Fara í efni

Fréttir

Foreldrafræðsla í skólum vorið 2009

Foreldrafræðsla í skólum vorið 2009

Foreldrafræðsla verður haldin í eftirfarandi grunnskólum í marsmánuði. Um er að ræða tvo fyrirlestra í hverjum skóla ásamt umræðum. Sigríður Jónsdóttir yfirhjúkrunarfræðingu heilsugæslu FÞ og Freydís Jóna Freysteinsdóttir félagsmálastjóri FN munu fjalla um Samskipti barna og foreldra.  Auk þess munu þau Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi Norðurþings, Guðlaug Gísladóttir æskulýðsfulltrúi Þingeyjarsveitar og Halldóra Gunnarsdóttir æskulýðs- og menningarfulltrúi Langanesbyggðar fjalla um Tómstundir barna. Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagsetningar foreldrafræðslunnar má sjá hér að neðan:
04.03.2009
Tilkynningar

Sveitarstjórnarfundur

29. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 3. mars og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá fundarins
02.03.2009
Tilkynningar
Öskudagsball í Íþróttahöllinni

Öskudagsball í Íþróttahöllinni

Öskudagsball verður haldið í Íþróttahöllinni 25. febrúar kl. 17:00-19:00. Kötturinn sleginn úr tunnunni, leikir og dans. Veitingasala verður á staðnum.
25.02.2009
Tilkynningar
Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings

Æskulýðsnefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings. Reglur um Afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings ásamt umsóknareyðublöðum má nálgast á heimasíðu Norðurþings eða á skrifstofu Norðurþings á Húsavík.  
25.02.2009
Tilkynningar
Aðgerðir og áherslur fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Aðgerðir og áherslur fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Fundinum ,,Aðgerðir og áherslur fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi", sem halda átti á Hótel Norðuljósum þriðjudaginn 24. febrúar, hefur verið frestað til fimmtudagsins 26. febrúar kl. 10:00 á Hótel Norðurljósum. Gera má ráð fyrir að fundurinn taki u.þ.b. tvær og hálfa klukkustund.
25.02.2009
Tilkynningar

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn þriðjudaginn 3. mars í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Fundurinn hefst kl. 16:00 Dagskrá fundarins verður birt síðar á heimasíðu Norðurþings, nordurthing.is
24.02.2009
Tilkynningar
Styrkir til lista- og menningarmála

Styrkir til lista- og menningarmála

Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs Norðurþings og reglum um úthlutun úr sjóðnum. Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári, í mars og október. Skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs  ásamt reglum um úthlutun úr sjóðnum má nálgast á heimasíðu Norðurþings.
24.02.2009
Tilkynningar
Atvinnuleitendur á opnu húsi í Þekkingarsetrinu

Atvinnuleitendur á opnu húsi í Þekkingarsetrinu

Undanfarið hafa atvinnuleitendur komið saman á Þekkingarsetri Þingeyinga, alla þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10:00 - 12:00. Ýmislegt er þar í boði fyrir atvinnuleitendur.  Nefna má að fulltrúar Framsýnar hafa farið yfir rettindamál með atvinnuleitendum og starfsfólk Þekkingarsetursins hefur kynnt námsframboð og ráðgjöf sem er í boði.
23.02.2009
Tilkynningar
Frá húsavíkurhöfn

Aðgerðir og áherslur fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ásamt teymi sérfræðinga hefur á síðustu mánuðum unnið að stefnumótunaráætlun fyrir ferðaþjónustu til næstu fimm ára.   Áætlunin inniheldur: Úttekt á auðlindum svæðisins Aðgerðaráætlun sem á að auka samkeppnishæfni svæðisins og gera það að eftirsóknarverðum áfangastað fyrir ferðamenn. Hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum um ferðamál er boðið til kynningar- og umræðufunda þar sem framtíðarsýn og aðgerðaráætlunin verður kynnt og borin undir fundargesti.
20.02.2009
Tilkynningar
Fjölbreytt landslag í Norðurþingi

Fjölbreytt landslag í Norðurþingi

Í yfirstandandi aðalskipulagsvinnu fyrir Norðurþing hefur verið lögð sérstök áhersla á greiningu og stefnumörkun um landslag - í ljósi fjölbreytni þess, verðmætis og þýðingar fyrir búsetuskilyrði og ferðaþjónustu í Norðurþingi. Nú liggja fyrir drög að flokkun á landslagi í Norðurþingi sem lýsir eftirfarandi atriðum.
19.02.2009
Tilkynningar
Torfbærinn á Grenjaðarstað

Íslenski bærinn, saga, tækni, fagurfræði

Fyrirlestur um íslenska torfbæjararfinn verður haldinn í Safnahúsinu á Húsavík, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:00. Fyrirlesari er Hannes Lárusson en hann er staðarhaldari Íslenska bæjarins að Austur-Meðalholtum í Flóa þar sem verið er að koma á laggirnar stofnun sem hefur það markmið að rannsaka og sýna samhengið, verkmenninguna og fagurfræðina í íslenskum torfbæjararfi.
18.02.2009
Tilkynningar
Frá Húsavík

Drög að meginforsendum og framtíðarsýn aðalskipulags fyrir Norðurþing

Aðalskipulag fyrir Norðurþing er í vinnslu undir umsjón skipulags- og byggingarnefndar og liggur nú fyrir áfangaskýrsla 1 sem inniheldur drög að meginforsendum og framtíðarsýn aðalskipulagsins. Drögin eru birt hér til kynningar fyrir almenningi. Í skýrslunni er fjallað um þær forsendur sem liggja til grundvallar skipulagsvinnunni og sett fram drög að framtíðarsýn og meginmarkmiðum ásamt því að skilgreina hvaða málaflokka og viðfangsefni aðalskipulagið muni fjalla um. Skýrslan sýnir einnig uppbyggingu aðalskipulagsins.
18.02.2009
Tilkynningar