Fara í efni

Fréttir

Tilboð í dýpkun þriggja hafna opnuð

Fimmtudaginn 31. júlí 2003 voru opnuð hjá Siglingastofnun tilboð í dýpkun Húsavíkurhafnar, Grímseyjarhafnar og Flateyjarhafnar.  2 tilboð bárust í verkið. Sæþór ehf        kr. 65.424.000 –          107,4% Ístak hf.            kr. 75.721.061 –          124,3% Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar hljóðaði upp á kr. 60.903.800 –
01.08.2003
Tilkynningar

Bæjarráð ályktar vegna hugsanlegra hvalveiða við Ísland

“Bæjarráð Húsavíkurbæjar beinir þeim eindregnu tilmælum til sjávarútvegsráðherra og stjórnvalda að ekki verði hafnar veiðar á hvölum í nágrenni við hvalaskoðunarsvæðin hér fyrir Norðausturlandi. Bæjarráðið skorar á ráðuneytið að hafa fullt samráð við ferðaþjónustuaðila og samtök þeirra áður en ákvörðun um hugsanlegar hvalveiðar verður tekin. Bæjarráð leggur jafnframt mikla áherslu á þá staðreynd að hvalaskoðun er orðin ein vinsælasta afþreying ferðamanna hér á landi og að greinin er að skapa fjölmörgum fyrirtækjum og þjóðarbúinu verulegar tekjur og landinu afar jákvæða ímynd.”
28.07.2003
Tilkynningar

Mærudagar 2003

Dagana 8. til 10. ágúst næstkomandi verða Mærudagar haldnir á Húsavík. Dagskráin verður auglýst þegar nær dregur m.a. í Skránni. Nýjasti viðburðurinn á Mærudögum verður Íslandsmót í Sandspyrnu. Sandspyrna er knattspyrna í sandi og verður völlur útbúinn fyrir þetta tækifæri í fjörunni við hliðina á uppfyllingunni. Þetta mun verða í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið á Íslandi. Markaðsráð Húsavíkur og nágrennis sér um undirbúning Mærudaga 2003. Túpílakar á Mærudögum 2001
17.07.2003
Tilkynningar

Ný hafnalög og gjaldskrá fyrir hafnir

  Ný hafnalög taka gildi 1. júlí n.k. og hefur samgönguráðherra gefið út nýja gjaldskrá skv. bráðbirgðaákvæði þeirra sem gildir frá 1. júlí n.k. Gjaldskrána er að finna undir “Upplýsingar / Gjaldskrár” hér á síðunni.
19.06.2003
Tilkynningar

Eftirspurn eftir vinnuafli

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra á Húsavík vantar fólk til sumarafleysinga í ýmis störf á svæðinu. Áhugasömum er bent á síma Svæðisvinnumiðlunarinnar 464 1111. Þessi eftirspurn hefur þegar haft áhrif á þau atvinnuátaksverkefni sem Húsavíkurbær hefur ákveðið að standa að í sumar.
12.06.2003
Tilkynningar

Hækkun húsnæðislána Íbúðalánasjóðs í 90%

Á fundi bæjarráðs Húsavíkurbæjar 5. júní s.l. var samþykkt eftirfarandi bókun sem hér með er komið á framfæri: "Bæjarráð Húsavíkurbæjar lýsir yfir stuðningi við framkomnar hugmyndir um hækkun húsnæðislána Íbúðalánasjóðs í 90%"
11.06.2003
Tilkynningar

Framtíðarsýn fyrir stjórnsýslu og þjónustu Húsavíkurbæjar 2003-2007

Á fundi bæjarráðs þann 14.maí s.l. var samþykkt Framtíðarsýn fyrir stjórnsýslu og þjónustu Húsavíkurbæjar 2003 - 2007. Um er að ræða fyrri hluta í vinnu vegna endurskoðunar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins en stefnumótunin var m.a. unnin af sameiginlegum hópi starfsmanna og bæjarfulltrúa fyrr á þessu ári.
04.06.2003
Tilkynningar

Endurnýjun ráðningarsamnings við Reinhard Reynisson bæjarstjóra

  Bæjarstjórn hefur endurnýjað ráðningarsamning við Reinhard Reynisson bæjarstjóra og gildir nýr samningur út núverandi kjörtímabil bæjarstjórnar. Á samningnum, sem  byggir á eldri ráðningarsamningum við bæjarstjóra á Húsavík, eru gerðar ákveðnar breytingar. Laun bæjarstjóra skv. hinum nýja samningi hækka úr kr. 495 þús. í 595 þús. eða um 20% og eru eftir þá breytingu, sem gildir frá 1. jan. 2003, sambærileg því sem gerist hjá sveitarfélögum af þessari stærð. Á ráðningartímanum taka launin breytingum skv. launavísitölu sem gefin er út af Hagstofu Íslands, en í eldri samningi tóku þau breytingum skv. launatöflu Starfsmannafélags Húsavíkurbæjar. Biðlaunaréttur er sex mánuðir, eins og almennt gerist í sambærilegum samningum, í stað þriggja í eldri samningi. Þá fellur niður greiðsla vegna heimasíma bæjarstjóra. Að öðru leyti er nýr samningur efnislega samhljóða þeim ráðningarsamningum sem gerðir hafa verið við bæjarstjóra hér á Húsavík a.m.k. allt frá 1990.
23.05.2003
Tilkynningar

Rekstur bæjarins jákvæður um rúmar 207 milljónir

  Ársreikningar Húsavíkurbæjar fyrir 2002 verða teknir til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, en gert er ráð fyrir að síðari umræða fari fram n.k. þriðjudag, 27. maí. Heildartekjur bæjarfélagsins, þ.e. sveitarsjóðs og fyrirtækja hans voru kr. 1.141.601 þús. og rekstrargjöld án fjármagnsliða kr. 980.492 þús. Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða var því jákvæð um kr. 161.109 þús. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um kr. 45.943 þús. Rektrarniðurstaða ársins var því jákvæð um kr. 207.052 þús. en áætlanir höfðu gert ráð fyrir smávægilegum halla á rekstrinum.
20.05.2003
Tilkynningar

Góðir gestir í heimsókn.

Á dögunum heimsóttu stjórnendur flugvallarins í Álaborg okkur heim, en eins og kunnugt er þá er Álaborg vinabær okkar. Formaður stjórnarinnar er Henning G. Jensen borgarstjóri þar. Stjórnin var í kynnisferð á Íslandi og að mati stjónarformannsins var ófært annað en að heimsækja “vores venner i Húsavík” eins og hann orðaði það. Hópurinn danski, sem heimsótti Húsavík á dögunum.
12.05.2003
Tilkynningar

Ruslið burt úr bænum.

Margar hendur vinna létt verk. Þetta sannaðist heldur betur í gærmorgun þegar nokkrir starfsmenn Stjórnsýsluhússins tóku sig til og hreisuðu upp rusl við vinnustaðinn sinn. Þeir vija hvetja alla bæjarbúa til að fylgja þeirra fordæmi. Allt rusl vetrarins hyrfi fljótt og vel úr bænum, að minnsta kosti við vinnustaði og hús bæjarbúa.
08.05.2003
Tilkynningar

Vortónleikar Tónlistarskóla Húsavíkur

Nú er komið að hinum árvissu vortónleikum Tónlistarskóla Húsavíkur. Þetta er uppskeruhátíð nemenda og kennara skólans og verða tónleikarnir að þessu sinni tíu talsins og þeir fyrstu haldnir föstudaginn 9. maí n.k.
07.05.2003
Tilkynningar