Fara í efni

Fréttir

Sveitarstjórn Norðurþings

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn þriðjudaginn 19. mai. kl. 16.00 í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík
15.05.2009
Tilkynningar
Núverandi merki félaganna

Hönnunarsamkeppni hjá HSÞ

Samkeppni vegna hönnunar á nýju merki Héraðssambands Þingeyinga. Ákveðið var á ársþingi HSÞ að ráðast í hönnunarsamkeppni á nýju merki sambandsins byggðu á merkjum eldri félaga UNÞ og HSÞ Tillaga 2 Ársþingið felur stjórn að auglýsa eftir tillögum að nýju merki í staðarfjölmiðlum í anda gömlu merkja HSÞ og UNÞ. Tillögum sé skilað fyrir 15. júní 2009 og kynntar á formannafundi fyrir lok júní 2009. Formannafundur hefur úrskurðarvald í vali á nýju merki fyrir HSÞ. Tillögum að merki sé skilað á skrifstofu sambandsins að Stóragarði 8 640 Húsavík eða í tölvupósti hsth@hsth.is   í síðasta lagi 15. júní 2009
14.05.2009
Tilkynningar

Endurmenntunarnámskeið í boði

Skólaþjónusta Norðurþings bíður upp á endurmenntunarnámskeið fyrir grunn- og leikskólakennara nú í sumar og á fyrri hluta skólaársins 2009-2010. Námskeiðin sem eru í boði eru: Útikennsla og útinám, Tákn með tali, Stærðfræðikennsla ungra nemenda, Námskeið fyrir faggreinakennara, Danska fyrir mið- og unglingastig og Læsi - Lestur til náms og skilnings. Umsóknarfrestur á námskeiðin er til 5. júní.
13.05.2009
Tilkynningar
Sveitarfélagið Norðurþing

Aðalskipulagsgerð í Norðurþingi kynnt á samráðsfundi

Á árlegum samráðsfundi Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál sem haldinn var í Keflavík 7. og 8. maí sl. kynntu Matthildur Kr. Elmarsdóttir og Sigmar Metúsalemsson ráðgjafar hjá Alta vinnu við aðalskipulag Norðurþings. Þau fóru í gegnum greiningu á náttúru, minjum og landslagi í dreifbýli sveitarfélagsins og nálgun við stefnumörkun á grundvelli þeirrar greiningar.
13.05.2009
Tilkynningar
Umsóknir í vinnuskóla Norðurþings

Umsóknir í vinnuskóla Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings auglýsir eftir umsóknum vegna unglingavinnu.  Eins og flestir vita þá er mikið atvinnuleysi í landinu sökum þess ástands sem nú ríkir. Þetta á ekki síst við um ungt fólk sem nú kemur úr skóla í vor. Norðurþing hefur tekið þá ákvörðun að taka nemendur sem nú ljúka 10. bekk inn í Vinnuskólann í sumar. Þetta hefur í för með sér ákveðnar breytingar þar sem allir vinnuhópar koma til með að fá styttri vinnutíma en áður. En þetta er gert með það í huga að fleiri fái vinnu, þó svo að vinnan verði minni. Síðasti skiladagur umsókna í Vinnuskólann er 18.maí og skal skilað til Æskulýðsfulltrúa Norðurþings í Íþróttahöllinni á Húsavík. Umsóknareyðublað fyrir vinnuskólann
13.05.2009
Tilkynningar
Garðsláttur sumarið 2009

Garðsláttur sumarið 2009

Umsóknareyðublöð um garðslátt má nú nálgast á skrifstofu Norðurþings. Til að eiga rétt á þessari þjónustu hafa verið sett ákveðin skilyrði*: - Umsækjandi þarf að vera undir árstekjum sem hér segir:  Einstaklingar þurfa að vera undir 2.315,250  í árstekjur  Hjón eða sambýlisfólk þurfa að vera undir 2.989,980 í árstekjur. - Umsækjandi þarf að búa í heimahúsi. - Hvorki umsækjandi né annað heimilisfólk 18 ára og eldra getur séð um garðslátt, vegna aldurs eða örorku.
05.05.2009
Tilkynningar
Grænmetisgarðar til leigu hjá Norðurþingi

Grænmetisgarðar til leigu hjá Norðurþingi

Norðurþing býður grænmetisgarða til leigu í sumar á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.  Verð á 25 fermetra garði er 1000 kr. fyrir sumarið. Kartöflugarðar verða auk þess  að venju í boði hjá Kaldbak á Húsavík fyrir aðeins 25 kr. á hvern fermetra. Húsvíkingar pantið hjá Jan í síma 464-6173 Kópaskersbúar pantið hjá Friðgeiri í síma 464-9805 Raufarhafnarbúar pantið hjá Óskari í síma 464-9865
29.04.2009
Tilkynningar
Sumarvinna í Norðurþingi

Sumarvinna í Norðurþingi

Sumarið 2009 mun sveitarfélagið Norðurþing standa fyrir sumarvinnu fyrir ungmenni sem fædd eru árið 1992 eða fyrr og eiga  lögheimili í sveitarfélaginu Norðurþingi. Vinna mun hefjast í byrjun júní og að öllum líkindum standa yfir fram í lok júlí ( þó mun vinnutími fara eftir fjölda umsækjenda). Verkefni verða t.d.:  gróðursetning, áburðargjöf á plöntur, stígagerð, eyðing illgresis, grisjun skóga o.fl.
28.04.2009
Tilkynningar

,,Opnu húsi\" fyrir atvinnuleitendur lokað

Ákveðið hefur verið að loka „opnu húsi" fyrir atvinnuleitendur vegna dræmrar þátttöku.  Endurskoðað mun verða í haust hvort hús verði opnað að nýju fyrir atvinnuleitendur.
28.04.2009
Tilkynningar
Norrænt ungmennamót í Álaborg

Norrænt ungmennamót í Álaborg

Auglýst er eftir umsækjendum úr Norðurþingi í norrænt samstarfsverkefni. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 16 - 19 ára og hafa gott vald á ensku. Þátttakendur munu þurfa að vera með kynningu á Íslandi og á sveitarfélaginu Norðurþingi. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. 5 ungmennum úr Norðurþingi hefur verið boðið að taka þátt í Norrænu ungmennamóti í Álaborg í Danmörku dagana 28.-júní-4.júlí 2009.
21.04.2009
Tilkynningar
Norðausturkjördæmi

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 25. apríl 2009

Kjörskrá fyrir Norðurþing var lögð fram á skrifstofum sveitarfélagsins föstudaginn 17. apríl  og mun hún liggja frammi á venjulegum opnunartíma skrifstofanna. Kjörskráin mun liggja frammi almenningi til sýnis fram að kjördegi. Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Athugasemdir skulu vera skriflegar og lagðar fram á skrifstofum sveitarfélagsins.
20.04.2009
Tilkynningar
Lausar skólastjóra- og kennarastöður

Lausar skólastjóra- og kennarastöður

Norðurþing auglýsir lausar stöður skólastjóra- og kennara við grunnskóla Norðurþings. Við Öxarfjarðarskóla eru lausar stöður íþróttakennara, almennra kennara og leikskólakennara.  Einnig er laus staða skólastjóra við skólann. Við Grunnskóla Raufarhafnar eru lausar stöður íþróttakennara, almennra kennara, leikskólakennara auk kennslu í tónmennt og listgreinum. Umsóknarfrestur um framangreindar stöður er til 24. apríl 2009. Sjá nánar hér að neðan.
20.04.2009
Tilkynningar