Á dögunum samþykkti Hafnarnefnd breytta tilhögun framkvæmda við nýjan viðlegukant inna á Bökugarð. Skv. fyrri áætlunum var
gert ráð fyrir 150 langri viðlegu með allt að 10 metra dýpi. Við nánari skoðun á náttúrulegum aðstæðum á
svæðinu kemur í ljós að unnt er að ná allt að 12 metra dýpi við kantinn með dýpkunarframkvæmdum. Í grófum
dráttum þýðir þetta að í ár verður dýpkað í 10 metra, eins og ráðgert var í upphafi, ásamt
því að sprengja og efnisskipta í skurði fyrir þilið. Efni í stálþilið verður síðan boðið út undir lok
árs. Næsta sumar verður þilið rekið niður, fyllt að því og kantbiti og pollar steyptir. 2005 verður framkvæmdum lokið með
steyptri þekju, lögnum og lýsingu.