Fara í efni

Fréttir

Bakkahöfði/mynd: Jón Ármann Héðinsson

Stóriðjuhöfn á Húsavík

Á fundi hafnanefndar Norðurþings í gær var fjallað um undirbúning að stóriðjuhöfn á Húsavík og kom þar fram að  Siglingastofnun hefur þegar hafið rannsóknir og vinnu við líkan af slíku mannvirki. Vinna Siglingastofnunar er jákvæð þróun í heildarvinnu við verkefnið um stóriðju á Bakka. Áætlað er að allar niðurstöður vegna stóriðjuhafnarinnar liggi fyrir á vordögum.
14.02.2008
Tilkynningar
Bakki

Stuðningur við álver á Bakka

Eftirfarandi frétt birtist á mbl.is í dag: Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík, skv. bókun sem gerð var á fundi ráðsins í gærmorgun. Fjórir ráðsmenn samþykktu bókunina en fulltrúi VG sat hjá við afgreiðsluna. „Á undanförnum árum hefur alvarlegur samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði haft veruleg áhrif á afkomu fólks, atvinnuöryggi og búsetu á svæðinu. Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar, sem nú heitir Norðurþing, fækkað um 15%. Mest hefur fækkunin verið í aldurshópnum 40 ára og yngri, en í þeim aldursflokki hefur íbúum fækkað um 25%.
08.02.2008
Tilkynningar
Húsavíkurfjall séð frá Botnsvatni

Upplýsingar um skíðaaðstöðu

Skíðaáhugafólk athugið! Á síðu 547 á textavarpi RUV verða settar inn upplýsingar um skíðamálin, bæði gönguskíði og vonandi síðar um brekkurnar í Skálamel og Stöllum á Húsavík. Reynt verður að uppfæra þessar upplýsingar reglulega.
08.02.2008
Tilkynningar
Vörur frá Álfasteini

Raufarhöfn: 10-12 ný störf

Fyrirtækið Álfasteinn á Borgarfirði eystra hyggst ráðast í mikla uppbyggingu á Raufarhöfn. Reiknað er með að 10-12 störf skapist á staðnum næsta sumar og að þau verði um 20 sumarið 2009 Fyrirtækið Álfasteinn hefur um árabil sérhæft sig í framleiðslu á vörum úr steini. Til Raufarhafnar verða fluttar vélar sem áður voru í Flatey í Hornafirði og nýtast til sögunar og vinnslu á stórgrýti.
07.02.2008
Tilkynningar
Styrkir til lista- og menningarmála

Styrkir til lista- og menningarmála

Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs Norðurþings og reglum um úthlutun úr sjóðnum.  
05.02.2008
Tilkynningar
Söngkeppni SAMFÉS haldin á Húsavík

Söngkeppni SAMFÉS haldin á Húsavík

Söngkeppni SAMFÉS á norðurlandi verður haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík föstudaginn 1. febrúar. Söngatriði koma frá mörgum félagsmiðstöðvum og margir keppendur eru skráðir með atriði. 5 keppendur eða atriði komast á aðalkeppnina sem er í Reykjavík.
30.01.2008
Tilkynningar
Frá Öskudegi árið 2007

Öskudagsskemmtun í Íþróttahöllinni

Öskudagsball verður haldið í Íþróttahöllinni þann 6. febrúar.  Ballið hefst klukkan 16:00 og stendur til kl. 18:00.  Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna og kr. 300 fyrir 6 - 16 ára.  Frítt er inn fyrir börn yngri en 6 ára.
29.01.2008
Tilkynningar
Snjótroðari til Húsavíkur

Snjótroðari til Húsavíkur

Nýlega keypti sveitarfélagið notaðan snjótroðara frá Þýskalandi. Kaupverðið er um 10 milljónir hingað kominn og er troðarinn nú þegar kominn í notkun við að troða göngubrautir upp á Reykjaheiði.  Nú er bara að vona að snjói jafn mikið hjá okkur hér norðanlands og gert hefur á suðvesturhorninu svo að nýta megi þennan nýja snjótroðara við að troða skíðabrekkurnar.
28.01.2008
Tilkynningar
Björgvin og Sigga Beinteins í sveiflu

Tónlistarveislan á Broadway

Þingeyingakvöld verður haldið á Broadway föstudaginn 1. febrúar n.k.  Þar mun húsvískt tónlistarfólk flytja þekktar dægurperlur Björgvins Halldórssonar í sannkallaðri tónlistarveislu að húsvískum hætti.  Tónlistarveislan var sýnd á Húsavík í ágúst s.l. og hlaut lofsamlega dóma sýningargesta. Auk sýningarinnar er boðið upp á þriggja rétta matseðil og að lokinni sýningu verður dansleikur. Nánar um dagskránna, miðaverð og matseðil
16.01.2008
Tilkynningar
Verkefnið \

Verkefnið \"Þingeyska matarbúrið\"

Á opnum fundi sem verkefnisstjórn "Þingeyska matarbúrsins" stóð fyrir 5. nóvember sl. var ákveðið að setja á fót klasasamstarf um verkefnið "Þingeyska matarbúrið". Það eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Búgarður - ráðgjöf sem standa að þessu nýja verkefni og hófst það formlega í september 2007. Verkefnisstjórn ÞM skipa; Gunnar Jóhannesson ráðgjafi hjá AÞ, María Svanþrúður Jónsdóttir ráðgjafi hjá Búgarði og Jóna Matthíasóttir verkefnisstjóri hjá AÞ sem einnig er starfsmaður verkefnisins.
15.01.2008
Tilkynningar
Barnavernd í Þingeyjarsýslum árið 2007

Barnavernd í Þingeyjarsýslum árið 2007

Barnavernd í Þingeyjarsýslum - svipuð þróun og á öðrum stöðum á landinu Á árinu 2007 bárust Félagsmála- og barnaverndarnefnd Þingeyinga 110 barnaverndartilkynningar vegna 100 barna. Þetta er nokkur fjölgun frá fyrra ári þegar tilkynningar voru 68 talsins. Starfssvæði nefndarinnar nær yfir sveitarfélögin Langanesbyggð, Svalbarðshrepp, Norðurþing, Tjörneshrepp, Aðaldælahrepp, Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit.     
15.01.2008
Tilkynningar
Tryggvi og Össur handsala samninginn

Skrifað undir vaxtasamning Norðausturlands

Össur Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra og Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf., skrifuðu á dögunum undir vaxtarsamning Norðausturlands að viðstöddu fjölmenni. Þetta er sjötti vaxtarsamningurinn sem iðnaðarráðuneytið gerir og jafnframt sá fyrsti fyrir Norðausturland. Samningurinn er gerður við  Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og sér stjórn félagsins og heimamenn alfarið um framkvæmd hans.
11.01.2008
Tilkynningar