Fara í efni

Fréttir

Gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingarleyfis,- og þjónustugjöld í Norðuþingi

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 13. febrúar nýja samþykkt um gatnagerðargjöld, stofngjöld fráveitu, byggingarleyfisgjöld og þjónustugjöld fyrir Norðurþing. Gjaldskráin er birt hér á heimasíðu undir "Gjaldskrár". Gjaldskráin er að stofni til samhljóða fyrri samþykkt Húsavíkurbæjar, en hækkun gatnagerðargjalda og stofngjalds holræsa umfram vísitölu er um10%. Byggingarleyfisgjöld hækka ekki umfram vísitölu.
15.02.2007
Tilkynningar

Skipulags- og byggingarnefnd

Fundur verður í skipulags- og byggingarnefnd þriðjudaginn 20. febrúar nk. Erindi fyrir fund þurfa að berast fyrir lokun skrifstofu Norðurþings föstudaginn 16. febrúar.  
13.02.2007
Tilkynningar

Frá Þekkingarsetri Þingeyinga

Málþing um þjóðgarð og samfélag Þekkingarsetrið stendur ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga fyrir málþingi um þjóðgarð og samfélag í Skúlagarði, Kelduhverfi, miðvikudaginn 14. febrúar næstkomandi.  
09.02.2007
Tilkynningar
keppendurnir frá Beislinnu

Söngvakeppni félagsmiðstöðva

 Undankeppni fyrir Söngkeppni Samfés var haldin á Sauðárkróki sl. föstudagskvöld 2. febrúar. Keppendur og áhorfendur frá félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins fóru og tóku þátt. Farið var á tveimur rútum, samtals um 90 manns. Keppendur okkar stóðu sig með sóma og áttu öll skilið að fá viðurkenningu fyrir framlag sitt  
06.02.2007
Tilkynningar
Nýr bátur í höfn

Nýr bátur í höfn

Fyrirtækið Axarskaft ehf kom með sinn annan bát sem það hefur í rekstri hingað til Kópaskers í dag.  Báturinn er af Kleópötugerð og er um 14 tonn.  Áður hafði komið um 7 tonna bátur fyrir nokkrum mánuðum.   Báðir eru bátarnir á línuveiðum, sá stærri er með beitningarvél um borð en fyrir þann minni er beitt í landi.  Allur afli af þessum bátum verður að minnsta kosti slægður á Kópaskeri.
01.02.2007
Tilkynningar
Gönguskiðabrautir í Ásbyrgi

Gönguskiðabrautir í Ásbyrgi

Núna um helgina verða lagðar skíðagöngubrautir í Ásbyrgi.  Lagðir verða tveir hringir ca. 8 km og  ca. 2 km.  Brautirnar hefjast við Gljúfrastofu. Stefnt er að því að leggja þessar brautir allar helgar í vetur eða eins lengi og snjóalög leyfa. Núna í byrjun febrúar mun þjóðgarðurinn í samstarfi við Skíðasamband Íslands bjóða upp á skíðagöngukennslu, allur búnaður lánaður án endurgjalds. Nánar auglýst þegar nær dregur.
25.01.2007
Tilkynningar
Borgarhólsskóli

Vefir Borgarhólsskóla

Vefurinn menntagatt.is er með umfjöllun um vefi Borgarhólsskóla.  Menntagátt er vefur sem fjallar um menntamál og er á ábyrgð Menntamálaráðuneytisins.  Hér má sjá umfjöllunina:  Það er greinilegt að mikil gróska er í vefsíðugerð og notkun Netsins í Borgarhólsskóla á Húsavík. Fyrir utan nýlegan vef skólans eru ýmsir áhugaverðir sérvefir, s.s. fuglavefur, jólavefur og náttúrufræðivefur. Síðastnefndi vefurinn inniheldur mikið af myndefni, m.a. upptökur úr tímum - mjög flott og áhugavert! 
13.12.2006
Tilkynningar
Áramótabrenna

Áramótabrenna á Húsavík

ÁRAMÓTABRENNA og FLUGELDASÝNING 2006- 2007 Kveikt verður í brennunni klukkan 20:30 og verður brennan staðsett við skeiðvöllinn. Flugeldasýningin á Bökugarðinum hefst klukkan 21:00.    Athugið breytt fyrirkomulag.                          Forstöðumaður íþróttamannvirkja og félagsstarfs.
11.12.2006
Tilkynningar
Menningardagur á Kópaskeri

Menningardagur

Menningardagur á Kópaskeri var haldin í gær.  Margt athyglisvert var að sjá.  Nokkrir aðilar komu með söfn sín og mátti þar sjá pennasöfn, könnusafn, fílasafn, uglusafn, hluta úr frímerkjasafni og fleira.  Kórinn söng nokkur lög, nemendur tónlistarskólans spiluðu og söguð menn frá ýmsum hugmyndum til framfara fyrir samfélagið. Nemendur 9. og 10. bekkjar Öxarfjarðarskóla voru með kökusölu, seldu jólakort sem nemendur hönnuðu og seldu kaffi og léttar veitingar til styrktar skólaferð til Kaupmannahafnar næsta vor.
03.12.2006
Tilkynningar
Bergur Elías Sveitastjóri að flytja stutt ávarp

Ljósin tendruð á jólatrénu á Húsavík

Ljósin voru tendruð á jólatrénu á Húsavík nú undir kvöld og var fjölmenni viðstatt enda milt veður í bænum. Meðal þeirra sem létu sjá sig voru nokkrir jólasveinar sem komu ofan úr Dimmuborgum í Mývatnssveit til að syngja og dansa í kringum jólatréð með börnunum.  
01.12.2006
Tilkynningar
Kópasker

Markaðs- og menningardagur Kópaskeri

Laugardaginn 2. desember næstkomandi verður markaðs- og menningardagur í íþróttahúsinu á Kópaskeri. Húsið opnar kl. 13:00 og hálftíma síðar eða kl. 13:30 verður dagurinn settur og Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri ávarpar gesti. Þess ber að geta að húsið opnar kl. 11:00 fyrir þátttakendur.
01.12.2006
Tilkynningar
Sigurliðið

Borgarhólsskóli sigraði

Framhaldsskólinn á Húsavík stóð fyrir fyrstu spurningakeppni grunnskólanna í Suður Þingeyjarsýslu s.l. föstudag. Borgarhólsskóli sendi tvö blönduð lið nemenda úr 8., 9. og 10. bekk. Lið A var skipað þeim Brynjari úr 8. bekk, Anítu úr 9. bekk og Sigga Hreiðars. úr 10. bekk. Lið B var skipað þeim Hlöðveri úr 8. bekk, Davíð Helga úr 9. bekk og Ármanni úr 10. bekk. Liðin drógust hvort gegn öðru í fyrstu umferð og bar lið B sigur úr býtum og lið A var því úr leik. Lið B sigraði næst lið Öxarfjarðarskóla og var þar með komið í úrslit keppninnar. Þar mættu Húsvíkingarnir Mývetningum og höfðu betur, 16-14. Hlaut skólinn að launum veglegan farandbikar auk þess sem keppendur fengu að gjöf nýja útgáfu Trivial Pursuit spurningaspilsins. J.H.
29.11.2006
Tilkynningar