Fara í efni

Fréttir

Háspennulínur (245 kV) frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík

Skútustaðahreppur, Aðaldælahreppur, Þingeyjarsveit og Norðurþing. Drög að tillögu að matsáætlunLandsnet hf. hefur hafið mat á umhverfisáhrifum byggingu tveggja 245 kV háspennulína frá fyrirhuguðum virkjununum á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum að Bakka við Húsavík. Háspennulínurnar munu liggja um sveitarfélögin Skútustaðahrepp, Aðaldælahrepp, Þingeyjarsveit og Norðurþing, um 60 km leið. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum.  Almenningi gefst kostur á kynna sér þessi drög og koma með athugasemdir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar til þriðjudags 8. janúar 2008.  Hægt er að senda inn athugasemdir með tölvupósti á netföngin axel@vgkhonnun.is og arnije@landsnet.is. Drög að tillögu að matsáætlun Heimild: www.vgkhonnun.is
20.12.2007
Tilkynningar
Sjúkrahús og heilsugæsla á Húsavík

Deiliskipulag lóðarinnar Útgarðs 4

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 18. desember síðastliðinn tillögu skipulags- og byggingarnefndar að deiliskipulagi lóðarinnar Útgarðs 4 á Húsavík.  Skipulagstillagan var kynnt til samræmis við ákvæði skipulags- og byggingarlaga í október og nóvember s.l.  Athugasemdir bárust frá einum aðila en skipulags- og byggingarnefnd lagði til við sveitarstjórn að tillagan sem kynnt var yrði samþykkt óbreytt sem deiliskipulag.
20.12.2007
Tilkynningar
Frá jólaballi á Raufarhöfn

Góður árangur nemenda á þjónustusvæði Fjölskylduþjónustu Þingeyinga í PISA-könnuninni 2006

Á aðalfundi  Grunns 7. desember s.l kynnti fulltrúi frá Námsmatsstofnun  fyrir starfsfólki skólaskrifstofa á landinu helstu niðurstöður úr PISA - könnuninni 2006 um Ísland. Í skýrslunni kemur fram að það eru nemendur frá  Vestfjörðum,  Norðurlandi vestra og eystra sem sýna bestu frammistöðuna.
19.12.2007
Tilkynningar
Anna Karólína Vilhjálmsdóttir

„Betri grunnur, bjartari framtíð“

Eftirfarandi grein fengum við að láni hjá Hvata – blaði íþróttasambands fatlaðra. Greinarhöfundur; Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frkvstj. Fræðslu og útbreiðslusviðs ÍF. Verkefnið „Betri grunnur, bjartari framtíð"Snemmtæk íhlutun vegna hreyfiþroska leikskólabarnaRannsóknarverkefni sem fram fór á Húsavík árin 2005 - 2006 Handbók í hreyfiþjálfun, Motor Acitivies Booklet  hefur verið gefin út í  kjölfar verkefnis sem fram hefur farið á Húsavík frá árinu 2005.  Carola Frank Aðalbjörnsson Ph. D. stýrði rannsóknarverkefni þar sem áhrif hreyfiþjálfunar á leikskólabörn voru könnuð. Markhópur var börn með seinkaðan hreyfiþroska en önnur börn tóku einnig þátt í verkefninu.    Hreyfiþroskaverkefnið á Húsavík var byggt á fyrirmyndum og niðurstöðum rannsóknarverkefna á snemmtækri íhlutun sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, Brasilíu og Kína.  Þar var miðað við hreyfistundir  tvisvar í viku í 30 mínútur og tímabil var 12 vikur.  Fjöldi barna var 20 - 24 í hverjum hópi.  Niðurstöður rannsókna frá 1997, 1998, 1999 og  2000 sýndu svipaða útkomu þar sem meðaltalsprósenta fyrir hreyfifærni jókst úr 7% í 80%   Meðaltalsprósenta fyrir samhæfingu jókst úr 36% í 91%   
18.12.2007
Tilkynningar
mynd Jón Ármann

Byggðakvóti Norðurþing

Sjávarútvegsráðuneytið hefur, með vísan til 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2006/2007, samþykkt ný sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda fyrir Norðurþing sbr. meðfylgjandi skjal. auglýsing í stjórntíðindum . Samkvæmt auglýsingu Fiskistofu, sem birtast mun víðar á næstunni, er hægt að sækja um byggðakvóta þessarra sveitarfélaga með því að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda til Fiskistofu. Umsóknarfrestur er til 31. desember nk. frétt af fiskistofa.is
14.12.2007
Tilkynningar
Styrkhafar að lokinni úthlutun

Úthlutun fyrstu styrkja Menningarráðs Eyþings

Í gær úthlutaði Menningarráð Eyþings verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings.  Er þetta fyrsta úthlutun ráðsins og fór athöfnin fram í Þorgeirskirkju við Ljósavatn að viðstöddu fjölmenni.  Alls bárust  ráðinu 54 umsóknir um rúmar 37 milljónir.  25 verkefni hlutu styrk að upphæð rúmar 12 milljónir króna. Ávörp fluttu Kristján L. Möller samgönguráðherra og Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarráðs sem kynnti niðurstöður ráðsins.  Flutt voru tónlistaratriði af styrkþegum sem og brot úr brúðuleiksýningu. Að þessu sinni féll hæsti styrkur ráðsins í skaut verkefnisins „Leikum saman"   Verkefnið „Leikum saman"  felur í sér uppsetningu á söngleiknum „Wake me up" eftir Hallgrím Helgason rithöfund og listamann.  Þátttakendur í söngleiknum er ungt fólk, nemendur á unglingastigi í grunnskólum og á framhaldsskólastigi. Listrænir stjórnendur eru Arnór B. Vilbergsson, tónlistarstjóri og Guðjón Davíð Karlsson, leikstjóri.    Menningarráð Eyþings vonar að styrkir þessir verði menningar- og listalífi á svæðinu hvatning til áframhaldandi góðra verka.
03.12.2007
Tilkynningar
Frá verðlaunaafhendingunni

Þingeysku heilbrigðisverðlaunin

Á ársfundi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga þann 29.nóvember 2007 voru Þingeysku heilbrigðisverðlaunin veitt geðræktarmiðstöðinni Setrinu. Þingeysku heilbrigðisverðlaunin eru veitt fyrir frumkvöðlastarf, uppfinningar eða vel heppnaða útfærslu hugmynda, sem stuðla að heilbrigði og bættri líðan almennt eða ná til tiltekinna hópa einstaklinga eða sjúkdóma á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.  
30.11.2007
Tilkynningar
Þarft þú á þjónustu dagforeldris að halda?

Þarft þú á þjónustu dagforeldris að halda?

Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar á reglum um inntöku barna á leikskóla í Norðurþingi, kannar sveitarfélagið þörf fyrir þjónustu dagforeldra. Relgur um inntöku barna má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins http://nordurthing.is og eru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólaaldri hvattir til að kynna sér þær.
30.11.2007
Tilkynningar
Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025

Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025

Samvinnunefnd um svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum samþykkti þann 8. nóvember 2007 tillögu að svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025. 
30.11.2007
Tilkynningar
Jólatréið sem tendrað verður

Ljósin tendruð á jólatréinu á Húsavík

Tendrað verður á ljósunum á jólatréinu á Húsavík, laugardaginn 1. desember og hefst dagskráin kl. 16:00. Lúðrasveit Borgarhólsskóla flytjur jólalög, Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri Norðurþings flytur ávarp og skólakórinn syngur jólalög við undirleik Lisu McMaster.  Þá mun séra Sighvatur Karlsson flytja hugvekju og að sjálfsögðu mæta jólasveinar úr Dimmuborgum á staðinn með óvæntan glaðning.  Á meðan á dagskránni stendur munu félagar úr Soroptimistaklúbbnum verða með kleinur og kakó til sölu. Það er sunddeild Völsungs sem stendur að dagskránni.  
29.11.2007
Tilkynningar
Jólaljós

Norðurþing lýsir upp skammdegið

Starfsmenn þjónustustöðva Norðurþings eru nú í óðaönn að setja upp jólaljós vítt og breitt um sveitarfélagið. Jólatré sveitarfélagsins eru á sjö stöðum eða á Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavik, við Lund, Skúlagarð, Heiðarbæ og Hrísateig. Tréin við Hrísateig og Heiðarbæ eru nýbreytni sem vonast er til að mælist vel fyrir.
27.11.2007
Tilkynningar
Kór framhaldsskólans

Jónasarvaka á Húsavík

Föstudaginn 16. nóvember var haldin hátíð í íþróttahöllinni á Húsavík í tilefni af því að þann dag voru 200 ár liðin frá fæðingu skáldsins og náttúrufræðingsins Jónasar Hallgrímssonar.  Húsvískt skólafólk af öllum skólastigum sáu um dagskránna sem var einkar vegleg og ljóst að krakkarnir höfðu lagt mikla vinnu í gera hátíðina sem glæsilegasta.
20.11.2007
Tilkynningar