Fara í efni

Fréttir

Þar sem nú er veitingahúsið Salka

Tillaga að stefnu og skipulagsramma fyrir miðbæ Húsavíkur

Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings 25. nóvember sl. var kynnt tillaga að stefnu og skipulagsramma fyrir miðbæ Húsavíkur sem ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur unnið í samstarfi við skipulags- og byggingarnefnd.
10.12.2008
Tilkynningar

Sundlaug Húsavíkur - Opnunartími

Opnunartími Sundlaugar Húsavíkur um jól og áramót verður sem hér segir: AÐFANGADAGUR 24/12 10:00 - 12:30 JÓLADAGUR 25/12 Lokað ANNAR Í JÓLUM 26/12 10:00 - 13:00 Laugardagur 27/12 10:00 - 17:00 Sunnudagur 28/12 10:00 - 17:00 GAMLÁRSDAGUR 31/12 10:00 - 15:00 NÝÁRSDAGUR 1/1 LOKAÐ Aðra daga er opið eins og venjulega. Forstöðumaður
08.12.2008
Tilkynningar
Ert þú atvinnulaus?

Ert þú atvinnulaus?

Fólki sem misst hefur vinnu sína er boðið að koma saman í Geðræktarmiðstöðinni Setrinu, Árgötu 12, 640 Húsavík, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga milli kl. 10 og 12 í kaffi og spjall.  Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, viðhalda virkni og fyrirbyggja slæmar afleiðingar sem atvinnuleysi getur mögulega haft í för með sér.
08.12.2008
Tilkynningar
Séð yfir Kópasker

Menningardagur á Kópaskeri

Laugardaginn 29. nóvember verður haldinn menningardagur á Kópaskeri.  Dagskráin fer fram í íþróttahúsinu og veður húsið opnað kl. 13:00 en dagskráin hefst kl. 13:30. Meðal efnis á dagskránni er ávarp sveitarstjóra, tónlistaratriði, afhending hvatningarverðlauna og bingó svo eitthvað sé nefnt.
27.11.2008
Tilkynningar
Ljósin tendruð á jólatré Húsvíkinga

Ljósin tendruð á jólatré Húsvíkinga

Tendrað veðrur á ljósunum á jólatrénu á Húsavík föstudaginn 28. nóvember n.k. Dagskráin hefst kl. 18:00 og verður að venju margt á henni.  Má þar nefna að poppkór úr Borgarhólsskóla syngur jólalög undir stjórn Lisu McMaster, sveitarstjóri Norðurþings, Bergur Elías Ágústsson, flytur ávarp, séra Sighvatur Karlsson flytur hugvekju og að sjálfssögðu mæta jólasveinar á staðinn með óvæntan glaðning. Að auki verður Soroptimistaklúbburinn með kleinu- og kakósölu. Það er sunddeild Völsungs sem hefur veg og vanda að dagskránni.
26.11.2008
Tilkynningar

Dagskrá sveitarstjórnarfundar

26. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 25. nóvember og hefst kl. 16:00. Nánar um dagskrá fundarins hér að neðan.
24.11.2008
Tilkynningar
Stýrihópur stofnaður vegna kreppunnar

Stýrihópur stofnaður vegna kreppunnar

Mánudaginn 17. nóvember var haldinn fundur í tengslum við efnahagshrunið og ástandið sem skapast hefur í samfélaginu á vegum Félagsþjónustu Norðurþings, Rauða Krossi Íslands, Þekkingarsetri Þingeyinga og Stéttarfélagsins Framsýnar.  Ýmsir aðilar voru boðaðir á fundinn og má þar nefna atvinnuráðgjafa, presta, æskulýðs-og forvarnarfulltrúa, lögreglu, heilbrigðisþjónustu, Vinnumálastofnun, skólameistara framhaldsskólanna, menningar-og fræðslufulltrúa, sveitarstjóra og bankastjóra. 
20.11.2008
Tilkynningar

Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu. Dagskrá fundarins verður birt hér á heimasíðu Norðurþings eftir hádegi þann 21. nóvember n.k.
19.11.2008
Tilkynningar
Leiktæki á Kópaskeri

Ný leiktæki á Kópaskeri og í Lundi

Nýlega er lokið við að setja upp ný leiktæki við grunnskólann á Kópaskeri og grunnskólann í Lundi. Bætir þetta leikaðstöðu krakkanna til muna þó að náttúran sjálf skaffi yfirleitt bestu leiktækin. Uppsetning leiktækjanna var í höndum Vals ehf. ásamt verktökum á staðnum og starfsmönnum sveitarfélagsins.
19.11.2008
Tilkynningar
Kolbeinsey ÞH 10

Úthlutun byggðakvóta fyrir Norðurþing

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir Norðurþing (Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn). Um úthlutunarreglur vísast til reglugerðar nr. 605, 24. júní 2008 auk sérstakra úthlutunarreglna sbr. auglýsingu nr. 1029/2008 í Stjórnartíðindum. Þessar reglur er einnig að finna á heimasíðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2008. Eyðublaðið má finna hér.
11.11.2008
Tilkynningar
Námskeið á vegum AÞ og Útflutningsráðs

Námskeið á vegum AÞ og Útflutningsráðs

Námskeið á vegum Útflutningsráðs um áætlanagerð og verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu í samvinnu við KPMG og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.  Námskeiðið verður haldið á Gamla Bauk á Húsavík fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13-17.
11.11.2008
Tilkynningar
Frá Félagsþjónustu Norðurþings

Frá Félagsþjónustu Norðurþings

Við viljum minna á að á Félagsþjónustu Norðurþings er veitt félagsleg ráðgjöf.  Markmið félagslegrar ráðgjafar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar.  Félagsleg ráðgjöf tekur m.a. til ráðgjafar á sviði fjármála, húsnæðismála og fjölskyldu-og uppeldismála.  Markmiðið með félagslegri ráðgjöf er að hver einstaklingur geti notið sín sem best í samfélaginu og að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Nánari upplýsingar er að finna á vef Félagsþjónustunnar - http://felagsthjonusta.nordurthing.is
10.11.2008
Tilkynningar