Fara í efni

Fréttir

Frá síðasta vetri

Skíðasvæðið opnað í dag

Nú er unnið að undirbúningi fyrir fyrstu opnun vetrarins á skíðasvæði Húsvíkinga í Skálamel.  Verið er að troða brautir og ætti skíðafæri að vera með ágætum.  Ekki er alveg hægt að tímasetja opnunina nákvæmlega en stefnan er sett á það verði um kl. 15:00 í dag.
13.01.2009
Tilkynningar
Sýndu hvað í þér býr!

Sýndu hvað í þér býr!

Námskeið í félagsmálafræðslu á Húsavík 13. janúar Námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið á Húsavík 13.janúar. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 22:00 og fer fram í félagsaðstöðu Völsungs. Námskeiðsgjald er 5000 krónur.
07.01.2009
Tilkynningar
Þrettándabrennan kl. 18:00

Þrettándabrennan kl. 18:00

Þrettándabrennan verður á uppfyllingunni sunnan GPG í dag kl. 18:00.  Fyrir brennu mun 4. flokkur kvenna í knattspyrnu gangar með kyndla frá íþróttahöllinni. Fjölmennum og kveðjum jólin um leið og við yljum okkur við logana.   
06.01.2009
Tilkynningar
Upplýsingamiðstöð vegna efnahagsástandsins

Upplýsingamiðstöð vegna efnahagsástandsins

Stjórnvöld hafa sett á fót upplýsingamiðstöð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. Forsætis- og utanríkisráðuneyti unnu að undirbúningi upplýsingamiðstöðvarinnar en fleiri ráðuneyti koma að efnisöflun og símaþjónustu. Markmið hennar er að einfalda aðgengi almennings að upplýsingum um hvað eina sem viðvíkur efnahagsástandinu.
06.01.2009
Tilkynningar
Skúlagarður

Umhverfisverðlaun Norðurþings

Á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í Skúlagarði síðast liðinn föstudag voru veitt umhverfisverðlaun Norðurþings.  Það var framkvæmda- og þjónustunefnd sem tilnefndi til verðlaunanna. 
23.12.2008
Tilkynningar
Mynd: Hafþór Hreiðarsson

Áramótabrennan á Húsavík

Kveikt verður á áramótabálkesti Húsavíkur klukkan 16:00 þann 31. desember.  Kiwanisklúbburinn Skjálfandi sér um flugeldasýningu en útskriftarnemar FSH sjá um að tendra eldinn. Komum saman og kveðjum árið 2008 og fögnum því nýja!
22.12.2008
Tilkynningar
Stjórn Samhljóms og fulltrúar Norðlenska ásamt félögum úr Sófíu

Höfðinglegar gjafir frá Norðlenska

Stjórn Samhljóms og meðlimum Karlaklúbbsins Sófíu var boðið í heimsókn í Norðlenska í dag. Tilefnið var að veita rausnarlegum gjöfum frá Norðlenska viðtöku sem notaðar verða til góðgerða fyrir jólin.
18.12.2008
Tilkynningar
Gebris verkefnið

Gebris verkefnið

Sif Jóhannesdóttir verkefnisstjóri GEBRIS verkefnisins  verður til viðtals á skrifstofum Norðurþings fimmtudaginn 18. desember sem hér segir: Skrifstofa Norðurþings á Raufarhöfn, 10:00-13:00 Skrifstofa Norðurþings á Kópaskeri, 14:00-16:00 Hægt er að panta viðtal í tölvupósti sif@atthing.is eða í síma 464 0427 GEBRIS er samnorrænt verkefni sem Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga er þátttakandi í. Verkefnið  lýtur að þróun ferðaþjónustu á svæðinu frá Jökulsá til Bakkafjarðar.
18.12.2008
Tilkynningar
Reglur um hunda- og kattahald í Norðurþingi

Reglur um hunda- og kattahald í Norðurþingi

Samþykktar hafa verið nýjar reglur um hunda- og kattahald í Norðurþingi.  Talsverð breyting hefur orðið frá fyrri reglugerð svo hunda- og kattaeigendum er bent á að kynna sér vel hina nýju reglugerð sem og gjaldskrá. Sjá nánar hér fyrir neðan
17.12.2008
Tilkynningar

Fundur sveitarstjórnar Norðurþings

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn  föstudaginn 19. desember n.k. í Skúlagarði. Fundurinn hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins verður birt síðar á heimasíðu Norðurþings.
17.12.2008
Tilkynningar
Samstarf Garðars og Borgarhólsskóla

Samstarf Garðars og Borgarhólsskóla

Nú á haustönn hefur nemendum í Borgarhólsskóla gefist kostur á að starfa í unglingadeild björgunarsveitarinnar Garðars, Náttfara og fá starf sitt metið sem valfag innan skólans. Árið 1996 var stofnuð sérstök ungliðadeild innan Björgunarsveitarinnar Garðars, sem hlaut nafnið Náttfari, með það að markmiði að efla endurnýjun félaga. Náttfari starfaði í mörg ár sem öflug deild innan félagsins en undanfarin ár hefur hún verið í nokkurri lægð.
17.12.2008
Tilkynningar
Kynning á félagasamtökum í Norðurþingi

Kynning á félagasamtökum í Norðurþingi

Innan sveitarfélagsins eru starfrækt mörg félög sem sinna hinum ýmsu málefnum og verður seint fullþakkað framlag þeirra til samfélagsins. Nú sem fyrr er nauðsynlegt að halda starfi þessara félaga á lofti.  Undirritaðann langar að fara þess á leit við þau félög sem eru starfrækt hér á svæðinu að þau komi til hans upplýsingum varðandi sína starfsemi og/eða hvar þær sé að finna, þannig að hægt verði að setja þær upplýsingar inn á vef Norðurþings. Með kveðju, Jóhann Rúnar Pálsson Æskulýðsfulltrúi Norðurþings joipals@nordurthing.is 4646196/4646197
17.12.2008
Tilkynningar