Fara í efni

Fréttir

Þjónustu- og upplýsinganet

Þjónustu- og upplýsinganet

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett á fót nýtt samræmt þjónustu- og upplýsinganet vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði sem felur í sér nýtt vefsvæði, grænt símanúmer, fyrirspurnalínu og netspjall. Á hinu nýja þjónustuneti er að finna tengingar og helstu upplýsingar um stöðu mála og margvíslega upplýsingaþjónustu og ráðgjöf sem í boði er á vettvangi ráðuneyta og stofnana vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði. Jafnframt er þar að finna upplýsingar um aðra aðila sem veita margvíslega ráðgjöf og þjónustu sem nýst getur almenningi. Slóðin á hið nýja þjónustunet er: http://www.felagsmalaraduneyti.is/upplysingar
13.10.2008
Tilkynningar
Kelda fyrir 10-12 ára

Kelda fyrir 10-12 ára

Síðast liðinn mánudag, 6. október, opnaði félagsmiðstöðin Keldan fyrir börn í 5. - 7. bekk. Opnunartími er á mánudögum frá klukkan 17:30 - 19:00 og fer starfið fram í sal Borgarhólsskóla. Í félagsmiðstöðinni er hægt að fara í ýmis gólfspil eins og fótboltaspil, borðtennis, þythokkí og pool. Einnig er hægt að fara í ýmis borðspil og margt fleira. Þegar líða tekur á veturinn verður svo boðið upp á ýmis námskeið sem verða auglýst nánar síðar.  Mikið líf og fjör var á mánudaginn og mættu um 90 krakkar. Hægt verður að fylgjast með starfinu á eftirfarandi netslóð  http://www.123.is/1012kelda/.   Umsjónarmenn með starfinu eru Kristjana María Kristjánsdóttir (866-3898) og Sigríður Hauksdóttir (899-7975).
10.10.2008
Tilkynningar
Laust starf skólaritara

Laust starf skólaritara

Frá  1. desember n.k. er laust starf skólaritara við Borgarhólsskóla. Ritari annast m.a. ritun skjala, skráningar,  umsjón með gagnagrunni skólans, símsvörun, skjalavörslu, innheimtu og ýmsa þjónustu við starfsfólk, foreldra og nemendur  í umboði skólastjóra. Æskilegt að umsækjendur búi að góðri menntun og  reynslu af skrifstofustörfum. Hagnýt tölvukunnátta og  hæfni í mannlegum samskiptum nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Halldór Valdimarsson skólastjóri sími: 464-6141, netfang: hvald@borgarholsskoli.is  og skal umsóknum skilað til undirritaðs fyrir 7. nóvember  á eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Norðurþings.   Skólastjóri
08.10.2008
Tilkynningar
Íþróttahöllin á Húsavík

Endurgreiðsla æfingagjalda

Með vísan í samþykkt sveitarstjórnar Norðurþings tilkynnist að endurgreiðsla allt að 10. 000.- krónum vegna æfingagjalda barna og unglinga, 0 -18 ára, fyrir árið 2008 verða greiddar út í samvinnu við íþrótta- og ungmennafélög í Norðurþingi.  Foreldrar / forráðamenn eru beðnir að hafa samband við framkvæmdastjóra/umsjónarmenn íþrótta- og umgmennafélaga sem munu annast endurgreiðslur æfingagjaldanna í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins. f.h. Norðurþings Jóhann Rúnar Pálsson, æskulýðsfulltrúi
03.10.2008
Tilkynningar
Starfsmannamál hjá Norðurþingi

Starfsmannamál hjá Norðurþingi

Sveinn Hreinsson hefur tekið við starfi umsjónarmanns fasteigna Norðurþings af Vigfúsi Sigurðssyni.  Sveinn mun gegna starfinu í a.m.k. eitt ár en hann gegndi áður starfi æskulýðsfulltrúa Norðurþings.  Í starf æskulýðsfulltrúa hefur verið ráðinn Jóhann Rúnar Pálsson. Hjá Félagsþjónustunni hafa einnig orðið nokkarar breytingar á starfsmannahaldi:
02.10.2008
Tilkynningar
Frá skrúðgarðinum á Húsavík

Jan kominn aftur til garðyrkjustarfa

Jan Aksel Harder Klitgaard hefur verið ráðinn garðyrkjustjóri hjá Norðurþingi frá næstu áramótum.  Jan var garðyrkjustjóri sveitarfélagsins á árabilinu 2000 til 2007 en hefur unnið á Hveravöllum síðustu mánuði.
26.09.2008
Tilkynningar
Sunna og Heimir í bás Norðursiglingar

Vestnorden 2008 lokið

Ferðakaupstefnunni Vestnorden 2008 lauk í gær og voru fulltrúar AÞ harla ánægðir með framlag Þingeyinga. Á kaupstefnunni voru fjórir glæsilegir básar frá Þingeyingum. Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit voru með sameiginlegan bás undir merkjum Mývatnsstofu, hvalaskoðunarfyrirtækin Norðursigling og Gentle Giants á Húsavík voru hvort með sinn básinn og AÞ sá um kynningu á Norðausturlandi sem heild.
25.09.2008
Tilkynningar
Skildi þessi verða á uppboði?

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

Hinn árlegi Hrútadagur verður haldinn í Faxahöllinni á Raufarhöfn laugardaginn 4. október.  Sala á hrútum hefst kl. 14:00 og uppboð um kl. 15:30.  Kaffiveitingar verða á staðnum ásamt íslandsmeistarakeppni í kjötsúpugerð sem hefst um kl. 16:00.  Hagyrðingakvöld hefst svo um kl. 21:00 auk þess sem ýmsar óvæntar uppákomur verða að því loknu.
24.09.2008
Tilkynningar
Alexandra Chernyshova, sópransöngkona

Einsöngstónleikar í Húsavíkurkirkju

Alexandra Chernyshova, sópransöngkona heldur einsöngstónleika á Húsavík og Akureyri helgina 27. og 28. september. Efnisskrá tónleikanna eru rómantísk lög eftir rússneska tónskáldið Sergei Rachmaninov. Alexandra er búsett í Skagafirði, stofnaði Óperu Skagafjarðar sem setti upp La Traviata á síðasta ári. Alexandra er að taka upp geisladisk um þessar mundir með lögum eftir S.Rachmaninov. Tilefni þessar tónleika er að kynna væntanlega útgáfu geisladisksins.
23.09.2008
Tilkynningar
Tjörneshreppur opnar nýjan vef

Tjörneshreppur opnar nýjan vef

Nágrannasveitarfélag okkar, Tjörneshreppur, hefur opnað nýjan vef.  Slóðin á vefinn er www.tjorneshreppur.is .  Á vefnum er hægt að nálgst ýmsar upplýsingar um sveitarfélagið s.s. um þjónustu, stjórnkerfið og íbúatal.  Að auki munu á vefnum birtast fréttir frá sveitarfélaginu. Við hjá Norðurþingi óskum Tjörnesingum til hamingju með glæsilegan vef.
19.09.2008
Tilkynningar

Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings

Æskulýðsnefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Norðurþings. Reglur um Afreks- og viðurkenningarsjóð Norðurþings ásamt umsóknareyðublöðum má nálgast hér eða á skrifstofu Norðurþings á Húsavík.
17.09.2008
Tilkynningar
Alþjóðlegt námskeið um sjávarspendýr haldið á Húsavík

Alþjóðlegt námskeið um sjávarspendýr haldið á Húsavík

Alþjóðlegt háskólanámskeið í sjávarspendýrafræði er nú í fyrsta sinn kennt við Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Húsavík.  Sjávarspendýrafræðingarnir Dr. Marianne Rasmussen, forstöðumaður Rannsókna- og fræðasetursins á Húsavík, og Dr. Patrick Miller frá St. Andrews háskóla í Skotlandi eru umsjónarmenn námskeiðsins sem er samvinnuverkefni Háskóla Íslands og St. Andrews háskóla.  Fjórtán háskólanemar frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Indlandi og Íslandi sækja námskeiðið, flestir meistaranemar. Í fyrstu lotu hafa nemarnir verið um borð í bátum Norðursiglingar á Húsavík og safnað gögnum um hvali og höfrunga á Skjálfanda; auk þess sem fylgst hefur verið með ferðum dýranna úr vitanum við Húsavík.
17.09.2008
Tilkynningar