Fara í efni

Fréttir

Kynningarfundur um polyolverksmiðju í dag

 Iðnaðarráðuneytið og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boða til kynningarfundar um polyolverksmiðju  á Húsavík og verður hann haldinn á Fosshótel Húsavík í dag, þriðjudag, kl. 1700. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, mun flytja ávarp.
29.04.2003
Tilkynningar

Götulýsingar við sveitabæi.

Á fundi sínum 22. apríl sl.. staðfesti bæjarstjórn Húsavíkur tillögu Framkvæmdanefndar að: Samþykkt um götulýsingu við heimreiðar að sveitabæjum í Húsavíkurbæ. Hér er um að ræða styrkveitingu til að koma upp götulýsingu á heimreiðum að sveitabæjum. Upphaf málsins er erindi frá Atla Vigfússyni á Laxamýri. Styrkur sem greiddur er til verksins er kr. 50.000 til að koma upp einum ljósastaur niður við veg. Auk þess er greitt ákveðið gjald fyrir rafstreng. Gert er ráð fyrir að bændum í bænum verði kynnt málið í sumar.
25.04.2003
Tilkynningar

Breytt tilhögun hafnarframkvæmda

Á dögunum samþykkti Hafnarnefnd breytta tilhögun framkvæmda við nýjan viðlegukant inna á Bökugarð. Skv. fyrri áætlunum var gert ráð fyrir 150 langri viðlegu með allt að 10 metra dýpi. Við nánari skoðun á náttúrulegum aðstæðum á svæðinu kemur í ljós að unnt er að ná allt að 12 metra dýpi við kantinn með dýpkunarframkvæmdum. Í grófum dráttum þýðir þetta að í ár verður dýpkað í 10 metra, eins og ráðgert var í upphafi, ásamt því að sprengja og efnisskipta í skurði fyrir þilið. Efni í stálþilið verður síðan boðið út undir lok árs. Næsta sumar verður þilið rekið niður, fyllt að því og kantbiti og pollar steyptir. 2005 verður framkvæmdum lokið með steyptri þekju, lögnum og lýsingu.
17.04.2003
Tilkynningar

Opnun tilboða í Hafnarveg frá Naustagili að Norðurgarði

Tilboð í verkið Hafnarvegur Húsavík (859), Norðausturvegur - Norðurgarður 03-029 voru opnuð 14.apríl.
16.04.2003
Tilkynningar

Mótun fjölskyldustefnu

Húsvíkingar taka virkan þátt í mótun fjölskyldustefnu sveitarfélagsins. Fyrstu handritsdrög send stofnunum, nefndum og sviðsstjórum til frekari vinnslu og yfirferðar.
16.04.2003
Tilkynningar

Nýr vefur Húsavíkurbæjar

Nýr vefur Húsavíkurbæjar var opnaður með formlegum hætti þann 2.apríl s.l. að viðstöddum starfsmönnum og gestum.
04.04.2003
Tilkynningar

Ávarp bæjarstjóra

Kæri lesandi! Mér er það mikil ánægja að geta boðið þig velkominn á nýja heimasíðu Húsavíkurbæjar. Hér er að finna helstu upplýsingar um uppbyggingu stjórnkerfis sveitarfélagsins ásamt samþykktum, reglugerðum, gjaldskrám og öðru sem að starfsemi sveitarfélagsins lýtur. Fundargerðir birtast hér jafnóðum ásamt tilkynningum og fréttum af starfsemi sveitarfélagsins. Þá eru upplýsingar um kjörna fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum og einnig um starfsmenn sveitarfélagsins. Allt er þetta hugsað til að auðvelda aðgengi íbúa og annarra að þeim aðilum sem þeir þurfa að eiga samskipti við.
02.04.2003
Tilkynningar

Auglýst hefur verið eftir tilboðum

Vegagerðin á Norðurlandi eystra og Húsavíkurbær hafa auglýst eftir tilboðum í veginn fyrir neðan "Bakkann", frá Naustagili og norður að Kísilskemmu.
02.04.2003
Tilkynningar

Þingeysk sveitarfélög urðu fyrir valinu

Í dag voru niðurstöður forvals í samkeppni um "Rafrænt samfélag" tilkynntar. Alls bárust Byggðastofnun 13 umsóknir í forvali samkeppninnar og valdi nefnd skipuð af iðnaðarráðherra verkefni fjögurra byggðarlaga til áframhaldandi þátttöku í samkeppninni. Ein af þeim fjórum umsóknum sem áfram komust var sameiginleg umsókn Aðaldælahrepps, Húsavíkurbæjar og Þingeyjarsveitar. Hin þrjú byggðalögin sem urðu fyrir valinu voru Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus sem sóttu um saman.
17.03.2003
Tilkynningar