Fara í efni

Fréttir

Jarðskjálftasetur á Kópaskeri

Jarðskjálftasetur á Kópaskeri

Undirbúningshópur heimamanna auk aðila frá þekkingarsetri Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga hafa undanfarið unnið að stofnun Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. Óli Halldórsson frá Þekkingarsetrinu mætti í útvarpsviðtal á dögunum, þar sem hann ræddi þetta mál. Hægt er að heyra viðtalið við hann með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Útvarpsviðtalið við Óla
09.11.2007
Tilkynningar
Páll Ólafsson, félagsráðgjafi

Uppbyggingarstefnan!

Páll Ólafsson félagsráðgjafi flutti erindi fyrir foreldra barna í Borgarhólsskóla.  Fjölskylduþjónusta Þingeyinga og foreldrafélag Borgarhólsskóla stóð fyrir fyrirlestrinum sem fór fram í Miðhvammi mánudaginn 29. október síðastliðinn.  Í erindi sínu fjallaði Páll um Uppbygginastefnuna og fór yfir 10 ráð til foreldra í anda Uppbyggingarstefnunnar. 
06.11.2007
Tilkynningar
Íþróttahöllin og Framhaldsskólinn á Húsavík

Ný ungmennaaðstaða á Húsavík

Laugardaginn 29. september opnaði nýja ungmennaaðstaðan formlega í íþróttahöllinni.  Boðið var upp á dýrindisköku frá Heimabakaríi. Ungmennaaðstaðan er ætluð öllu ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára. Umsjónarmenn hennar eru Kristjana María Kristjánsdóttir og Sigríður Hauksdóttir.
06.11.2007
Tilkynningar
Merki Norðurþings

Norðurþing merkt

Nýlega lauk Vegagerðin uppsetningu merkja við vegi á mörkum Norðurþings og nágrannasveitarfélaganna. Verkið var unnið fyrir Norðurþing samkvæmt samningi sem gerður var í sumar og eru skiltin alls níu.  Hugmyndin er að halda verkefninu áfram á næsta ári og huga þá að merkingum innan sveitarfélagsins. Meðfylgjandi er mynd, tekin í dag 5. nóv., á mörkum Norðurþings og Tjörneshrepps við Reyðará.
05.11.2007
Tilkynningar
Gleymdir þú að borga? - breytingar á innheimtufyrirkomulagi Norðurþings

Gleymdir þú að borga? - breytingar á innheimtufyrirkomulagi Norðurþings

Við viljum kynna breytingar á innheimtufyrirkomulagi Norðurþings sem tekið hefur verið upp í samstarfi við Intrum á Íslandi um innheimtu vanskilakrafna. Norðurþing hefur að undanförnu unnið að hagræðingu við innheimtur og eru þessar breytingar þáttur í þeim aðgerðum. Með samstarfinu við Intrum er markmiðið að halda kostnaði vegna innheimtuaðgerða í lágmarki, til að tryggja hagkvæmni í rekstri. Því mun framvegis bætast á vanskilaskuldir minni háttar ítrekunargjald í samræmi við upphæð skuldarinnar til að mæta þeim kostnaði sem verður af innheimtunni.
01.11.2007
Tilkynningar
Milljón heimsóknir

Milljón heimsóknir

Nú hefur vefsíða Norðurþings, www.nordurthing.is, fengið milljón heimsóknir frá því að hún var fyrst sett í loftið í júní 2006.  Vefsíðan er fyrst og fremst hugsuð sem frétta- og upplýsingaveita fyrir íbúa Norðurþings og er stöðugt leitast við að auka þá þjónustu.  Ánægjulegt er að sjá að aukning á fjölda gesta hefur verið stöðug frá upphafi.
30.10.2007
Tilkynningar
\

\"Betri grunnur, bjartari framtíð\"

Unnið hefur verið að rannsóknar- og þróunarverkefninu "Betri grunnur, bjartari framtíð" á leikskólunum á Húsavík.  Verkefnið fjallar um áhrif markvissrar hreyfiþjálfunar á unga aldri á þroska barna.  Hér er um áhugavert og spennandi verkefni að ræða og niðurstöður þess sýna afar jákvæð áhrif markvissrar hreyfiþjálfunar á þroska barna.
30.10.2007
Tilkynningar
Bundið slitlag frá Húsavík til Kópaskers

Bundið slitlag frá Húsavík til Kópaskers

Í tilefni þeirra tímamóta að bundið slitlag hefur verið lagt til Kópaskers býður sveitarfélagið Norðurþing íbúum svæðisins ásamt verktökum að koma saman næstkomandi laugardag þann 20. október. Stutt athöfn hefst við Brekkuhamarinn klukkan 14:00.
19.10.2007
Tilkynningar
Jónasarvaka í íþróttahöllinni á Húsavík 16. nóvember kl. 11:00.

Jónasarvaka í íþróttahöllinni á Húsavík 16. nóvember kl. 11:00.

Í tilefni þess að 16 nóvember n.k. eru 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar efna skólarnir á Húsavík til sameiginlegrar dagskrár í íþróttahöllinni á Húsavík þann dag. Um leið verður fullveldis Íslands minnst, hefðbundin fullveldissamkoma verður því ekki 1. desember. Það er von skólafólks að þessi tilhögun mælist vel fyrir.  
16.10.2007
Tilkynningar
Mynd: Jón Ármann

Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Útgarðs 4

Sveitarstjórn Norðurþings hefur ákveðið að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar Útgarðs 4 á Húsavík.  Lóðin afmarkast af Auðbrekku, Pálsgarði og Útgarði í austri, suðri og norðri.  Vesturmörk lóðarinnar liggja um miðjan götureit sem afmarkast af ofangreindum götum og Ketilsbraut.  Lóðin er um 3.800 m2 að flatarmáli.
12.10.2007
Tilkynningar
Kynning tillögu að svæðisskipulagi

Kynning tillögu að svæðisskipulagi

Samvinnunefnd Aðaldælahrepps, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Skipulagsstofnunar um svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum kynnti Þriðjudaginn 9. október s.l. tillögu sína að svæðisskipulagi fyrir háhitasvæði í Þingeyjarsýslum á almennum kynningarfundi að Breiðumýri.  Frummælendur  voru Gaukur Hjartarson, formaður nefndarinnar auk ráðgjafanna Þorkels Lindbergs Þórarinssonar, Jónu Bjarnadóttur og Árna Ólafssonar. 
11.10.2007
Tilkynningar
Frá hrútadegi

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

Hrútadagurinn á Raufarhöfn verður nú haldinn í þriðja sinn laugardaginn 6. október næstkomandi í Faxahöllinni á Raufarhöfn. Þar verða til sölu hrútar frá um 20 bæjum úr Öxarfirði, Sléttu, Þistilfirði og Langanesi. Um er að ræða 300 Norður-Þingeysk vöðvabúnt, en yfirdýralæknisembættið hefur gefið út 156 leyfi af þessu svæði. Salan hefst kl. 12:00. Yfir daginn verða ullarvörur af svæðinu til sýnis og sölu ásamt öðrum hagnýtum vörum fyrir sauðfjárrækt. Einnig er fyrirhuguð Íslandsmeistarakeppni í kjötsúpugerð. Um kvöldið verður hagyrðingakeppni og dansleikur á Hóteli Norðurljósum. Hrútadagurinn hefur mælst afar vel fyrir meðal fólks sem hefur sótt hann.  
28.09.2007
Tilkynningar