Fara í efni

Fréttir

Jónasarvaka í íþróttahöllinni á Húsavík 16. nóvember kl. 11:00.

Jónasarvaka í íþróttahöllinni á Húsavík 16. nóvember kl. 11:00.

Í tilefni þess að 16 nóvember n.k. eru 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar efna skólarnir á Húsavík til sameiginlegrar dagskrár í íþróttahöllinni á Húsavík þann dag. Um leið verður fullveldis Íslands minnst, hefðbundin fullveldissamkoma verður því ekki 1. desember. Það er von skólafólks að þessi tilhögun mælist vel fyrir.  
16.10.2007
Tilkynningar
Mynd: Jón Ármann

Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Útgarðs 4

Sveitarstjórn Norðurþings hefur ákveðið að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar Útgarðs 4 á Húsavík.  Lóðin afmarkast af Auðbrekku, Pálsgarði og Útgarði í austri, suðri og norðri.  Vesturmörk lóðarinnar liggja um miðjan götureit sem afmarkast af ofangreindum götum og Ketilsbraut.  Lóðin er um 3.800 m2 að flatarmáli.
12.10.2007
Tilkynningar
Kynning tillögu að svæðisskipulagi

Kynning tillögu að svæðisskipulagi

Samvinnunefnd Aðaldælahrepps, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Skipulagsstofnunar um svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum kynnti Þriðjudaginn 9. október s.l. tillögu sína að svæðisskipulagi fyrir háhitasvæði í Þingeyjarsýslum á almennum kynningarfundi að Breiðumýri.  Frummælendur  voru Gaukur Hjartarson, formaður nefndarinnar auk ráðgjafanna Þorkels Lindbergs Þórarinssonar, Jónu Bjarnadóttur og Árna Ólafssonar. 
11.10.2007
Tilkynningar
Frá hrútadegi

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

Hrútadagurinn á Raufarhöfn verður nú haldinn í þriðja sinn laugardaginn 6. október næstkomandi í Faxahöllinni á Raufarhöfn. Þar verða til sölu hrútar frá um 20 bæjum úr Öxarfirði, Sléttu, Þistilfirði og Langanesi. Um er að ræða 300 Norður-Þingeysk vöðvabúnt, en yfirdýralæknisembættið hefur gefið út 156 leyfi af þessu svæði. Salan hefst kl. 12:00. Yfir daginn verða ullarvörur af svæðinu til sýnis og sölu ásamt öðrum hagnýtum vörum fyrir sauðfjárrækt. Einnig er fyrirhuguð Íslandsmeistarakeppni í kjötsúpugerð. Um kvöldið verður hagyrðingakeppni og dansleikur á Hóteli Norðurljósum. Hrútadagurinn hefur mælst afar vel fyrir meðal fólks sem hefur sótt hann.  
28.09.2007
Tilkynningar
Boranir Þeistareykjum

Boranir Þeistareykjum

Boranir ganga vel á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum og eru fjögur borverk á fjórum mismunandi stöðum í gangi þessa dagana. Samtals starfa um 50 manns við þessar boranir og má því segja að mikið sé um að vera við undirbúning aflvers á Húsavík. Fulltrúar Alcoa eru nú staddir á Húsavík á einum af mörgum samráðsfundum sem haldnir eru vegna undirbúnings aflvers á Húsavík.
25.09.2007
Tilkynningar
Skólatöskudagar 2007

Iðjuþjálfar heimsækja grunnskólabörn og vigta skólatöskur

Iðjuþjálfafélag Íslands stendur fyrir Skólatöskudögum víðs vegar um landið dagana 24.-28. september sem bera yfirskriftina ,,Létta leiðin er rétta leiðin”. Skólatöskudagar eru haldnir af iðjuþjálfum um allan heim í september að bandarískri fyrirmynd. Um 50 íslenskir iðjuþjálfar auk iðjuþjálfanema við Háskólann á Akureyri, heimsækja um 40 grunnskóla víðsvegar um landið þessa daga. Þetta er annað árið sem félagið stendur fyrir þessum viðburði á landsvísu. Hér hjá okkur í Borgarhólsskóla tökum við tvær vikur í skólatöskudaga, það er 24. september til 3. október. Við Iris iðjuþjálfi og Rósa nemi munum fara í 5. 8. 9. og 10. bekki.
20.09.2007
Tilkynningar
Sveitarstjórnarfulltrúar á fundi 18. september síðastliðinn

Breytingar í sveitarstjorn Norðurþings

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Norðurþings baðst Tryggvi Jóhannsson, fulltrúi samfylkingar, lausnar frá störfum sem fulltrúi í sveitarstjórn svo og þeim nefndum sem hann hefur verið fulltrúi í. Í hans stað tekur sæti Kristbjörg Sigurðardóttir verslunarstjóri á Kópaskeri. Tryggvi hefur tekið við starfi framkvæmda- og þjónustufulltrúa hjá Norðurþingi og er hann starfsmaður Framkvæmda- og þjónustunefndar. Tryggvi hefur unnið sem kjörinn fulltrúi fyrir sveitarfélögin, Húsavíkurkaupstað, Húsavíkurbæ og nú síðast Norðurþing frá árinu 1994 og þakkaði sveitarstjórn honum vel unnin störf. Kristbjörg Sigurðardóttir var boðin velkomin til starfa.
19.09.2007
Tilkynningar
JARÐSKJÁLFTASETUR

JARÐSKJÁLFTASETUR

Þann 30. ágúst síðastliðinn kom saman áhugahópur um stofnun Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. Hugmyndin er enn í mótun en lagt upp með að útgangspunkturinn verði Kópaskersskjálftinn 1976 og smá saman verði dregið inn meira af atburðarásinni frá Kröflu og norður í Kelduhverfi frá 1975.
19.09.2007
Tilkynningar
Bergur Elías ásamt leikskólakrökkum

Leikskólinn Grænuvellir opnaður

Leikskólinn Grænuvellir var opnaður við hátíðlega athöfn laugardaginn 15. september. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri stýrði samkomunni og ávarpaði gesti. Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri opnaði leikskólann formlega með dyggri aðstoð elstu nemenda skólans. Að opnun lokinni blessaði séra Sighvatur Karlsson leikskólann, nemendur hans, starfsfólk og þá starfsemi sem þar fer fram.
18.09.2007
Tilkynningar
Frá Þeistareykjum

Tillaga að svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum

Samvinnunefnd um svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslu hefur ákveðið að auglýsa til almennrar kynningar tillögu sína að svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum sem liggja utan marka svæðisskipulags miðhálendis Íslands.    
18.09.2007
Tilkynningar
Leikskólinn Grænuvellir - opnunarhátíð

Leikskólinn Grænuvellir - opnunarhátíð

Laugardaginn 15. september kl. 10:00 verður leikskólinn Grænuvellir opnaður formlega í sal skólans.  
11.09.2007
Tilkynningar
„Þar sem hjartað slær\

„Þar sem hjartað slær\" - Skipulag miðbæjar- og hafnarsvæðis Húsavíkur

Nú í sumar kynnti ráðgjafafyrirtækið Alta greiningu sína á miðbæjar- og hafnarsvæði Húsavíkur fyrir sveitarstjórn og bæjarbúum.  Breytingar á starfsemi á hafnarsvæðinu hafa leitt til nánari tengsla milli miðbæjar og hafnar.  Áform um frekari uppbyggingu þar, ásamt áformum um álver við Bakka, munu að líkindum auka enn ásókn í lóðir á svæðinu.  Því var talið mikilvægt að skipulagsmál svæðisins væru skoðuð í heildarsamhengi og til langrar framtíðar.
05.09.2007
Tilkynningar