Fara í efni

Fréttir

Dettifoss í Jökulsárgljúfrum

Stefnumótun í ferðaþjónustu

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga vinnur nú að stefnumótunaráætlun fyrir ferðamál á Norðausturlandi.  Áætlunin er til fimm ára og megin markmið hennar eru að greina núverandi stöðu ferðamála á svæðinu auk þess að útbúa aðgerðaráætlun sem auka á samkeppnishæfni svæðisins og gera það að eftirsóknarverðum áfangastað fyrir ferðamenn. Hluti þessarar vinnu felst í aðkomu hagsmunaaðila á svæðinu.  Því verða haldnir fundir víðsvegar á svæðinu þar sem farið er yfir verkefnið og þátttakendur eru beðnir um að koma með innlegg og tillögur. Hér má sjá nánar um hvar og hvenær samráðsfundirnir eru haldnir.
28.05.2008
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Sundnámskeið barna í Sundlaug Húsavíkur

Sundnámskeið fyrir börn sem fædd eru árin 2001, 2002, 2003 og 2004, verður haldið virku dagana frá 2. júní til og með 13. júní 2008. Námskeiðin eru fyrir hádegi. Starfsfólk leikskólanna fylgja þeim börnum, sem fædd eru 2002 og 2003 og eru í leikskóla fyrir hádegi.
22.05.2008
Tilkynningar
Nemandi á Grænuvöllum

Frá fundi Sveitarstjórnar í gær, 20. maí

Á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í gær, flutti meirihlutinn í sveitarstjórn Norðurþings eftirfarandi tillögu að samfélagslegum umbótum í sveitarfélaginu, tillagan var samþykkt samhljóða. Tillögur til sveitarstjórnar Norðurþings. a. Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings leggur til að að vistunargjöld leikskólans Grænuvalla á Húsavík og Krílakots í Öxarfirði lækki um 25% frá og með 1.8.2008 og vistunargjöld leikskólans á Raufarhöfn verði lækkuð þannig að öll vistunargjöld leikskólanna verði þau sömu í sveitarfélaginu. Einnig leggur meirihlutinn til að systkynaafsláttur á leikskólunum breytist með eftirfarandi hætti.
21.05.2008
Tilkynningar
Alp og Elaine Mehmet ásamt Guðbjarti Ellert Jónssyni, fjármálastjóra Norðurþings

Sendiherra Breta í kveðjuheimsókn á Húsavík

Sendiherra Bretlands,  Alp Mehmet, kom til Húsavíkur í morgun ásamt eiginkonu sinni, Elaine Mehmet.  Mehmet er að láta af störfum sem sendiherra, en hann er hefur tengst  Húsavík sérstökum vináttuböndum á síðustu árum, og kom því í þeim erindagerðum að kveðja.  Viðkynni og vinskapur hans hafa verið afar gefandi og ánægjuleg í gegnum tíðina.  Það lýsir sér kannski best í því að hann skuli gefa sér tíma til að heimsækja okkur og kveðja formlega.  Mehmet mun án efa verða fulltrúi okkar á erlendum vettvangi og kynna okkar ágæta samfélag.  Við þökkum honum fyrir komuna og óskum honum og eiginkonu hans alls hins besta í framtíðinni
16.05.2008
Tilkynningar
Frá fundi byggðarráðs þann 15. maí.......

Frá fundi byggðarráðs þann 15. maí.......

Á fundi byggðarráðs Norðurþings í gær var bókuð eftirfarandi áskorun til Alþingis Íslands: "Byggðarráð Norðurþings harmar það að leyfa eigi frjálsan innflutning á ferskum kjötvörum og öðrum landbúnaðarvörum til landsins. Sú aðgerð mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf í landinu og mun koma harðast niður dreifbýlinu og þó sérstaklega bændum. Mikil kostnaðaraukning hefur átt sér stað í kjötframleiðslu t.d. á áburði,eldsneyti,plasti og korni, svo fá dæmi séu nefnd, og svo ef sala dregst saman á Íslensku kjöti vegna innflutnings erlends fersks kjöts þá mun það verða eitt áfallið enn. Þessi óhefti innflutningur á hráu kjöti kemur því á mjög slæmum tíma fyrir Íslenska kjötframleiðendur. Byggðarráð Norðurþings skorar því á Alþingi Íslands og þingmenn að beita sér fyrir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað eða frumvarpið hreinlega fellt niður.
16.05.2008
Tilkynningar
Margt um að vera á Raufarhöfn

Margt um að vera á Raufarhöfn

Margt var um að vera á Raufarhöfn þann 13. maí sl.  Þá var formlega opnuð heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.  Auk þess var til sýnis nýtt áhaldahús Norðurþings sem staðsett er á Raufarhöfn.  Um kvöldið var svo opinn fundur um atvinnumál á svæðinu.
15.05.2008
Tilkynningar
Fyrirlestur ADHD samtakanna þann 17. apríl

Fyrirlestur ADHD samtakanna þann 17. apríl

Formaður ADHD samtakanna, Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi hélt fyrirlestur í Hvalasafninu þann 17. apríl  síðastliðinn.  Var fyrirlesturinn ætlaður foreldrum, kennurum og öðru starfsfólki skóla.  Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur og var nærri fullur fundarsalur.    Í fyrirlestrinum var m.a. helstu einkennum ADHD hjá börnum og fullorðnum lýst og ADHD samtökin kynnt. 
14.05.2008
Tilkynningar
Safnahúsið þar sem bókasafnið er til húsa

Bókasafnið á Húsavík - Afleysing forstöðumanns

Vegna fæðingarorlofs er auglýst eftir forstöðumanni að Bókasafninu á Húsavík til afleysinga  í 100% starf í allt að 2 ár  frá 1. september 2008. Um er að ræða fjölbreytt starf á nútímalegu safni. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir skipulagshæfileikum, færni í mannlegum samskiptum og hefur reynslu af öflun og miðlun upplýsinga. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi í bókasafns - og upplýsingafræðum eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi og hafi góða þekkingu á tölvum og möguleikum hugbúnaðar í safnaþjónustu.  
08.05.2008
Tilkynningar
Námssmiðja um ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Námssmiðja um ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Dagana 5. og 6. maí verður haldin námssmiðja fyrir hagsmunaðila og áhugafólk um ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Námssmiðjan er hluti af stefnumótunarvinnu AÞ í ferðamálum á svæðinu, og að henni koma innlendir og erlendir fræðimenn auk frumkvöðla úr heimabyggð. Dagskráin skiptist í tvö þemu og verður einn dagur helgaður hvoru. Sjá nánar um dagskránna hér
05.05.2008
Tilkynningar
Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings og Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta v…

Fréttatilkynning

  Norðurþing mótar framtíðarsýn 28.4.2008 Norðurþing hefur ákveðið að vinna nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Búsetuþróun á svæðinu, nýting og verndun náttúruauðlinda og áform um álver kalla á að Norðurþing móti sér framtíðarsýn og setji niður stefnu um byggðaþróun og landnotkun. Í aðalskipulagsvinnunni verður lögð sérstök áhersla á að marka stefnu um miðbæ Húsavíkur þannig að uppbyggingu hans verði með stýrt í átt að skýrri heildarsýn á þennan kjarna sveitarfélagsins. Einnig verður lögð áhersla á greiningu og stefnumörkun um landslag, í ljósi fjölbreytni þess, verðmætis og þýðingar fyrir búsetuskilyrði og ferðaþjónustu í Norðurþingi.
30.04.2008
Tilkynningar
Kópasker

Nýtt aðalskipulag Norðurþings

Fimmtudaginn 17. apríl hófst formlega vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Norðurþing.  Þá var undirritaður verksamningur við Ráðgjafafyrirtækið Alta um skipulagsráðgjöf og vinnslu skipulagstillögu.  Í framhaldi af undirskrift verksamnings  var haldinn fundur þar sem nefndarfólki Norðurþings og stjórnendum var kynnt verkáætlun skipulagsvinnunnar og svo farið yfir helstu viðfangsefni sem taka þarf á í skipulagsvinnunni. 
18.04.2008
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Opnunartími í Sundlaug Húsavíkur á næstunni

Vegna handboltamóts, sumardagsins fyrsta og 1. maí verður opnunartími Sundlaugar Húsavíkur sem hér segir:   24/4 Sumardagurinn fyrsti   10 - 18 25/4 Föstudagur   6:45 - 21 26/4 Laugardagur   10 - 17 27/4 Sunnudagur   10 - 13 01/5 1. maí   10 - 13   Forstöðumaður
15.04.2008
Tilkynningar