Fara í efni

Fréttir

Frá húsavíkurhöfn

Aðgerðir og áherslur fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ásamt teymi sérfræðinga hefur á síðustu mánuðum unnið að stefnumótunaráætlun fyrir ferðaþjónustu til næstu fimm ára.   Áætlunin inniheldur: Úttekt á auðlindum svæðisins Aðgerðaráætlun sem á að auka samkeppnishæfni svæðisins og gera það að eftirsóknarverðum áfangastað fyrir ferðamenn. Hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum um ferðamál er boðið til kynningar- og umræðufunda þar sem framtíðarsýn og aðgerðaráætlunin verður kynnt og borin undir fundargesti.
20.02.2009
Tilkynningar
Fjölbreytt landslag í Norðurþingi

Fjölbreytt landslag í Norðurþingi

Í yfirstandandi aðalskipulagsvinnu fyrir Norðurþing hefur verið lögð sérstök áhersla á greiningu og stefnumörkun um landslag - í ljósi fjölbreytni þess, verðmætis og þýðingar fyrir búsetuskilyrði og ferðaþjónustu í Norðurþingi. Nú liggja fyrir drög að flokkun á landslagi í Norðurþingi sem lýsir eftirfarandi atriðum.
19.02.2009
Tilkynningar
Torfbærinn á Grenjaðarstað

Íslenski bærinn, saga, tækni, fagurfræði

Fyrirlestur um íslenska torfbæjararfinn verður haldinn í Safnahúsinu á Húsavík, fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:00. Fyrirlesari er Hannes Lárusson en hann er staðarhaldari Íslenska bæjarins að Austur-Meðalholtum í Flóa þar sem verið er að koma á laggirnar stofnun sem hefur það markmið að rannsaka og sýna samhengið, verkmenninguna og fagurfræðina í íslenskum torfbæjararfi.
18.02.2009
Tilkynningar
Frá Húsavík

Drög að meginforsendum og framtíðarsýn aðalskipulags fyrir Norðurþing

Aðalskipulag fyrir Norðurþing er í vinnslu undir umsjón skipulags- og byggingarnefndar og liggur nú fyrir áfangaskýrsla 1 sem inniheldur drög að meginforsendum og framtíðarsýn aðalskipulagsins. Drögin eru birt hér til kynningar fyrir almenningi. Í skýrslunni er fjallað um þær forsendur sem liggja til grundvallar skipulagsvinnunni og sett fram drög að framtíðarsýn og meginmarkmiðum ásamt því að skilgreina hvaða málaflokka og viðfangsefni aðalskipulagið muni fjalla um. Skýrslan sýnir einnig uppbyggingu aðalskipulagsins.
18.02.2009
Tilkynningar
Skíðagöngunámskeið á Húsavík

Skíðagöngunámskeið á Húsavík

Námskeið í skíðagöngu verður haldið laugardaginn 14. febrúar kl. 10:00 - 13:00.  Námskeiðið fer fram á golfvellinum á Húsavík. Farið verður yfir helstu atriði hefðbundinnar skíðagöngu og ætti námskeiðið að henta jafnt byrjendum sem lengra komnum, börnum og fullorðnum.
13.02.2009
Tilkynningar
Aðalskipulag Norðurþings - kynningarfundir

Aðalskipulag Norðurþings - kynningarfundir

Norðurþing boðar til íbúafundar á Raufarhöfn og Kópaskeri fimmtudaginn 19. febrúar.  Á fundunum verður fjallað um þróun byggðar og skipulag á þessum stöðum.  Fundirnir eru liðir í aðalskipulagsgerð fyrir sveitarfélagið. Fundurinn á Raufarhöfn verður haldinn í Hnitbjörgum kl. 17:00 - 19:00. Fundurinn á Kópaskeri verður haldinn í Öxi kl. 20:30 - 22:30.  
12.02.2009
Tilkynningar
Stefnumörkun um náttúru, minjar og landslag í Norðurþingi

Stefnumörkun um náttúru, minjar og landslag í Norðurþingi

Norðurþing og svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boða til íbúafundar í Skúlagarði laugardaginn 21. febrúar nk. kl. 13:00-15:30. Á fundinum verður fjallað um tækifæri sem felast í náttúru og landslagi sveitarfélagsins austan Tjörness og áherslur varðandi nýtingu og verndun. Íbúar Norðurþings eru hvattir til að mæta og taka þátt í mótun framtíðarsýnar fyrir svæðið.
11.02.2009
Tilkynningar
Skýrsla um skólamál í Öxarfirði

Skýrsla um skólamál í Öxarfirði

Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings síðast liðinn fimmtudag var kynnt skýrsla sem unnin var fyrir sveitarfélagið af sérfræðingum Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.  Í skýrslunni er fjallað um mat á ytri aðstæðum vegna breytinga á skipulagi skólamála í Öxarfirði. Skýrsla RHA    
09.02.2009
Tilkynningar
Gebris verkefnið - viðvera verkefnisstjóra

Gebris verkefnið - viðvera verkefnisstjóra

Sif Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga verður á ferðinni fimmtudaginn 5. febrúar, á Raufarhöfn frá 10:00-13:00 og Kópaskeri frá 14:00-16:00. Minnt er á að umsóknarfrestur um styrki til Menningarráðs Eyþings rennur út 16. febrúar.
03.02.2009
Tilkynningar
Skíðasvæðin á Húsavík

Skíðasvæðin á Húsavík

Opið verður í fjallinu í dag frá klukkan 14:00 til 19:00.  Einnig er búið að troða gönguskíðabraut á Reykjaheiði.  Hringurinn er 7 km langur og færið eins og best verður á kosið.  
02.02.2009
Tilkynningar

Norðurþing auglýsir hús til leigu

Norðurþing auglýsir til leigu íbúðarhúsið Skúlagarð í Kelduhverfi. Áhugasamir hafi samband við Svein Hreinsson umboðsmann fasteigna Norðurþings sveinnhr@nordurthing.is /892-8533
30.01.2009
Tilkynningar
Lífshlaupið - fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

Lífshlaupið - fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fræðslu- og hvatningarverkefninu Lífshlaupinu sem verður ræst í annað sinn miðvikudaginn 4. febrúar.   Um 7700 manns tóku þátt í Lífshlaupinu á síðasta ári.  Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og er hægt að skrá þátttöku á vefsíðu Lífshlaupsins http://www.lifshlaupid.is/ .  
22.01.2009
Tilkynningar