Fara í efni

Fréttir

Húsavík

Aðalskipulag Norðurþings

SKIPULAGSDAGUR Í NORÐURÞINGI - aðalskipulagsgerð - Íbúum Norðurþings er boðið til vinnustofu um skipulagsmál í Norðurþingi laugardaginn 19. apríl nk. í Skúlagarði kl. 10.30-15.00. Markmið vinnustofunnar er að afla upplýsinga um einkenni sveitarfélagsins og sýn íbúa, landeigenda og félagasamtaka á áherslur í dreifbýli. Skipulagsráðgjafar frá Alta munu stýra fundinum. Allir eru velkomnir. Félagasamtök, landeigendur og fasteignaeigendur í dreifbýli eru einkum hvattir til að nýta þetta tækifæri til að hafa áhrif á stefnu um þróun byggðar, umhverfismál og landnotkun. Takið daginn frá! Nánar auglýst í næstu viku.
09.04.2008
Tilkynningar
Skíðasvæðið í Skálamel

Fyrsta opnun vetrarins í Skálamel

Í gær, 1. apríl, var fyrsti opnunardagur vetrarins á skíðasvæði Húsvíkinga í Skálamel.  Aðstæður voru hinar ágætustu og skemmtu börnin sér konunglega fram á kvöld en opið var til klukkan 21:00.  Þónokkrir fullorðnir skíðamenn brugðu sér einnig á skíði og skemmtu sér ekki síður en ungviðið. Opnun skíðasvæðisins er sem hér segir á meðan að snjóalög leyfa: Opnunartími skíðasvæðisins í Skálamel
02.04.2008
Tilkynningar
Dagforeldranámskeið

Dagforeldranámskeið

Námskeið fyrir verðandi dagforeldra verður haldið á Akureyri og hefst það miðvikudaginn 16. apríl n.k.  Áætlað er að því ljúki 31. maí n.k. og mun Norðurþing taka þátt í að niðurgreiða kostnað vegna námskeiðsins. Hér má sjá nánari upplýsingar um námskeiðið Áhugasamir í Norðurþingi snúi sér til Erlu Sigurðardóttur menningar- og fræðslufulltrúa, í síma 464-6100 eða á netfangið erla@nordurthing.is, sem veitir allar frekari upplýsingar.
01.04.2008
Tilkynningar
Frá námskeiðinu

Skólastarfsfólk á námskeiði - ADHD samtökin

Fræðsla og námskeið um skólagöngu barna með athyglisbrest og ofvirkni var haldið á Akureyri dagana 13. og 14. mars síðastliðinn.  Námskeiðið er á vegum ADHD samtakanna og ætlað fyrir kennara og annað starfsfólk gunnskóla. Eftirfarandi skólar/aðilar tóku þátt í námskeiðinu: Skólar í Þingeyjarsýslum, þátttakendur voru 11 Grunnskólar á Akureyri, þátttakendur voru 53 Dalvíkurbyggð, þátttakendur voru 3 Starfsmenn skólaþjónustu Akureyrar, þátttakendur voru 2
31.03.2008
Tilkynningar
Frá mærudögum

Mærufundur

Síðastliðinn fimmtudag var haldinn opinn fundur um Mærudaga 2008. Fundurinn var ágætlega sóttur og komu ýmsar hugmyndir fram. Fundurinn var haldinn m.a. til að opna fyrir allar þær hugmyndir sem fólk hefur til að gera þessa daga eins skemmtilega og kostur er. En undirbúningur að Mærudögum er í fullum gangi og þessi fundur aðeins liður í því að skipuleggja þessa hátíð.
31.03.2008
Tilkynningar
Gengið til stuðnings álveri á Bakka

Framsækið samfélag með Álver á Bakka

Fimmtudaginn 3. apríl,  verður haldinn borgarafundur um verkefnið Sjálfbært samfélag, álver á Bakka. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu á Húsavík. Á fundinn mæta fulltrúar Alcoa, Landvirkjunar, Landsnets, og iðnaðarráðuneytisins. Markmið fundarins er að kynna undirbúning og stöðu þessa mikilvæga verkefnis og svara fyrirspurnum íbúa. Nánari dagskrá og tímasetning verða auglýst síðar. F.h. Norðurþings Bergur Elías Ágústsson Sveitarstjóri
26.03.2008
Tilkynningar
Börn í dagvist

Dagforeldrar í Norðurþingi

Í framhaldi af könnun á þörf fyrir þjónustu dagforeldra hefur sveitarstjórn samþykkt að endurskoða reglur um greiðslur til dagforeldra og styðja við starfsemi dagforeldra í sveitarfélaginu. Menningar- og fræðslufulltrúa hefur verið falinn framgangur verkefnisins. Áhugasömum aðilum í Norðurþingi hefur verið tryggður aðgangur að námskeiði fyrir verðandi dagforeldra sem haldið verður á Akureyri strax efti páska. Foreldrum sem tóku þátt í könnun vegna þjónustu dagforeldra er þökkuð þáttakan og ánægjulegt samstarf. Sjá nánar hér
25.03.2008
Tilkynningar
Sumartónleikar - tónlistarveisla 2008

Sumartónleikar - tónlistarveisla 2008

Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir framkvæmdaraðila/aðilum að sumartónleikum 2008.  Tónleikarnir eru styrktir af Lista- og menningarsjóði. Þetta er frábært tækifæri fyrir hæfileikaríka einstaklinga.  Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Sjá nánar í auglýsingu
18.03.2008
Tilkynningar
Breyttur opnunartími Sundlaugar Húsavíkur

Breyttur opnunartími Sundlaugar Húsavíkur

Vegna páskaleyfis í skólum, og vegna páskahelgarinnar verður opnunartími Sundlaugar Húsavíkur sem hér segir: Mánudagur 17. mars            6:45 - 21:00 Þriðjudagur 18. mars            6:45 - 21:00 Miðvikudagur 19. mars         6:45 - 21:00 Skírdagur 20. mars             10:00 - 18:00 Föstudagurinn langi            14:00 - 18:00 Laugardagur 22.mars         10:00 - 18:00 Páskadagur 23. mars         14:00 - 18:00 Annar í páskum 24. mars   10:00 - 18:00 Forstöðumaður
17.03.2008
Tilkynningar
Frá Reykjaheiði

Upplýsingar um skíðasvæði!

Skíðaáhugafólk athugið! Enn hefur ekki nægur snjór safnast í Skálamel og Stalla til þess að hægt sé að opna lyftur. Lögð hefur verið gönguskíðabraut á Reykjaheiði og er hún u.þ.b. 10 kílómetra löng. Einnig er skíðagöngubraut á íþróttavelli.    
14.03.2008
Tilkynningar
Fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni á Húsavík

Fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni á Húsavík

Laugardaginn 15. mars verður haldin fjölskylduhátíð í Íþróttahöllinni á Húsavík.  Dagskráin er að venju fjölbreytt og hefst kl. 14:00 með stórleik í handbolta.  Þar mun karlaklúbburinn SÓFÍA skora á annars vegar lið meistaraflokks Völsungs og hins vegar stjörnulið Bergs Elíasar Ágústssonar sveitastjóra Norðurþings.  Kynnir verður Ingvar Björn Guðlaugsson  
13.03.2008
Tilkynningar
Forvarnarhópur Norðurþings stofnaður

Forvarnarhópur Norðurþings stofnaður

Forvarnarhópur hefur verið stofnaður hjá Norðurþingi.  Markmið hópsins eru að stuðla að heilbrigðu líferni unglinga í okkar samfélagi og öruggu umhverfi.  Fulltrúar í hópnum eru Aðalsteinn Júlíusson lögregluvarðstjóri, Freydís Jóna Freysteinsdóttir félagsmálastjóri, Kristjana María Kristjánsdóttir umsjónarmaður félagsmiðstöðva, Sigríður Hauksdóttir félags-og forvarnarfulltrúi FSH, Sveinn Hreinsson æskulýðsfulltrúi og Þorgrímur Sigmundsson forvarnarfulltrúi.  Hópurinn fundar mánaðarlega.
12.03.2008
Tilkynningar