Fara í efni

Fréttir

Ljótu hálfvitarnir heita á Völsungsstúlkur

Ljótu hálfvitarnir heita á Völsungsstúlkur

Kvennalið Völsungs frá Húsavík keppir nú í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í knattspyrnu, eftir gott gengi í sumar. Fyrri leikur undanúrslita fór fram í gær þegar liðið mætti Aftureldingu í Mosfellsbæ. Fyrir leikinn barst Völsungsstúlkum formlegt áheit frá húsvísku hljómsveitinni Ljótu hálfvitunum. Áheitið var á þá leið að ef Völsungsstúlkur ynnu sér sæti í Úrvalsdeildinni myndu Hálfvitarnir mæta þeim í knattspyrnuleik ásamt því að halda stórtónleika þeim til heiðurs. Og allur ágóði rynni til Völsungsstúlkna til undirbúnings og þátttöku í Úrvalsdeildinni að ári.
03.09.2007
Tilkynningar

Lokið við borun holu 4 á Þeistareykjum

Nú um helgina lauk borun á holu 4 á Þeistareykjum og er endanleg dýpt holunnar um 2200 m.  Við borun holunnar var borað í gegnum sprungusveim á 2000 m. dýpi og eru vísbendingar um að þetta verði öflugasta holan á Þeistareykjum til þessa. Frétt af vef Orkuveitu Húsavíkur, www.oh.is
29.08.2007
Tilkynningar
Blóðgjöf er lífgjöf

Blóðbankabíllinn kemur til Húsavíkur

Starfsfólk Blóðbankans verður á heilsugæslunni á Húsavík 20. ágúst frá kl. 8:30 - 17:00.  Eingöngu verða tekin blóðsýni, nýir blóðgjafar velkomnir.  
14.08.2007
Tilkynningar
Landgræðsludagur og Landgræðsluverðlaun 2007

Landgræðsludagur og Landgræðsluverðlaun 2007

Landgræðsla ríkisins hefur um árabil veitt landgræðsluverðlaun til einstaklinga og/eða félaga fyrir störf þeirra að landgræðslumálum. Þau hafa verið afhent á svokölluðum landgræðsludegi landgræðslufélaganna, en þau eru nú 12 víðs vegar um landið.
08.08.2007
Tilkynningar
Ólafía og Sara í Svíþjóð

Ferðastyrkur til ungmenna í Norðurþingi.

Sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, frú Madeleine Ströje Wilkens afhenti í gær í annað sinn ferðastyrk til handa ungmennum í Norðurþingi. Ferðastyrkurinn er ætlaður til að standa straum af ferðakostnaði ungmenna úr Norðurþingi til Svíþjóðar, styrkupphæðin miðast við að eitt eða tvö ungmenni geti ferðast saman. Fyrir fyrsta ferðastyrkinn sem afhentur var í desember á síðasta ári ferðuðust Ólafía Helga Jónasdóttir og Sara Stefánsdóttir til vinabæjar Húsavíkur, Karlskoga og dvöldu þar í góðu yfirlæti í boði Karlskoga Kommun nokkra daga um mánaðarmótin maí - júní á þessu ári.
26.07.2007
Tilkynningar
Gunnar Björnsson, sóknarformaður, Séra Jón Ármann og Kristján með bókina.

Skinnastaðakirkja

Í gær sunnudaginn 22. júlí afhenti Kristján Benediktsson á Þverá, Skinnastaðarkirkju ljósprentaða bók sem ber nafnið Hákonarstaðarbók. Hún er afrituð upp úr galdrabók Einars Nikulásasonar galdrameistara á Sinnastað árið 1845-46 af Pétri yngra Péturssyni á Hákonarstöðum á Jökuldal.    
23.07.2007
Tilkynningar
Spurningakeppni sveitarfélaga

Spurningakeppni sveitarfélaga

Leitað er til íbúa með tilnefningu í 3ja manna keppnissveit  sem mun fara fyrir hönd Norðurþings í spurningarkeppni sveitarfélaganna sem byrjar í haust. Viðkomandi aðilar þurfa að vera skemmtilegir og/eða  gáfaðir, en tilgangur keppninnar er að skemmta landsmönnum og að sjálfsögðu að sýna hvaða sveitarfélag ber af í þekkingu. Ef þið hafið einhvern í huga þá vinsamlega komið nafni eða nöfnum á framfæri með því að senda tölvupóst á husavik@husavik.is Það er ekki nauðsynlegt að viðkomandi aðilar búi í sveitarfélaginu.   
12.07.2007
Tilkynningar
Völsungsstrákar ásamt þjálfara og Sveitarstjóra

Sigurlið Völsunga

Glaðir Völsungar með verðlaunabikara eftir heimkomu af frábæru N1 móti á Akureyri.  Sveitarstjóri, Bergur Elías Ágústsson mætti á æfingu hjá strákunum til að líta á viðurkenningarnar og samgleðjast hópnum.  Greinilegt er að efniviðurinn er mikill á Húsavík þannig að stóru strákarnir í meistaraflokki Völsungs þurfa að halda sér vel við efnið ef þeir eiga ekki að missa sætið sitt í liðinu í náinni framtíð.  
09.07.2007
Tilkynningar
Orkuveita Húsavíkur

Orkureikningar á netinu

Nú hefur Orkuveita Húsavíkur hafið rafræna birtingu orkureikninga á netinu.  Viðskiptavinir OH geta því hér eftir séð orkureikninga í heimabanka sínum.  Útgefnir reikningar á árinu 2007 eru nú þegar birtir og hér eftir mun útgefinn reikningur birtast fyrir miðjan útgáfumánuð.  Ekki er tenging á milli reiknings og greiðsluseðils, enda einungis um birtingu reiknings að ræða. 
07.07.2007
Tilkynningar
Krakkarnir á Krílakoti

Krakkarnir á Krílakoti á Kópaskeri

Krakkar á Leikskólanum Krílakoti á Kópaskeri fara einu sinni í mánuði á Bókasafn Öxarfjarðar. Í júlí var ákveðið að fara saman og fræðast um fuglalífið við Kotatjörnina. Á eftir var nesti drukkuð í góðu skjóli á tjaldsvæðinu á Kópaskeri.    
04.07.2007
Tilkynningar
Frá Raufarhöfn

Auglýsing frá Fiskistofu

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2006/2007 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðalög: Grundarfjarðarbær                   Fjarðabyggð Strandabyggð                         Norðurþing Grímseyjarhreppur                  Seyðisfjörður Vopnafjarðarhreppur
27.06.2007
Tilkynningar
Nýr vefstjóri

Nýr vefstjóri

  Nýr vefstjóri hefur tekið við vefsíðum Norðurþings af Óskari Birgissyni.  Óskar hefur unnið að því að koma upp nýjum vefsíðum fyrir Norðurþing og stofnanir þess.  Nýi vefstjórinn heitir Daníel Borgþórsson og er Tölvu- og upplýsingatæknifræðingur frá HR.  Óskari eru þökkuð vel unnin störf um leið og við bjóðum Daníel velkominn til starfa.  Þeir sem þurfa að koma áleiðis ábendingum eða koma efni á vefsíður Norðurþings er bent á að hafa samband við Daníel á netfangið danielb@nordurthing.is
22.06.2007
Tilkynningar