Öxarfjarðarskóli fær nýjar tölvur
Á fimmtudaginn í síðustu viku mætti Rannveig Snót, frá Fjöllum í Kelduhverfi, með góðar gjafir til skólans.
Það voru fjórar notaðar tölvur með skjám og öllum fylgihlutum.
Heilbrigðisstofnun var að skipta út vélum hjá sér og bauð þær notuðu á góðu verði. Rannveig og Óli
ákváðu að nota tækifærið og skipta sinni gömlu út. Þeim datt í hug að skólanum gætu nýst svona vélar, en
um er að ræða pakka frá Hewlett-Packard sem samanstendur af tölvu, 17" flatskjá, bleksprautuprentara, lylkaborði og mús.
07.05.2007
Tilkynningar