Fara í efni

Fréttir

Þingeysk sveitarfélög urðu fyrir valinu

Í dag voru niðurstöður forvals í samkeppni um "Rafrænt samfélag" tilkynntar. Alls bárust Byggðastofnun 13 umsóknir í forvali samkeppninnar og valdi nefnd skipuð af iðnaðarráðherra verkefni fjögurra byggðarlaga til áframhaldandi þátttöku í samkeppninni. Ein af þeim fjórum umsóknum sem áfram komust var sameiginleg umsókn Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar. Hin þrjú byggðalögin sem urðu fyrir valinu voru Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus sem sóttu um saman.
17.03.2003
Tilkynningar