Fara í efni

Fréttir

Reglur um afslátt af fasteignaskatti fyrir árið 2006

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn þriðjudag, voru samþykktar breytingar á tekjuviðmiðum í reglum um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega. Íbúar eru hvattir til að kynna sér vel reglurnar en þær má finna hér á heimasíðunni undir liðnum Upplýsingar, reglugerðir og samþykktir.
23.02.2006
Tilkynningar

Tillaga að nýju aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025

Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Húsavíkurbær 2005-2025 verður til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag þriðjudag. Hér hægra megin á heimasíðunni má finna skipulagstillöguna í þeirri mynd sem hún fer til umfjöllunar í bæjarstjórn. Undanfarna daga hefur tillagan verið til kynningar hér á heimasíðunni en nú er hún komin í fullan búning eftir lagfæringar og breytingar undanfarið. Skipulags-og byggingafulltrúi.
21.02.2006
Tilkynningar

Foreldrar athugið!

Þarft þú á þjónustu dagforeldris að halda?   Foreldrum á Húsavík hefur staðið til boða leikskólavist fyrir börn sín frá 9 mánaða aldri og hefur biðtími eftir vistun almennt verið stuttur. Það er m.a. ástæða þess að ekkert dagforeldri starfaði í sveitarfélaginu síðasta ár.
21.02.2006
Tilkynningar

Samningur við Golfklúbb Húsavíkur

Þann 16. febrúar síðast liðinn skrifuðu Pálmi Pálmason formaður Golfklúbbs Húsavíkur og Erla Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldu og þjónustusviðs Húsavíkurbæjar undir samning um rekstur golfvallarins á Húsavík árið 2006. Samningurinn felur í sér vinnu frá þjónustustöð bæjarins sem og afnot af tækjum til jarðvinnu og viðhalds á vellinum. Samningurinn er gerður til reynslu og er samkomulag um að meta samstarfið á haustdögum með áframhald í huga.
17.02.2006
Tilkynningar

Norðurlandsskógar í máli og myndum

Norðurlandsskógar kynna starfsemi sína þriðjudaginn 14. febrúar í Skúlagarði kl. 14:00 og í Ýdölum kl. 20:30.  Sýndar verða myndir frá skógræktarstarfi bænda á síðustu árum og spáð í framtíðina. Hvetjum allt áhugafólk um skógrækt til að mæta.  Þetta er gott tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að ganga til liðs við verkefnið að kynna sér hvað það hefur uppá að bjóða. Stjórn og starfsmenn Norðurlandsskóga
09.02.2006
Tilkynningar

Nýr leikskóli við Iðavelli

Mánudagskvöldið 6. febrúar var haldinn kynningarfundur um byggingu nýs leikskóla á lóð Bestabæjar við Iðavelli. Fulltrúar frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf., þeir Ragnar Auðunn Birgisson arkitekt, og Samúel Guðmundsson tæknifræðingur, kynntu fyrstu tillögur að teikningum og áætluðum framkvæmdum.
07.02.2006
Tilkynningar

Tónlistarskóli Húsavíkur

Í tilefni að 250 ára afmæli Mozarts hefur söngdeild Tónlistarskóla Húavíkur sett upp sérstaka hátíðardagskrá. Vinsamlegast smellið hér til að sjá auglýsingu um tónleikana.
06.02.2006
Tilkynningar

Aðalskipulag

Greinargerð með kynningu á aðalskipulagi Húsavíkurbæjar er komin inn á vefinn. Til að skoða greinargerðina þarf að smella á hnappinn hér til hægri, merktur Aðalskipulag.
06.02.2006
Tilkynningar

Skíðagöngufólk athugið!

Göngubraut fyrir skíðagöngufólk verður tilbúin til notkunar á morgun þriðjudag. Brautin er staðsett upp á Reykjaheiði, nánar tiltekið í Meyjarskarði. Brautinni verður viðhaldið út vikuna.
06.02.2006
Tilkynningar

Atvinna hjá Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga

Félags- og skólaþjónusta Þingeyinga auglýsir eftir umsækjendum í eftirfarandi stöður: Forstöðumaður á heimili fatlaðra, Raðgjafi við félagsþjónustu og barnavernd, Leikskólaráðgjafi, Ráðgjafa, liðveitendur og stuðningsfjölskyldur Til að sjá auglýsingu í heild sinni, smellið á bláa textann
03.02.2006
Tilkynningar

Fundur um uppbyggingu leikskóla

Mánudaginn 6. febrúar kl. 2000, kynnir eignarhaldsfélagið Fasteign hf. áætlanir um byggingu nýs leikskóla. Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn á Fosshótel Húsavík. Sérstaklega er hvatt til að foreldrar leikskólabarna, starfsfólk leikskólanna og fulltrúar í skólanefnd, fjölskyldu- og þjónusturáði og bæjarstjórn mæti á fundinn.  Erla Sigurðardóttir, Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs Húsavíkurbæjar
02.02.2006
Tilkynningar

Frá Tónlistarskóla Húsavíkur

Mozart sýningu sem vera átti í kvöld, 1. febrúar er frestað vegna veikinda. Næsta sýning verður þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20:00 í sal Borgarhólsskóla
01.02.2006
Tilkynningar