnssveit og Húsavík sem áhugaverða áfangastaði. Vegagerð vestan ár tengir einnig betur saman byggðina við Öxarfjörð og í Mývatnssveit en vegur austan ár.
05.05.2006
Tilkynningar

Tónlistarskóli Húsavíkur

Það ætti enginn að þurfa að láta sér leiðast í maí mánuði, framundan er fjölbreytt úrval tónleika á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur. Dagskráin er eftirfarandi: Föstudaginn 5. maí kl. 20.30 Halldór Sigurðsson heldur söngtónleika Miðvikud. 10. maí  kl 20, nemendatónleikar Fimmtud. 11. maí kl. 20 nemendatónleikar Laugard. 13. maí. Samkór Húsavíkur ásamt kór frá Mosfellsbæ. Tímasetning auglýst síðarMánud. 15. maí kl. 20 nemendatónleikar Þriðjud. 16. maí. kl. 20 nemendatónleikar Miðvikud. 17. maí kl. 20 nemendatónleikar Sunnudaginn 21. maí, verða haldnir dægurlaga söngtónleikar í Skipasmíðstöðinni, en tímasetning auglýst síðar.
04.05.2006
Tilkynningar

Listahátíð yngri barna 2006

Dagana 6. og 7. maí verður listahátíð yngri barna á Húsavík í Safnahúsinu og íþróttahöllinni á Húsavík. Börn á leikskólum bæjarins og nemendur í 1. til 4. bekk Borgarhólsskóla sýna verk sín og flytja ýmis skemmtiatriði. Þetta er sérstök hátíð sem enginn má missa af.
02.05.2006
Tilkynningar

Sveitarstjórnarkosningar 27. maí 2006

Frestur til að skila inn framboðslistum fyrir Sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí 2006, rennur út kl. 12.00 laugardaginn 6. maí   Sameiginleg yfirkjörstjórn, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarhrepps og Raufarhafnarhrepps, tekur á móti framboðslistum fyrir Sveitarstjórnarkosningar n.k. í húsnæði Húsavíkurbæjar að Keltilsbraut 7, Húsavík, milli kl. 10.30 til 12.00 Laugardaginn 6. maí n.k.
02.05.2006
Tilkynningar

Útskriftarnemar Bestabæjar 2006

Fimmtudaginn 27.apríl útskrifuðuðst elstu nemendur leikskólans Bestabæjar úr skólahóp. Þetta eru 28 börn sem í sumar munu kveðja leikskólann. Af því tilefni var farið í sund, boðið uppá ís og að lokum komið saman í íþróttasal Bestabæjar þar sem nemendur fengu afhentar skólamöppur, útskriftarskjal og rós.
02.05.2006
Tilkynningar

Hvað á barnið að heita?

Verkefnisstjórn vegna sameiningar sveitarfélaganna Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps sendi á dögunum 14 tillögur að nafni sameinaðs sveitarfélags til umsagnar hjá Örnefnanefnd, svo sem lög gera ráð fyrir.  Á fundi sínum þann 27. apríl afgreiddi Örnefnanefnd erindið og niðurstaðan varð sú að mæla með þremur tillögum.  Samfara sveitarstjórnarkosningum þann 27. maí n.k. verður því gerð skoðanakönnun þar sem kjósendum sameinaðs sveitarfélags gefst færi á að velja á milli þriggja nafna. Þau eru: Gljúfrabyggð, Norðausturbyggð og Norðurþing.   Verkefnisstjórn vegna sameiningar
28.04.2006
Tilkynningar

Sveitarstjórnarkosningar 2006

Framboðslistar þeirra flokka sem bjóða fram til sveitarstjórna hafa verið birtir. Upplýsingum um framboð í öllum sveitarfélögum má nálgast á síðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Til að sjá framboðslista fyrir nýtt sameinað sveitarfélag í Þingeyjarsýslum má smella hér.
25.04.2006
Tilkynningar

Opnunartími Sundlaugar Húsavíkur

Opnunartími Sundlaugarinnar á næstunni er eftirfarandi: Laugardagur 22. apríl                10.00-18.00 Sunnudagur 23. apríl                 10.00-16.00
04.04.2006
Tilkynningar

Vinnuskóli Húsavíkurbæjar auglýsir

FLOKKSSTJÓRAR FYRIR SUMARIÐ 2006.      Þeir sem hafa í hyggju að sækja um flokksstjórastarf hjá Vinnuskóla Húsavíkurbæjar,  sumarið 2006, geri það fyrir 20. apríl 2006. Um er að ræða þrjú störf. Flokksstjóra starfið er gefandi starf þar sem unnið er með ungu fólki.  Flokksstjórar verða að hafa frumkvæði í vinnu og geta unnið sjálfstætt. 
29.03.2006
Tilkynningar

Sumarskóli Keldunnar sumarið 2006.

Auglýsir eftir umsjónarfólki með leikjanámskeiðum. Viðkomandi þarf að hafa menntun á sviði uppeldismála. Áhugasamir hafi samband við Svein Hreinsson í síma 892-8533 fyrir 19. apríl 2006.     
29.03.2006
Tilkynningar

Félags-og skólaþjónusta Þingeyinga.

Tilkynning  Starfsemi Félags-og skólaþjónustu Þingeyinga  hefur tímabundið flutt  í Stjórnsýsluhúsið við Ketilsbraut 7. – 9. ( Inngangur að sunnanverðu ) Vakin er athygli á breyttu símanúmeri og opnunartíma. Nýtt númer er: 464-6126 Opnunartími nú er frá klukkan 08:30 – 15:30 mánudaga til fimmtudaga, og frá 08:30 – 12: 00 á föstudögum.  
28.03.2006
Tilkynningar

Ársreikningar 2005 kynntir í bæjarráði í gær 23. mars 2006

Ársreikningur Húsavíkurbæjar 2005 Ársreikningur Húsavíkurbæjar fyrir árið 2005 var lagður fram til kynningar í bæjarráði í gær.  Rekstur sveitarfélagsins var í megin atriðum í samræmi við áætlun. Afskrift hlutabréfaeignar og reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga, sem var verulega hærri en áætlun gerði ráð fyrir, setur mark sitt á rekstrarniðurstöðuna. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 1.374 mkr. og rekstrargjöld 1.456 mkr. en þar af nam reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 96 mkr.
24.03.2006
Tilkynningar