Fara í efni

Fréttir

Kópaskersskóli

Kópaskersskóli - starf deildarstjóra

Norðurþing auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildarstjóra grunnskóladeildar við Kópaskersskóla út skólaárið 2008-2009.  Kópaskersskóli mun næsta skólaár þjóna börnum á leik-og grunnskólaaldri, frá 12 mánaða til loka miðstigs grunnskóla.  Lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda. 
04.11.2008
Tilkynningar
Forvarnardagurinn 2008

Forvarnardagurinn 2008

Forvarnardagurinn verður haldinn í þriðja sinn næstkomandi, fimmtudag, 6. nóvember, um land allt. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við  Samband íslenskra sveitarfélaga, Bandalag íslenskra skáta, Ungmennafélag Íslands, auk Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Actavis er aðalstyrktaraðili dagsins.
03.11.2008
Tilkynningar
Menntaskólinn á Akureyri

Opinn borgarafundur um skólamál

Opinn borgarafundur um framhalds-, grunn-, og leikskólamál verður haldinn 5. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í Kvosinni, Menntaskólanum á Akureyri. Fundurinn er haldinn á vegum menntamálaráðuneytisins til kynningar á nýrri menntalöggjöf fyrir skólafólk, foreldra, nemendur og annað áhugafólk um skólamál.  Menntamálaráðherra og sérfræðingar menntamálaráðuneytisins munu kynna nýju löggjöfina og að loknum erindum verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.
31.10.2008
Tilkynningar
Gönguskíðabraut á íþróttavellinum

Gönguskíðabraut á íþróttavellinum

Unnið er að því að troða gönguskíðabraut á íþróttavellinum á Húsavík.  Stefnt er að því að hún verði tilbúin kl. þrjú í dag, þriðjudag. Nú er því um að gera að taka gönguskíðagræjurnar úr geymslunni, dusta af þeim rykið og taka nokkra hringi á meðan að snjóalög leyfa.
28.10.2008
Tilkynningar
Frá Raufarhöfn

Menningarvika á Raufarhöfn

Dagana 19. - 25. október stendur yfir menningarvika á Raufarhöfn.  Að venju er dagskráin fjölbreytt og metnaðarfull svo að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Nægir þar að nefna harmonikkutónleikar, diskótek fyrir börnin, gítartónleikar, vínsmökkunarnámskeið og villibráðakvöld. Nánar um dagskránna hér að neðan.
21.10.2008
Tilkynningar
Fundur ferðaþjónustuaðila á GEBRIS svæðinu

Fundur ferðaþjónustuaðila á GEBRIS svæðinu

Haldinn verður fundur ferðaþjónustuaðila á GEBRIS svæðinu á Hótel Norðurljósum þann 27. október 2008. Á fundinum mun Sif Jóhannesdóttir verkefnisstjóri segja stuttlega frá gangi verkefnisins.  Þá mun Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi kynna starfsemi skrifstofunnar og nýjar áherslur í markaðs- og kynningarmálum.  Auk þess mun Arngrímur Viðar Ásgeirsson kynna starfssemi Ferðaskrifstofu Austurlands og uppbyggingu í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri. Allir sem starfa að ferðaþjónustu á GEBRIS svæðinu (Jökulsá að Bakkafirði) eru hvattir til að mæta á fundinn. Nánar um dagskrá fundarins
21.10.2008
Tilkynningar
Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur

25. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, í dag þriðjudaginn 21. október og hefst kl. 16:00.   Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan.  
21.10.2008
Tilkynningar
Æskulýðssjóður - umsóknarfrestur 1. nóv.

Æskulýðssjóður - umsóknarfrestur 1. nóv.

Umsóknarfrestur til styrkja úr Æskulýðssjóði á vegum menntamálaráðuneytisins rennur út 1. nóvember.  Þeim sem hyggja á að leggja inn umsóknir til sjóðsins er bent á að kynna sér reglur sjóðsins . Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins á vefslóðinni http://umsoknir.stjr.is .
15.10.2008
Tilkynningar
Þjónustu- og upplýsinganet

Þjónustu- og upplýsinganet

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett á fót nýtt samræmt þjónustu- og upplýsinganet vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði sem felur í sér nýtt vefsvæði, grænt símanúmer, fyrirspurnalínu og netspjall. Á hinu nýja þjónustuneti er að finna tengingar og helstu upplýsingar um stöðu mála og margvíslega upplýsingaþjónustu og ráðgjöf sem í boði er á vettvangi ráðuneyta og stofnana vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Jafnframt er þar að finna upplýsingar um aðra aðila sem veita margvíslega ráðgjöf og þjónustu sem nýst getur almenningi. Slóðin á hið nýja þjónustunet er: http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar
13.10.2008
Tilkynningar
Kelda fyrir 10-12 ára

Kelda fyrir 10-12 ára

Síðast liðinn mánudag, 6. október, opnaði félagsmiðstöðin Keldan fyrir börn í 5. - 7. bekk. Opnunartími er á mánudögum frá klukkan 17:30 - 19:00 og fer starfið fram í sal Borgarhólsskóla. Í félagsmiðstöðinni er hægt að fara í ýmis gólfspil eins og fótboltaspil, borðtennis, þythokkí og pool. Einnig er hægt að fara í ýmis borðspil og margt fleira. Þegar líða tekur á veturinn verður svo boðið upp á ýmis námskeið sem verða auglýst nánar síðar.  Mikið líf og fjör var á mánudaginn og mættu um 90 krakkar. Hægt verður að fylgjast með starfinu á eftirfarandi netslóð  http://www.123.is/1012kelda/.   Umsjónarmenn með starfinu eru Kristjana María Kristjánsdóttir (866-3898) og Sigríður Hauksdóttir (899-7975).
10.10.2008
Tilkynningar
Laust starf skólaritara

Laust starf skólaritara

Frá  1. desember n.k. er laust starf skólaritara við Borgarhólsskóla. Ritari annast m.a. ritun skjala, skráningar,  umsjón með gagnagrunni skólans, símsvörun, skjalavörslu, innheimtu og ýmsa þjónustu við starfsfólk, foreldra og nemendur  í umboði skólastjóra. Æskilegt að umsækjendur búi að góðri menntun og  reynslu af skrifstofustörfum. Hagnýt tölvukunnátta og  hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Halldór Valdimarsson skólastjóri sími: 464-6141, netfang: hvald@borgarholsskoli.is  og skal umsóknum skilað til undirritaðs fyrir 7. nóvember  á eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Norðurþings.   Skólastjóri
08.10.2008
Tilkynningar
Íþróttahöllin á Húsavík

Endurgreiðsla æfingagjalda

Með vísan í samþykkt sveitarstjórnar Norðurþings tilkynnist að endurgreiðsla allt að 10. 000.- krónum vegna æfingagjalda barna og unglinga, 0 -18 ára, fyrir árið 2008 verða greiddar út í samvinnu við íþrótta- og ungmennafélög í Norðurþingi.  Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að hafa samband við framkvæmdastjóra/umsjónarmenn íþrótta- og umgmennafélaga sem munu annast endurgreiðslur æfingagjaldanna í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins. f.h. Norðurþings Jóhann Rúnar Pálsson, æskulýðsfulltrúi
03.10.2008
Tilkynningar