Bæjarstjórn hefur endurnýjað ráðningarsamning við Reinhard Reynisson bæjarstjóra og gildir nýr samningur út
núverandi kjörtímabil bæjarstjórnar. Á samningnum, sem byggir á eldri ráðningarsamningum við bæjarstjóra á
Húsavík, eru gerðar ákveðnar breytingar.
Laun bæjarstjóra skv. hinum nýja samningi hækka úr kr. 495 þús. í 595 þús. eða um 20% og eru eftir þá breytingu, sem
gildir frá 1. jan. 2003, sambærileg því sem gerist hjá sveitarfélögum af þessari stærð. Á ráðningartímanum taka
launin breytingum skv. launavísitölu sem gefin er út af Hagstofu Íslands, en í eldri samningi tóku þau breytingum skv. launatöflu
Starfsmannafélags Húsavíkurbæjar. Biðlaunaréttur er sex mánuðir, eins og almennt gerist í sambærilegum samningum, í stað
þriggja í eldri samningi. Þá fellur niður greiðsla vegna heimasíma bæjarstjóra. Að öðru leyti er nýr samningur efnislega
samhljóða þeim ráðningarsamningum sem gerðir hafa verið við bæjarstjóra hér á Húsavík a.m.k. allt frá 1990.