Fara í efni

Fréttir

Rannveig afhendir Huld skólastjóra vélarnar

Öxarfjarðarskóli fær nýjar tölvur

Á fimmtudaginn í síðustu viku mætti Rannveig Snót, frá Fjöllum í Kelduhverfi, með góðar gjafir til skólans. Það voru fjórar notaðar tölvur með skjám og öllum fylgihlutum. Heilbrigðisstofnun var að skipta út vélum hjá sér og bauð þær notuðu á góðu verði. Rannveig og Óli ákváðu að nota tækifærið og skipta sinni gömlu út. Þeim datt í hug að skólanum gætu nýst svona vélar, en um er að ræða pakka frá Hewlett-Packard sem samanstendur af tölvu, 17" flatskjá, bleksprautuprentara, lylkaborði og mús.
07.05.2007
Tilkynningar
Vorsýning Í Bjarnhúsi

Vorsýning Í Bjarnhúsi

Þann 11. maí verður opið hús og sýning á listaverkum barnanna í Bjarnahúsi. Sýningin er opin frá kl. 10.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00. Uppákomur verða kl. 11.00 og 13.30. Allir hjartanlega velkomnir. Börn og kennarar í Bjarnahúsi.
04.05.2007
Tilkynningar
Útskriftarhópurinn

Skólaliðar útskrifast

Í vetur hafa flestir skólaliðarnir sem starfa í Borgarhólsskóla setið á skólabekk. Hluti þeirra hefur stundað skólaliðanám við Framhaldsskólann á Húsavík og hluti hefur stundað sitt nám, Grunnnám fyrir skólaliða, hjá Þekkingarsetri Þingeyinga. Alls voru 17 skólaliðar sem tóku þátt í náminu á Þekkingarsetrinu þar af voru 7 frá Borgarhólsskóla. Hópnum var kennt á þremur stöðum í einu, á Húsavík, á Laugum og í Mývatnssveit og var notast við fjarfundabúnað til að koma fróðleiknum til skila á alla staði.
03.05.2007
Tilkynningar
Þéttskipað í Íþóttahöllinni á Húsavík

Ríflega 700 hátíðargestir 1. maí

Íþróttahöllin á Húsavík var þétt setin 1. maí þegar ríflega 700 hátíðargestir mættu til að fagna degi verkalýðsins 1. maí. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda tókst öllum að finna sér sæti til að njóta skemmtiatriðanna. Hátíðardagskráin var þétt skipuð af úrvalsatriðum. Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis flutti ávarp við setningu hátíðarinnar og Steini Hall flutti síðan Internationalinn í tilefni dagsins.
03.05.2007
Tilkynningar
Bergur Elías Ágústsson og Magnús Stefánsson undirrita samninginn

Bætt þjónusta við fatlaða - ný búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í Þingeyjarsýslum

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri undirrituðu þann 30. apríl síðast liðinn, þjónustusamning um málefni fatlaðra og samkomulag um ný búsetuúrræði og eflingu dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk í Þingeyjarsýslum. Með endurnýjun samningsins um málefni fatlaðra heldur Norðurþing áfram að veita fötluðum börnum og fullorðnum í Þingeyjarsýslum þá þjónustu sem er á vegum ríkisins samkvæmt lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992. Samningurinn er til þriggja ára og samningsfjárhæð er liðlega 280 milljónir króna.
02.05.2007
Tilkynningar
Húsavík

FRÉTTATILKYNNING

Fjölbreytileikinn má ekki tapast Skipulagsmál á miðbæjar- og hafnarsvæði til skoðunar Sveitarstjórn Norðurþings fékk ráðgjafarfyrirtækið Alta til að greina stöðu og möguleika í skipulagi miðbæjar- og hafnarsvæðis á Húsavík og hófst sú vinna fyrr í mánuðinum.  Fyrsta skrefið fólst í fundum með ýmsum hagsmunaaðilum á svæðinu.  Fundað hefur verið með fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja, flutninga- og fiskvinnslufyrirtækjum, smábátasjómönnum, björgunarsveit og þjónustufyrirtækjum á miðbæjarsvæði næst hafnarsvæðinu, auk fundar með fulltrúum í hafnarstjórn, skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og tækniráði Norðurþings. Smella hér til að sjá tilkynninguna í heild sinni
02.05.2007
Tilkynningar
Akurinn herfaður

Kornsáning í Kelduhverfi

Í Kelduhverfi hefur verið stunduð kornrækt í nokkur ár.  Ekki er ræktunin í mjög stórum stíl en þó hafa þeir sem hana stundað hvorki fengið of litla né of mikla uppskeru.  Fimmtudaginn 26. apríl var svo sáð í akurinn, er hann um 2 hektarar og staðsettur á flötunum við Fjöll.  Í þetta sinnið var gerð tilraun með að nota dreifsáningu með kastdreifara í stað raðsáningar með sáningarvél Landgræðslunnar. Verður spennandi að sjá hvort einhver munur verður á árangri nú og á fyrri árum.  Allavega fer þetta vel af stað, rigningarskúri gerði sama dag rétt eins og pantað var.
01.05.2007
Tilkynningar
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga endurútgefur ferðaþjónustubækling um Þingeyjarsýslur! Í fyrra gaf Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga út veglegan 40 síðna ferðaþjónustubækling um Þingeyjarsýslur á ensku og íslensku í 20.000 eintökum.  Nú er svo komið að það upplag er að verða búið og hefur því verið tekin ákvörðun um að endurútgefa bæklinginn.   Á næstu dögum munu starfsmenn félagsins hafa samband við þá aðila sem voru með skráningu í bæklingnum og óska eftir áframhaldandi skráningu.
30.04.2007
Tilkynningar
Undirritun menningarsamnings

Menningarsamningur við samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Í dag, 27. apríl 2007, var á Húsavík undirritaður samningur um samstarf menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis við 16 sveitarfélög á Norðurlandi eystra um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn f.h. ríkisins en Björn Ingimarsson, formaður sveitarfélaganna í Eyþingi, undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna. Er þetta í fyrsta sinn sem gengið er til slíks samstarfs við Norðurland eystra en áður hefur verið gengið til samstarfs við Austurland árið 2001 og Vesturland árið 2005 með sambærilegum hætti.  
27.04.2007
Tilkynningar
Sorpmóttökustöð við Víðimóa á Húsavík

Rætt um samstarf um endurvinnslu og nýtingu úrgangs

Á síðasta fundi stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga var ákveðið að fela stjórnarformanni, Jóni Helga Björnssyni  að skoða möguleika á samstarfi við Eyfirðinga um aukna endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs. Hér er mjög áhugavert málefni á ferð sem að viðkemur öllum íbúum og umhverfi sveitarfélagsins.  Það er von að um þetta hljótist gott samstarf, enda er það liður í umhverfisstefnu sveitarfélagsins að koma þessum málum í góðan farveg.
27.04.2007
Tilkynningar
Skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskip til Húsavíkur í sumar

Í sumar eru fyrirhugaðar 5 komur skemmtiferðaskipa til Húsavíkur. 8. og 18. júní kemur skipið National Geographic Endeavour sem er 89 metra langt og tekur 110 farþega.  Í áhöfn eru 65 manns. Endeavour mun dvelja stutt við og er í höfn þann 8. júní frá kl. 7:00 til 10:00 og þann 18. júní frá kl. 16:00 til 18:00
27.04.2007
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Gjaldfrítt í sund fyrir 16 ára og yngri.

Á  fundi fjölskyldu- og þjónusturáðs Norðurþings þann 25. apríl 2007 var samþykkt að gjaldfrítt verði í sundlaugar sveitarfélagsins á Húsavík og Raufarhöfn, fyrir 16 ára og yngri. Hingað til hefur einungis verið gjaldfrítt fyrir íbúa sveitarfélagsins 16 ára og yngri en hér með verður gjaldfrítt fyrir alla einstaklinga á þeim aldri.  
27.04.2007
Tilkynningar