Fara í efni

Fréttir

Frá leik Völsungs og Hattar 8. júlí 2008

Allir á völlinn!

Á morgun, þriðjudag verður tímamóta leikur hjá Völsungsstelpum. En eins og flestum er kunnugt hafa stelpurar okkar staðið sig frábærlega í sumar og  boðið upp á frábæra skemmtun fyrir okkur Húsvíkinga, fyrir það vil ég færa stelpunum bestu þakkir. Niðurstaða sumarsins er því með þeim hætti að stelpurnar eiga möguleika á því að spila meðal þeirra bestu á næsta leiktímabili. Ég vil því nota tækifærið og hvetja Húsvíkinga til að fjölmenna á völlinn á þennan síðasta og mikilvægasta leik sumarsins.  Baráttu kveðjur Bergur Elías Ágústsson Völsungur og sveitarstjóri.
01.09.2008
Tilkynningar
Frá undirbúningi í Höllinni

Tónlistarveislan um helgina

Hin árlega tónlistarveisla Norðurþings verður haldin núna um helgina, nánar tiltekið föstudags- og laugardagskvöld kl. 20:30.  Undirbúningur er nú á lokastigi og ljóst að þetta verður veisla bæði fyrir augu og eyru.  Höllin hefur verið fagurlega skreytt og einnig hefur öflugu ljósakerfi verið stillt upp.  Söngvarahópurinn hefur aldrei verið stærri og munu fjöldi ungra og upprennandi söngvara stíga á sviðið.  Auk þeirra verða þekkt andlit úr veislum síðustu ára sem og Birgitta Haukdal sem heiðrar okkur með komu sinni í sína gömlu heimabyggð. Veislan verður haldin í Íþróttahöllinni á Húsavík og verður húsið opnað kl. 19:45.
21.08.2008
Tilkynningar
Stjórnsýsluhúsið á Húsavík

Lokun stjórnsýsluhúss á Húsavík

Stjórnsýsluhúsið á Húsavík verður lokað eftir hádegi í dag fimmtudag og allan daginn á morgun, föstudag. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst kl. 9. Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármálastjóri      
31.07.2008
Tilkynningar
Raufarhöfn

Laust starf á Raufarhöfn

Kennsla á unglingastigi, félagsstörf með unglingum og íþróttaþjálfun. Ert þú íþróttakennari, tómstundafræðingur eða íþróttaþjálfari  -  við bjóðum þér spennandi tækifæri. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur sérstakan áhuga á að vinna með unglingum, 12 - 15 ára. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, vera skipulagður, stundvís og laginn í samskiptum. Um er að ræða fullt starf á Raufarhöfn í jákvæðu og barnvænu umhverfi. Öll aðstaða til kennslu, íþróttaiðkunar og félagsstarfs er mjög góð.  
30.07.2008
Tilkynningar
Frá bleika-hverfinu

Sænskir dagar/Mærudagar 2008

Mikið hefur verið um að vera á Húsavík þessa viku, en hún hófst með Sænskum dögum sem voru formlega settir á mánudaginn. Góð þátttaka hefur verið á þeim námskeiðum og viðburðum sem boðið hefur verið upp á  þessa daga og almenn ánægja með dagskrána. Mærudagar hófust svo í gær fimmtudag með litablöndun hverfanna í bænum og tóku hátt í 1000 manns þátt í hverfagrillum og göngu niður á hafnarstétt þar sem hverfin tróðu upp með skemmtiatriði. Mærudagar ná svo hámarki nú um helgina og er dagskráin mjög fjölbreytt og hægt að vera að frá morgni til kvölds við ýmiskonar skemmtun. Einnig verður afrakstur af námskeiðum sýndur og fyrirtæki í bænum bjóða gestum og gangandi á leiki meistaraflokka Völsungs í fótbolta um helgina. Margir hafa lagt hönd á plóginn með beinum styrkjum eða vinnuframlagi og er því óhætt að segja að Mærudagar 2008 séu sérlega glæsilegir. Myndir
25.07.2008
Tilkynningar
Unglingalandsmót UMFÍ 1.-3. ágúst 2008.

Unglingalandsmót UMFÍ 1.-3. ágúst 2008.

Aðildarfélög Héraðssambands Þingeyinga hvetja foreldra eindregið til þess að mæta með börnin á þessa skemmtilegu samkomu.  Fyrirkomulag landsmótsins er með líku sniði og síðustu ár. Allar upplýsingar um sjálft mótið eru á heimasíðunni ulm.is.  Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Friðriku Illugadóttur í síma 8947609 netfang: hamrab@simnet.is .  Þátttökugjald er 5500 krónur fyrir hvern keppenda og þarf að greiðast fyrir þriðjudaginn 29. júlí. Reikningsnr. er 1110-05-402252, kt. 620169-4989. Sjáumst hress í Þorlákshöfn. Unglingalandsmótsnefnd HSÞ.
23.07.2008
Tilkynningar
S.O.S. spila fyrir framan Skuld í fyrra

Sænskir dagar og Mærudagar - dagskráin klár

Nú er dagskráin klár fyrir Sænska daga og Mærudaga 2008.  Óhætt er að segja að dagskráin í ár sé metnaðarfull og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, ungir jafnt sem og þeir sem eldri eru.  Í ár verður tekin upp sú nýbreytni að hvetja bæjarbúa til að taka þátt í að skreyta hverfin sín í sérstökum litum.  Eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt allir sem einn og gera okkar fallega bæ enn fallegri og litríkari. Hér má sjá dagskránna og ýmsar aðrar upplýsingar varðandi hátíðirnar
15.07.2008
Tilkynningar
Jarðskjálftasetur á Kópaskeri

Jarðskjálftasetur á Kópaskeri

Opnun forsýningar 17. júlí 2008 í húsnæði grunnskólans á Kópaskeri Síðastliðið ár hefur verið unnið að undirbúningi sýningar á myndum og efni tengdu jarðhræringunum í Öxarfirði 1975 og Kópaskersskjálftanum 1976. Sýningin er vísir að stærra verkefni, sem er stofnun Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. Sýningin er enn á undirbúningstigi en ákveðið hefur verið að opna forsýningu í sumar. Tilgangurinn er að kynna heimamönnum og gestum starfið sem hefur átt sér stað fram til þessa, verkefnin framundan og framtíðarsýn Skjálftafélagsins.  
15.07.2008
Tilkynningar
Zhang Keyuan sendiherra Kína

Sendiherra Kína í heimsókn í Norðurþingi

Hr. Zhang Keyuan sendiherra Kína kom í opinbera heimsókn til Norðurþings í gær, miðvikudaginn 9. júlí.  Sendiherrann fór víða um Norðurþing,  á leið sinni frá Egilsstöðum,  og dáðist af náttúruperlum, mannlífi og almennri fegurð samfélagsins.  Hr. Keyuan sat svo kaffisamsæti í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík seinnpart dagsins.Tilgangur ferðar hans er að kynnast innviðum stjórnsýslunnar sem og að styrkja kynnin milli þessara tveggja þjóða.  Sendiherrann kynnti land sitt og þjóð en eftir því hefur verið tekið í Kína að mörg íslensk fyrirtæki hafa staðsett sig þar í landi.Hr. Keyuan er mikill golfáhugamaður og ráðgerði hann að ljúka dagsverki sínu á golfvellinum á Húsavík.  Sendiherrann og föruneyti gisti á Húsavík í nótt en ferðinni er svo heitið í dag til Mývatns og Akureyrar. 
10.07.2008
Tilkynningar
Kristján gróðursetur tré - mynd: Jón Grímsson

Opinn skógur í Akurgerði

Í frábæru veðri á laugardaginn var skógurinn í Akurgerði í Öxarfirði formlega tekinn inn í verkefnið "Opinn skógur" . Af því tilefni var boðað til hátíðardagskrár í skóginum. Kristján Möller samgönguráðherra opnaði skóginn formlega með því að gróðursetja tré.  Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands flutti ávarp. Sigurður Pálsson, skáld (frá Skinnastað) fór með ljóð, söngsveit heimamanna söng skógarlög og að lokum var svo skógarhlaupi í skóginum. Allir sem tóku þátt í hlaupinu fengu trjáplöntu sem viðurkenningu. Töluvert margir mættu og nutu skógarins og blíðunar.
08.07.2008
Tilkynningar
Á balli með S.O.S

Tónlistarveislan 2008

Nú í sumar er það hljómsveitin S.O.S (Stebbi og strákarnir) sem hefur veg og vanda að tónlistarveislu Norðurþings sem haldin verður dagana 22. og 23. ágúst n.k.  Á efnisskránni verður brot af því besta úr íslenskri tónlistarsögu og munu strákarnir fá til liðs við sig ýmsa frábæra tónlistarmenn og söngvara úr Norðurþingi til að reiða fram veisluföngin.
04.07.2008
Tilkynningar
Forsvarsmenn fyrirtækjanna og Norðurþings við borholu 1

Frétt á vef Alcoa Fjarðaáls 4. júlí 2008

Alcoa og Landsvirkjun taka upp viðræður um orkukaup Alcoa og Landsvirkjun munu á næstunni taka upp formlegar viðræður um orkukaup vegna álvers á Bakka. Stefnt er að því að viðræðunum ljúki fyrir árslok 2009. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í endurnýjaðri viljayfirlýsingu fyrirtækjanna sem Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu í síðustu viku.  
04.07.2008
Tilkynningar