Fara í efni

Fréttir

Zhang Keyuan sendiherra Kína

Sendiherra Kína í heimsókn í Norðurþingi

Hr. Zhang Keyuan sendiherra Kína kom í opinbera heimsókn til Norðurþings í gær, miðvikudaginn 9. júlí.  Sendiherrann fór víða um Norðurþing,  á leið sinni frá Egilsstöðum,  og dáðist af náttúruperlum, mannlífi og almennri fegurð samfélagsins.  Hr. Keyuan sat svo kaffisamsæti í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík seinnpart dagsins.Tilgangur ferðar hans er að kynnast innviðum stjórnsýslunnar sem og að styrkja kynnin milli þessara tveggja þjóða.  Sendiherrann kynnti land sitt og þjóð en eftir því hefur verið tekið í Kína að mörg íslensk fyrirtæki hafa staðsett sig þar í landi.Hr. Keyuan er mikill golfáhugamaður og ráðgerði hann að ljúka dagsverki sínu á golfvellinum á Húsavík.  Sendiherrann og föruneyti gisti á Húsavík í nótt en ferðinni er svo heitið í dag til Mývatns og Akureyrar. 
10.07.2008
Tilkynningar
Kristján gróðursetur tré - mynd: Jón Grímsson

Opinn skógur í Akurgerði

Í frábæru veðri á laugardaginn var skógurinn í Akurgerði í Öxarfirði formlega tekinn inn í verkefnið "Opinn skógur" . Af því tilefni var boðað til hátíðardagskrár í skóginum. Kristján Möller samgönguráðherra opnaði skóginn formlega með því að gróðursetja tré.  Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands flutti ávarp. Sigurður Pálsson, skáld (frá Skinnastað) fór með ljóð, söngsveit heimamanna söng skógarlög og að lokum var svo skógarhlaupi í skóginum. Allir sem tóku þátt í hlaupinu fengu trjáplöntu sem viðurkenningu. Töluvert margir mættu og nutu skógarins og blíðunar.
08.07.2008
Tilkynningar
Á balli með S.O.S

Tónlistarveislan 2008

Nú í sumar er það hljómsveitin S.O.S (Stebbi og strákarnir) sem hefur veg og vanda að tónlistarveislu Norðurþings sem haldin verður dagana 22. og 23. ágúst n.k.  Á efnisskránni verður brot af því besta úr íslenskri tónlistarsögu og munu strákarnir fá til liðs við sig ýmsa frábæra tónlistarmenn og söngvara úr Norðurþingi til að reiða fram veisluföngin.
04.07.2008
Tilkynningar
Forsvarsmenn fyrirtækjanna og Norðurþings við borholu 1

Frétt á vef Alcoa Fjarðaáls 4. júlí 2008

Alcoa og Landsvirkjun taka upp viðræður um orkukaup Alcoa og Landsvirkjun munu á næstunni taka upp formlegar viðræður um orkukaup vegna álvers á Bakka. Stefnt er að því að viðræðunum ljúki fyrir árslok 2009. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í endurnýjaðri viljayfirlýsingu fyrirtækjanna sem Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu í síðustu viku.  
04.07.2008
Tilkynningar
Bókun byggðarráðs varðandi samstarfssamning milli Íslenska ríkisins, Alcoa Inc. og Norðurþings

Bókun byggðarráðs varðandi samstarfssamning milli Íslenska ríkisins, Alcoa Inc. og Norðurþings

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðarráðs í gær: Byggðarráð fagnar því samkomlagi sem nú liggur fyrir um álversbyggingu á Bakka. Ljóst er að verkefnið er komið í góðan farveg og mun án efa verða íbúum sveitarfélagsins til framdráttar. Byggðarráð vil að þessu tilefni fagna sérstaklega vasklegri framgöngu iðnaðarráðherra og ráðherra byggðamála.
04.07.2008
Tilkynningar
Huld Aðalbjarnardóttir

Ráðning í stöðu Menningar- og fræslufulltrúa Norðurþings

Á fundi byggðarráðs í gær, fimmtudag, var fjallað um ráðningu í stöðu Menningar- og fræðslufulltrúa Norðurþings en Erla Sigurðardóttir, sem hefur séð um þennan málaflokk hjá Norðurþingi og Húsavíkurbæ þar á undan, hefur verið ráðin forstöðumaður Hvalasafnsins á Húsavík. Byggðarráð mælti með því að Huld Aðalbjarnardóttir yrði ráðin í stöðuna en Huld er starfandi skólastjóri við Öxarfjarðarskóla og er því vel kunnug skólamálum í Norðurþingi.    
04.07.2008
Tilkynningar
Opinn skógur í Akurgerði í Öxarfirði

Opinn skógur í Akurgerði í Öxarfirði

Laugardaginn 5. júlí  næst komandi verður skógurinn í Akurgerði í Öxarfirði  formlega tekinn inn í verkefnið „Opinn skóg" . Af því tilefni verður boðað til hátíðardagskrár í skóginum. Dagskrá: Kristján Möller samgönguráðherra opnar skóginn formlega með því að gróðursetja tré. Ávarp Magnúsar Gunnarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands Ávarp fulltrúa Skógræktarfélags N-Þingeyinga. Sigurður Pálsson, skáld (frá Skinnastað) fer með ljóð, söngsveit heimamanna syngur skógarlög og dagskrá lýkur svo með skógarhlaupi  í skóginum. Allir sem taka þátt í hlaupinu frá trjáplöntu sem viðurkenningu. Allir velkomnir.
03.07.2008
Tilkynningar

Viljayfirlýsing framlengd

Húsavík mbl.is/Rax Fulltrúar Alcoa, ríkisstjórnar Íslands og Norðurþings framlengdu í dag viljayfirlýsingu um rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa álver á Bakka við Húsavík, til 1. október árið 2009. Um er að ræða framlengingu og uppfærslu á viljayfirlýsingu þessara aðila sem undirrituð var í maí árið 2006. Full afköst álvers árið 2015
26.06.2008
Tilkynningar
Guðjón Bergmann

\"Þú ert það sem þú hugsar\"

Þann 6. júní var Guðjón Bergmann á Húsavík með sjálfstyrkingarnámskeiðið ,,Þú ert það sem þú hugsar". Námskeiðið var haldið á vegum geðræktarmiðstöðvarinnar.  Alls sóttu 37 manns námskeiðið. Námskeiðið byggir á víðtækri reynslu höfundar og hagnýtri nálgun sjálfseflingar og hugarfarsstjórnunar en Guðjón hefur skrifað bæði greinar og bækur um andlega og líkamlega heilsu ásamt því að halda fyrirlestra og námskeið fyrir þúsundir íslendinga.
12.06.2008
Tilkynningar
Frá Kópaskeri

Fréttatilkynning

Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2007 Jákvæð rekstrarafkoma og lækkun skulda Ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2007 var lagður fram til kynningar í sveitarstjórn 21. apríl 2008. Seinni umræða sveitarstjórnar fór fram 20. maí og var ársreikningurinn samþykktur samhljóða. Sameining Raufarhafnar-, Öxarfjarðar- og Kelduneshrepps svo og Húsavíkurbæjar tók gildi 11. júní 2006 og fékk sveitarfélagið nafnið Norðurþing. Árið 2007 var því fyrsta heila rekstrarár Norðurþings. Íbúafjöldi sveitarfélagsins í árslok 2007 var 2970. Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings var jákvæð um 89,4 mkr. Rekstrartekjur voru 2.371,4mkr. og rekstrargjöld 1.991,6 mkr. en þar af nam reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindinga 61,9 mkr.
03.06.2008
Tilkynningar
Frá hafnarsvæðinu á Húsavík

Aðalskipulag Norðurþings

Fyrstu skref í aðalskipulagsgerð fyrir Norðurþing Stefnumót við framtíðina Vinna við nýtt aðalskipulag fyrir Norðurþing hófst í apríl 2008. Í aðalskipulaginu verður sett fram framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið í heild, sem nær til allra þeirra sviða sem sveitarfélagið starfar á, þ.e. umhverfis-, atvinnu-, félags- og menningarmála. Á grundvelli þeirrar framtíðarsýnar verður mótuð stefna um viðfangsefni eins og verndun náttúru- og menningarminja, nýtingu vatns, jarðhita og jarðefna, skógrækt, vega- og gatnakerfi og göngu- og reiðleiðir. Einnig verður mörkuð stefna um staðsetningu og einkenni íbúðarsvæða, frístundabyggðarsvæða, útivistar- og íþróttasvæða og svæða fyrir atvinnu- og menningarstarfsemi. Í aðalskipulagsverkefninu verður ennfremur lögð sérstök áhersla á  að setja fram skýrar áherslur um þróun og einkenni miðbæjar- og hafnarsvæðis Húsavíkur sem hjarta bæjarins og Norðurþings alls.
02.06.2008
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Sundlaug Húsavíkur - tilkynning

  Sundlaugin verður lokuð föstudaginn 30. maí frá kl. 16:00 - 21:00 vegna námskeiðs hjá starfsfólki.   Forstöðumaður
29.05.2008
Tilkynningar