Fara í efni

Fréttir

Frá fundi byggðarráðs þann 15. maí.......

Frá fundi byggðarráðs þann 15. maí.......

Á fundi byggðarráðs Norðurþings í gær var bókuð eftirfarandi áskorun til Alþingis Íslands: "Byggðarráð Norðurþings harmar það að leyfa eigi frjálsan innflutning á ferskum kjötvörum og öðrum landbúnaðarvörum til landsins. Sú aðgerð mun hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf í landinu og mun koma harðast niður dreifbýlinu og þó sérstaklega bændum. Mikil kostnaðaraukning hefur átt sér stað í kjötframleiðslu t.d. á áburði,eldsneyti,plasti og korni, svo fá dæmi séu nefnd, og svo ef sala dregst saman á Íslensku kjöti vegna innflutnings erlends fersks kjöts þá mun það verða eitt áfallið enn. Þessi óhefti innflutningur á hráu kjöti kemur því á mjög slæmum tíma fyrir Íslenska kjötframleiðendur. Byggðarráð Norðurþings skorar því á Alþingi Íslands og þingmenn að beita sér fyrir því að afgreiðslu frumvarpsins verði frestað eða frumvarpið hreinlega fellt niður.
16.05.2008
Tilkynningar
Margt um að vera á Raufarhöfn

Margt um að vera á Raufarhöfn

Margt var um að vera á Raufarhöfn þann 13. maí sl.  Þá var formlega opnuð heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.  Auk þess var til sýnis nýtt áhaldahús Norðurþings sem staðsett er á Raufarhöfn.  Um kvöldið var svo opinn fundur um atvinnumál á svæðinu.
15.05.2008
Tilkynningar
Fyrirlestur ADHD samtakanna þann 17. apríl

Fyrirlestur ADHD samtakanna þann 17. apríl

Formaður ADHD samtakanna, Ingibjörg Karlsdóttir félagsráðgjafi hélt fyrirlestur í Hvalasafninu þann 17. apríl  síðastliðinn.  Var fyrirlesturinn ætlaður foreldrum, kennurum og öðru starfsfólki skóla.  Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur og var nærri fullur fundarsalur.    Í fyrirlestrinum var m.a. helstu einkennum ADHD hjá börnum og fullorðnum lýst og ADHD samtökin kynnt. 
14.05.2008
Tilkynningar
Safnahúsið þar sem bókasafnið er til húsa

Bókasafnið á Húsavík - Afleysing forstöðumanns

Vegna fæðingarorlofs er auglýst eftir forstöðumanni að Bókasafninu á Húsavík til afleysinga  í 100% starf í allt að 2 ár  frá 1. september 2008. Um er að ræða fjölbreytt starf á nútímalegu safni. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir skipulagshæfileikum, færni í mannlegum samskiptum og hefur reynslu af öflun og miðlun upplýsinga. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið námi í bókasafns - og upplýsingafræðum eða annarri háskólamenntun sem nýtist í starfi og hafi góða þekkingu á tölvum og möguleikum hugbúnaðar í safnaþjónustu.  
08.05.2008
Tilkynningar
Námssmiðja um ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Námssmiðja um ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Dagana 5. og 6. maí verður haldin námssmiðja fyrir hagsmunaðila og áhugafólk um ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Námssmiðjan er hluti af stefnumótunarvinnu AÞ í ferðamálum á svæðinu, og að henni koma innlendir og erlendir fræðimenn auk frumkvöðla úr heimabyggð. Dagskráin skiptist í tvö þemu og verður einn dagur helgaður hvoru. Sjá nánar um dagskránna hér
05.05.2008
Tilkynningar
Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings og Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta v…

Fréttatilkynning

  Norðurþing mótar framtíðarsýn 28.4.2008 Norðurþing hefur ákveðið að vinna nýtt aðalskipulag fyrir sveitarfélagið. Búsetuþróun á svæðinu, nýting og verndun náttúruauðlinda og áform um álver kalla á að Norðurþing móti sér framtíðarsýn og setji niður stefnu um byggðaþróun og landnotkun. Í aðalskipulagsvinnunni verður lögð sérstök áhersla á að marka stefnu um miðbæ Húsavíkur þannig að uppbyggingu hans verði með stýrt í átt að skýrri heildarsýn á þennan kjarna sveitarfélagsins. Einnig verður lögð áhersla á greiningu og stefnumörkun um landslag, í ljósi fjölbreytni þess, verðmætis og þýðingar fyrir búsetuskilyrði og ferðaþjónustu í Norðurþingi.
30.04.2008
Tilkynningar
Kópasker

Nýtt aðalskipulag Norðurþings

Fimmtudaginn 17. apríl hófst formlega vinna að nýju aðalskipulagi fyrir Norðurþing.  Þá var undirritaður verksamningur við Ráðgjafafyrirtækið Alta um skipulagsráðgjöf og vinnslu skipulagstillögu.  Í framhaldi af undirskrift verksamnings  var haldinn fundur þar sem nefndarfólki Norðurþings og stjórnendum var kynnt verkáætlun skipulagsvinnunnar og svo farið yfir helstu viðfangsefni sem taka þarf á í skipulagsvinnunni. 
18.04.2008
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Opnunartími í Sundlaug Húsavíkur á næstunni

Vegna handboltamóts, sumardagsins fyrsta og 1. maí verður opnunartími Sundlaugar Húsavíkur sem hér segir:   24/4 Sumardagurinn fyrsti   10 - 18 25/4 Föstudagur   6:45 - 21 26/4 Laugardagur   10 - 17 27/4 Sunnudagur   10 - 13 01/5 1. maí   10 - 13   Forstöðumaður
15.04.2008
Tilkynningar
Styrkþegar verkefnastyrkja Eyþings

Úthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs

Fimmtudaginn 10. apríl úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings. Er þetta önnur úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Tónlistarhúsinu Laugarborg að viðstöddu fjölmenni. Ávörp fluttu Helga Haraldsdóttir skrifstofustjóri ferðamála í iðnaðarráðuneyti og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarráðs. Flutt voru tónlistaratriði af styrkþegum sem og danssýning frá Vefaranum.
15.04.2008
Tilkynningar
Frá keppninni á Húsavík

Stóra upplestrarkeppnin 2008 í Þingeyjarsýslum

Lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar í Þingeyjarsýslum voru haldnar 10. og 11. apríl s.l.  Skáld Stóru upplestrarkeppninnar að þessu sinni voru tvö: Jón Sveinsson og Steinn Steinarr. Fyrri lokahátíðin var haldin í Félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn fimmtudaginn 10. apríl. Keppendur voru nemendur úr 7. bekk Öxarfjarðarskóla, Grunnskóla Raufarhafnar, Grunnskóla Svalbarðshrepps og Grunnskóla Þórshafnar. Síðari lokahátíðin var haldin í Safnahúsinu á Húsavík föstudaginn 11. apríl.  Keppendur voru nemendur úr 7. bekk Borgarhólsskóla, Hafralækjarskóla, Litlulaugaskóla og Reykjahlíðarskóla.
14.04.2008
Tilkynningar
Fréttatilkynning frá Norðurþingi

Fréttatilkynning frá Norðurþingi

Undirbúningur gengur vel fyrir álver á Bakka við Húsavík Alcoa mun síðar í þessum mánuði leggja fram hjá Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum vegna álvers á Bakka við Húsavík með um 250.000 tonna framleiðslugetu á ári. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjölmennum borgarafundi sem sveitarfélagið Norðurþing stóð fyrir á Húsavík í kvöld, fimmtudaginn 3. apríl. Á fundinum kynntu fulltrúar Norðurþings, Landsnets, Landsvirkjunar, HRV og Alcoa undirbúning og stöðu mála varðandi fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík.  
10.04.2008
Tilkynningar
Auglýst eftir styrkumsóknum

Auglýst eftir styrkumsóknum

KEA auglýsir eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutunin að þessu sinni tekur til tveggja flokka þar sem auglýst er eftir umsóknum úr flokki Ungra afreksmanna annars vegar og úr flokki íþróttamála hins vegar.
09.04.2008
Tilkynningar