Fara í efni

Fréttir

Vinnuskóli Norðurþings auglýsir eftir leiðbeinendum

Vinnuskóli Norðurþings auglýsir eftir leiðbeinendum

Þeir sem hafa í hyggju að sækja um leiðbeinendastarf hjá Vinnuskóla Norðurþings,  sumarið 2008,  geri það fyrir 25. apríl. Um er að ræða tvö til þrjú störf á Húsavík, eitt starf á Kópaskeri og eitt á Raufarhöfn. Leiðbeinendastarfið er gefandi starf þar sem unnið er með ungu fólki.  Leiðbeinendur verða að hafa frumkvæði í vinnu og geta unnið sjálfstætt. 
06.03.2008
Tilkynningar
Endurskoðun á reglum um inntöku barna á leikskóla Norðurþings

Endurskoðun á reglum um inntöku barna á leikskóla Norðurþings

Að fenginni tillögu menningar- og fræðslunefndar hefur sveitarstjórn Norðurþings samþykkt endurskoðun á reglum um innritun barna á leikskóla sveitarfélagsins. Með þessu eru reglurnar færðar til samræmis við það sem gerist í öðrum sveitarfélögum á þann veg að kennitala barns verður ráðandi við innritun fremur en dagsetning umsóknar. Reglur um inntöku barna á leikskóla Norðurþings
29.02.2008
Tilkynningar
Nýja upplýsingaskilti Vegagerðarinnar

Vegagerðin bætir upplýsingagjöf á þjóðvegi 85 um Tjörnes

Eins og glöggir vegfarendur um þjóðveg 85, Norðausturveg, hafa eflaust tekið eftir er komið upplýsingaskilti rétt norðan við afleggjarann upp á Húsavíkurfjall.  Á þessu skilti sem Vegagerðin kom upp eru m.a. upplýsingar um vind og hitastig á Tjörnesi austanverðu, rétt sunnan Bangastaða. Þá er hægt að koma ýmsum öðrum upplýsingum til skila á skiltinu, t.a.m. styrk vindhviða og eins ef vegurinn er lokaður. Sams konar skilti var sett upp fyrir þá sem leið eiga vestur um og er það staðsett við Ásbyrgi.
28.02.2008
Tilkynningar
Kynningarfundir vegna úthlutunar styrkja

Kynningarfundir vegna úthlutunar styrkja

Í tengslum við úthlutun Menningarráðs Eyþings á verkefnisstyrkjum verða Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings, Erla Sigurðardóttir menningar- og fræðslufulltrúi Norðurþings og Elísabet Gunnarsdóttir aðstoðarmaður sveitarstjóra með kynningarfundi á  Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn  dagana 20. og 21. Febrúar.  Sjá nánar um dagskrá
18.02.2008
Tilkynningar
Verkefnastyrkir til menningarmála

Verkefnastyrkir til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars.  Úthlutun fer fram í apríl.
18.02.2008
Tilkynningar
Deildarfundur Þingeyjardeildar KEA

Deildarfundur Þingeyjardeildar KEA

Deildarfundur Þingeyjardeildar KEA verður haldinn þriðjudaginn 19. feb kl.16:30 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins. Deildarstjórnin  
18.02.2008
Tilkynningar
Kortasjá

Kortasjá

Útbúin hefur verið kortasjá fyrir Norðurþing og er hún aðgengileg um hnapp hér til hægri.  Í kortasjánni er hægt  að sjá loftmynd af öllu Norðurþingi og þysja sig inn á minni svæði.  Sérstakir flýtihnappar eru fyrir loftmyndir af þéttbýliskjörnunum á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.  Hægt er að slá inn heiti fasteigna og á þá að birtast loftmynd af svæði umhverfis fasteignina.  Einnig er þar tenging á fasteignaskrá Fasteignamats ríkisins.  Kortasjáin er hugsuð sem frumútgáfa af landupplýsingakerfi fyrir Norðurþing.  Vænta má frekari þróunar á henni á næstu mánuðum.
14.02.2008
Tilkynningar
Ferðaþjónusta að Lundi í Öxarfirði

Ferðaþjónusta að Lundi í Öxarfirði

Spennandi tækifæri í rekstri Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir til leigu aðstöðu fyrir ferðaþjónustu að Lundi í Öxarfirði í Norður - Þingeyjarsýslu. Í Lundi er mötuneyti og heimavist sem hefur um árabil verið leigt út til ferðaþjónustu frá vori og fram á haust. Á staðnum er sundlaug og íþróttahús. Þegar liggur fyrir nokkuð af bókunum vegna komandi sumars.
14.02.2008
Tilkynningar
Bakkahöfði/mynd: Jón Ármann Héðinsson

Stóriðjuhöfn á Húsavík

Á fundi hafnanefndar Norðurþings í gær var fjallað um undirbúning að stóriðjuhöfn á Húsavík og kom þar fram að  Siglingastofnun hefur þegar hafið rannsóknir og vinnu við líkan af slíku mannvirki. Vinna Siglingastofnunar er jákvæð þróun í heildarvinnu við verkefnið um stóriðju á Bakka. Áætlað er að allar niðurstöður vegna stóriðjuhafnarinnar liggi fyrir á vordögum.
14.02.2008
Tilkynningar
Bakki

Stuðningur við álver á Bakka

Eftirfarandi frétt birtist á mbl.is í dag: Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík, skv. bókun sem gerð var á fundi ráðsins í gærmorgun. Fjórir ráðsmenn samþykktu bókunina en fulltrúi VG sat hjá við afgreiðsluna. „Á undanförnum árum hefur alvarlegur samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði haft veruleg áhrif á afkomu fólks, atvinnuöryggi og búsetu á svæðinu. Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar, sem nú heitir Norðurþing, fækkað um 15%. Mest hefur fækkunin verið í aldurshópnum 40 ára og yngri, en í þeim aldursflokki hefur íbúum fækkað um 25%.
08.02.2008
Tilkynningar
Húsavíkurfjall séð frá Botnsvatni

Upplýsingar um skíðaaðstöðu

Skíðaáhugafólk athugið! Á síðu 547 á textavarpi RUV verða settar inn upplýsingar um skíðamálin, bæði gönguskíði og vonandi síðar um brekkurnar í Skálamel og Stöllum á Húsavík. Reynt verður að uppfæra þessar upplýsingar reglulega.
08.02.2008
Tilkynningar
Vörur frá Álfasteini

Raufarhöfn: 10-12 ný störf

Fyrirtækið Álfasteinn á Borgarfirði eystra hyggst ráðast í mikla uppbyggingu á Raufarhöfn. Reiknað er með að 10-12 störf skapist á staðnum næsta sumar og að þau verði um 20 sumarið 2009 Fyrirtækið Álfasteinn hefur um árabil sérhæft sig í framleiðslu á vörum úr steini. Til Raufarhafnar verða fluttar vélar sem áður voru í Flatey í Hornafirði og nýtast til sögunar og vinnslu á stórgrýti.
07.02.2008
Tilkynningar