Fara í efni

Fréttir

Nemendur að leik í þjóðgarðinum

Þjóðgarðsdagur

Þriðjudaginn 15. maí fóru nemendur og starfsfólk Öxarfjarðarskóla í þjóðgarðsferð í Ásbyrgi. Nemendur unglingadeildar höfðu ásamt umsjónarkennurum sínum undirbúið dagskrá í formi pósta þar sem blandað var saman fróðleik og leikjum. Póstunum var dreift um byrgið og gengu yngri deild og miðdeild í sitt hvoru lagi á milli þeirra.
23.05.2007
Tilkynningar
Nemendur í sundkennslu

Sundnámskeið

Sundnámskeið fyrir börn sem fædd eru árin 2000, 2001, 2002 og 2003, verður haldið virku dagana frá 04. júní til og með 15. júní í Sundlaug Húsavíkur. Námskeiðin eru fyrir hádegi.  Starfsfólk leikskólanna fylgir þeim börnum sem fædd eru 2001 og 2002 og eru í leikskóla fyrir hádegi.  Börn sem fædd eru 2003 eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna. Upplýsingar og skráning eru einungis í sundlauginni í síma 464-6190.  Skráningu skal vera lokið fyrir 25. maí. Athugið ekki verður tekið við skráningu eftir þann tíma. Þátttökugjald er 3000 kr. fyrir hvert barn. Ef fleiri en eitt barn úr fjölskyldu er gjaldið 2500 kr.  Kennarar verða Harpa Aðalbjörnsdóttir og Árný Björnsdóttir. Forstöðumaður.
21.05.2007
Tilkynningar
Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum

Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum

Kynningarfundur um drög að svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum og umhverfismati áætlunarinnar var haldinn að Ýdölum í Aðaldal 14. maí 2007.  Frummælendur á fundinum voru:  Gaukur Hjartarson, formaður samvinnunefndar um gerð svæðisskipulagsins, Birna B. Árnadóttir frá Skipulagsstofnun, Þorkell Lindberg Þórarinsson frá Náttúrustofu Norðausturlands, Árni Ólafsson frá Teiknistofu Arkitekta og Jóna Bjarnadóttir frá VGK-Hönnun. 
21.05.2007
Tilkynningar
Sorpmóttökustöð að Víðimóum

Frá Sorpsamlagi Þingeyinga

Sorpsamlag Þingeyinga mun hefja á ný móttöku úrgangns að Víðimóum 2 miðvikudaginn 16. maí. Þangað til eru allir sem mögulega geta frestað að losa sig við rusl, beðnir að gera það þar til opnað verður. Í neyðartilfellum veður tekið á móti úrgangi sem ekki rotnar, þ.e. frá þeim sem alls ekki hafa aðstæður til að geyma hann. Sorpsamlagið þakkar þolinmæði og skilnig sem félaginu hefur verið sýndur í yfirstandandi rekstrarstöðvun. Sorpsamlag Þingeyinga ehf.  
11.05.2007
Tilkynningar
Rannveig afhendir Huld skólastjóra vélarnar

Öxarfjarðarskóli fær nýjar tölvur

Á fimmtudaginn í síðustu viku mætti Rannveig Snót, frá Fjöllum í Kelduhverfi, með góðar gjafir til skólans. Það voru fjórar notaðar tölvur með skjám og öllum fylgihlutum. Heilbrigðisstofnun var að skipta út vélum hjá sér og bauð þær notuðu á góðu verði. Rannveig og Óli ákváðu að nota tækifærið og skipta sinni gömlu út. Þeim datt í hug að skólanum gætu nýst svona vélar, en um er að ræða pakka frá Hewlett-Packard sem samanstendur af tölvu, 17" flatskjá, bleksprautuprentara, lylkaborði og mús.
07.05.2007
Tilkynningar
Vorsýning Í Bjarnhúsi

Vorsýning Í Bjarnhúsi

Þann 11. maí verður opið hús og sýning á listaverkum barnanna í Bjarnahúsi. Sýningin er opin frá kl. 10.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00. Uppákomur verða kl. 11.00 og 13.30. Allir hjartanlega velkomnir. Börn og kennarar í Bjarnahúsi.
04.05.2007
Tilkynningar
Útskriftarhópurinn

Skólaliðar útskrifast

Í vetur hafa flestir skólaliðarnir sem starfa í Borgarhólsskóla setið á skólabekk. Hluti þeirra hefur stundað skólaliðanám við Framhaldsskólann á Húsavík og hluti hefur stundað sitt nám, Grunnnám fyrir skólaliða, hjá Þekkingarsetri Þingeyinga. Alls voru 17 skólaliðar sem tóku þátt í náminu á Þekkingarsetrinu þar af voru 7 frá Borgarhólsskóla. Hópnum var kennt á þremur stöðum í einu, á Húsavík, á Laugum og í Mývatnssveit og var notast við fjarfundabúnað til að koma fróðleiknum til skila á alla staði.
03.05.2007
Tilkynningar
Þéttskipað í Íþóttahöllinni á Húsavík

Ríflega 700 hátíðargestir 1. maí

Íþróttahöllin á Húsavík var þétt setin 1. maí þegar ríflega 700 hátíðargestir mættu til að fagna degi verkalýðsins 1. maí. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda tókst öllum að finna sér sæti til að njóta skemmtiatriðanna. Hátíðardagskráin var þétt skipuð af úrvalsatriðum. Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis flutti ávarp við setningu hátíðarinnar og Steini Hall flutti síðan Internationalinn í tilefni dagsins.
03.05.2007
Tilkynningar
Bergur Elías Ágústsson og Magnús Stefánsson undirrita samninginn

Bætt þjónusta við fatlaða - ný búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í Þingeyjarsýslum

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri undirrituðu þann 30. apríl síðast liðinn, þjónustusamning um málefni fatlaðra og samkomulag um ný búsetuúrræði og eflingu dagþjónustu og dagvist fyrir geðfatlað fólk í Þingeyjarsýslum. Með endurnýjun samningsins um málefni fatlaðra heldur Norðurþing áfram að veita fötluðum börnum og fullorðnum í Þingeyjarsýslum þá þjónustu sem er á vegum ríkisins samkvæmt lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992. Samningurinn er til þriggja ára og samningsfjárhæð er liðlega 280 milljónir króna.
02.05.2007
Tilkynningar
Húsavík

FRÉTTATILKYNNING

Fjölbreytileikinn má ekki tapast Skipulagsmál á miðbæjar- og hafnarsvæði til skoðunar Sveitarstjórn Norðurþings fékk ráðgjafarfyrirtækið Alta til að greina stöðu og möguleika í skipulagi miðbæjar- og hafnarsvæðis á Húsavík og hófst sú vinna fyrr í mánuðinum.  Fyrsta skrefið fólst í fundum með ýmsum hagsmunaaðilum á svæðinu.  Fundað hefur verið með fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja, flutninga- og fiskvinnslufyrirtækjum, smábátasjómönnum, björgunarsveit og þjónustufyrirtækjum á miðbæjarsvæði næst hafnarsvæðinu, auk fundar með fulltrúum í hafnarstjórn, skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og tækniráði Norðurþings. Smella hér til að sjá tilkynninguna í heild sinni
02.05.2007
Tilkynningar
Akurinn herfaður

Kornsáning í Kelduhverfi

Í Kelduhverfi hefur verið stunduð kornrækt í nokkur ár.  Ekki er ræktunin í mjög stórum stíl en þó hafa þeir sem hana stundað hvorki fengið of litla né of mikla uppskeru.  Fimmtudaginn 26. apríl var svo sáð í akurinn, er hann um 2 hektarar og staðsettur á flötunum við Fjöll.  Í þetta sinnið var gerð tilraun með að nota dreifsáningu með kastdreifara í stað raðsáningar með sáningarvél Landgræðslunnar. Verður spennandi að sjá hvort einhver munur verður á árangri nú og á fyrri árum.  Allavega fer þetta vel af stað, rigningarskúri gerði sama dag rétt eins og pantað var.
01.05.2007
Tilkynningar
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga endurútgefur ferðaþjónustubækling um Þingeyjarsýslur! Í fyrra gaf Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga út veglegan 40 síðna ferðaþjónustubækling um Þingeyjarsýslur á ensku og íslensku í 20.000 eintökum.  Nú er svo komið að það upplag er að verða búið og hefur því verið tekin ákvörðun um að endurútgefa bæklinginn.   Á næstu dögum munu starfsmenn félagsins hafa samband við þá aðila sem voru með skráningu í bæklingnum og óska eftir áframhaldandi skráningu.
30.04.2007
Tilkynningar