Fara í efni

Fréttir

Aðalskipulag Húsavíkurbæjar 2005-2025

Tillaga að aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 hefur verið kynnt í bæjarstjórn og einnig á almennum kynningarfundi 26. janúar 2006. Tillöguna, þ.e. skipulagsuppdrætti og kynningarefni er hægt að skoða undir tengli hér til hægri á síðunni en greinargerð með tillögunni mun verða birt fljótlega eftir helgi.
27.01.2006
Tilkynningar

Sumartónleikar – Tónlistarveisla 2006

Spennandi verkefni á menningasviðinu.  Fjölskyldu- og þjónusturáð Húsavíkurbæjar auglýsir eftir framkvæmdaraðila/aðilum að sumartónleikum 2006. Tónleikarnir eru styrktir af Lista- og menningarsjóði Húsavíkurbæjar.  Frábært tækifæri fyrir hæfileikaríka einstaklinga.  Áhugasamir hafi samband við undirritaða. Umsóknum skal skila til á skrifstofu Húsavíkurbæjar fyrir 1. mars 2006.  Erla Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs Húsavíkurbæjar, s: 464 6123, tölvupóstur: erla@husavik.is  
26.01.2006
Tilkynningar

Ályktun vegna uppbyggingu orkufreks iðnaðar

Á fundi bæjarstjórnar Húsavíkur í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: “Í ljósi þeirrar umræðu sem uppi er í fjölmiðlum varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar, einkum álvera, vill bæjarstjórn Húsavíkurbæjar minna á og árétta þann vilja  stjórnvalda að næsta álver muni rísa á Norðurlandi. Um langt árabil hefur verið unnið að undirbúningi málsins, í samvinnu við stjórnvöld. Forsendur uppbyggingarinnar eru aðgengi að nærliggjandi orkuauðlindum á háhitasvæðum Þingeyjarsýslu. Um nauðsyn hennar með hliðsjón af byggðaþróun í landinu þarf ekki að fjölyrða. 
25.01.2006
Tilkynningar

Fundur um Aðalskipulag Húsavíkurbæjar

Almennur borgarafundur verður fimmtudaginn 26. janúar kl. 20,00 á Hótel Húsavík. Fulltrúar Tækniþings kynna tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Húsavíkurbæ 2005-2025. Að lokinni kynningu verða almennar umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar
25.01.2006
Tilkynningar

Sameining Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps verður að veruleika

Í gær gengu íbúar ofangreindra sveitarfélaga að kjörborðinu um tillögu sameiningarnefndar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í eitt.  Kjörsókn í gær var betri í þremur af fjórum sveitarfélögum sem nú hafa samþykkt sameiningu heldur en hún var í kosningunum 8. október sl. Í Raufarhafnarhreppi var kjörsókn heldur minni nú en í fyrstu umferð kosninganna, en munurinn er þó óverulegur eða 1,4%.  Í öllum sveitarfélögunum fjórum eru fleiri sem greiða atkvæði með sameiningu nú en í fyrstu umferð kosninganna.  Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar út frá þeim sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslunum 8. október og 21. janúar kemur í ljós að stuðningur við sameiningu hefur vaxið.  
22.01.2006
Tilkynningar

Sundlaug Húsavíkur - tímabundin opnun

Vegna starfsdaga í Borgarhólsskóla 19. og 20. janúar n.k. verður sundlaugin opin fyrir almenning frá 6.45-21.00.  Forstöðumaður.
18.01.2006
Tilkynningar

Sameiningarbæklingur á öll heimili

Á dögunum var dreift á öll heimili í Húsavíkurbæ, Kelduneshreppi, Öxarfjarðarhreppi og Raufarhafnarhreppi, kynningarbæklingi frá samstarfsnefnd um sameiningu þessara sveitarfélaga. Í bæklingnum reifa íbúar sjónarmið sín með og á móti sameiningu sveitarfélaganna og er umfjöllunin hin áhugaverðasta. Bæklinginn í heild sinni má nálgast með því að smella á tengilinn hér að neðan. Kynningarbæklingur
17.01.2006
Tilkynningar

Kjörskrá vegna sameiningarkosninga 21. janúar 2006

Kjörskrá fyrir Húsavíkurbæ vegna kosninga um sameiningu Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps liggur frammi í stjórnsýsluhúsinu á opnunartíma.
17.01.2006
Tilkynningar

Fjárhagsáætlun 2006 og þriggja ára áætlun 2007-2009

Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar fyrir 2006 og þriggja ára áætlun 2007-2009 var afgreidd við síðari umræðu í bæjarstjórn 20. desember s.l. Helstu stærðir áætlunarinnar eru að heildartekjur samstæðu Húsavíkurbæjar á árinu 2006 eru áætlaðar 1.439 mkr. Heildargjöld eru áætluð 1.535 mkr., en þar af eru reiknaðar afskriftir 138 mkr., reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 49 mkr. og reiknaðar verðbætur lána 63 mkr. Veltufé frá rekstri er því 102 mkr., en að mati fagaðila er sá mælikvarði betri á rekstrarhæfi sveitarfélaga en niðurstöður rekstraráætlunar sem hefur að geyma ýmsar reiknaðar stærðir.
11.01.2006
Tilkynningar

Jólakveðja

05.01.2006
Tilkynningar

Skráin í Reykjahverfið

Nýverið var gengið frá samkomulagi við útgefanda Skráarinnar og Íslandspóst um dreifingu á Skránni til íbúa innan sveitarfélagsins sem njóta þjónustu landpósts. Fyrirkomulagið er þannig að þegar Skráin kemur út er farið með hana á póstinn sem dreifir henni á heimilin sem svokölluðum fjölpósti.
05.01.2006
Tilkynningar

Forstöðumaður Bókasafns

Vegna fæðingarorlofs  er auglýst eftir forstöðumanni að Bókasafninu á Húsavík í 100% starf í 14 mánuði frá 1. apríl 2006. Um er að ræða fjölbreytt starf á nútímalegu safni. Umsækjendur þurfa að búa yfir skipulagshæfileikum, færni í mannlegum samskiptum og hafa reynslu af öflun og miðlun upplýsinga. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi í bókasafns – og upplýsingafræðum eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi og hafi góða þekkingu á tölvum og möguleikum hugbúnaðar í safnaþjónustu. 
03.01.2006
Tilkynningar