Fara í efni

Fréttir

Reglur um hunda- og kattahald í Norðurþingi

Reglur um hunda- og kattahald í Norðurþingi

Samþykktar hafa verið nýjar reglur um hunda- og kattahald í Norðurþingi.  Talsverð breyting hefur orðið frá fyrri reglugerð svo hunda- og kattaeigendum er bent á að kynna sér vel hina nýju reglugerð sem og gjaldskrá. Sjá nánar hér fyrir neðan
17.12.2008
Tilkynningar

Fundur sveitarstjórnar Norðurþings

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn  föstudaginn 19. desember n.k. í Skúlagarði. Fundurinn hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins verður birt síðar á heimasíðu Norðurþings.
17.12.2008
Tilkynningar
Samstarf Garðars og Borgarhólsskóla

Samstarf Garðars og Borgarhólsskóla

Nú á haustönn hefur nemendum í Borgarhólsskóla gefist kostur á að starfa í unglingadeild björgunarsveitarinnar Garðars, Náttfara og fá starf sitt metið sem valfag innan skólans. Árið 1996 var stofnuð sérstök ungliðadeild innan Björgunarsveitarinnar Garðars, sem hlaut nafnið Náttfari, með það að markmiði að efla endurnýjun félaga. Náttfari starfaði í mörg ár sem öflug deild innan félagsins en undanfarin ár hefur hún verið í nokkurri lægð.
17.12.2008
Tilkynningar
Kynning á félagasamtökum í Norðurþingi

Kynning á félagasamtökum í Norðurþingi

Innan sveitarfélagsins eru starfrækt mörg félög sem sinna hinum ýmsu málefnum og verður seint fullþakkað framlag þeirra til samfélagsins. Nú sem fyrr er nauðsynlegt að halda starfi þessara félaga á lofti.  Undirritaðann langar að fara þess á leit við þau félög sem eru starfrækt hér á svæðinu að þau komi til hans upplýsingum varðandi sína starfsemi og/eða hvar þær sé að finna, þannig að hægt verði að setja þær upplýsingar inn á vef Norðurþings. Með kveðju, Jóhann Rúnar Pálsson Æskulýðsfulltrúi Norðurþings joipals@nordurthing.is 4646196/4646197
17.12.2008
Tilkynningar
Þar sem nú er veitingahúsið Salka

Tillaga að stefnu og skipulagsramma fyrir miðbæ Húsavíkur

Á fundi sveitarstjórnar Norðurþings 25. nóvember sl. var kynnt tillaga að stefnu og skipulagsramma fyrir miðbæ Húsavíkur sem ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur unnið í samstarfi við skipulags- og byggingarnefnd.
10.12.2008
Tilkynningar

Sundlaug Húsavíkur - Opnunartími

Opnunartími Sundlaugar Húsavíkur um jól og áramót verður sem hér segir: AÐFANGADAGUR 24/12 10:00 - 12:30 JÓLADAGUR 25/12 Lokað ANNAR Í JÓLUM 26/12 10:00 - 13:00 Laugardagur 27/12 10:00 - 17:00 Sunnudagur 28/12 10:00 - 17:00 GAMLÁRSDAGUR 31/12 10:00 - 15:00 NÝÁRSDAGUR 1/1 LOKAÐ Aðra daga er opið eins og venjulega. Forstöðumaður
08.12.2008
Tilkynningar
Ert þú atvinnulaus?

Ert þú atvinnulaus?

Fólki sem misst hefur vinnu sína er boðið að koma saman í Geðræktarmiðstöðinni Setrinu, Árgötu 12, 640 Húsavík, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga milli kl. 10 og 12 í kaffi og spjall.  Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun, viðhalda virkni og fyrirbyggja slæmar afleiðingar sem atvinnuleysi getur mögulega haft í för með sér.
08.12.2008
Tilkynningar
Séð yfir Kópasker

Menningardagur á Kópaskeri

Laugardaginn 29. nóvember verður haldinn menningardagur á Kópaskeri.  Dagskráin fer fram í íþróttahúsinu og veður húsið opnað kl. 13:00 en dagskráin hefst kl. 13:30. Meðal efnis á dagskránni er ávarp sveitarstjóra, tónlistaratriði, afhending hvatningarverðlauna og bingó svo eitthvað sé nefnt.
27.11.2008
Tilkynningar
Ljósin tendruð á jólatré Húsvíkinga

Ljósin tendruð á jólatré Húsvíkinga

Tendrað veðrur á ljósunum á jólatrénu á Húsavík föstudaginn 28. nóvember n.k. Dagskráin hefst kl. 18:00 og verður að venju margt á henni.  Má þar nefna að poppkór úr Borgarhólsskóla syngur jólalög undir stjórn Lisu McMaster, sveitarstjóri Norðurþings, Bergur Elías Ágústsson, flytur ávarp, séra Sighvatur Karlsson flytur hugvekju og að sjálfssögðu mæta jólasveinar á staðinn með óvæntan glaðning. Að auki verður Soroptimistaklúbburinn með kleinu- og kakósölu. Það er sunddeild Völsungs sem hefur veg og vanda að dagskránni.
26.11.2008
Tilkynningar

Dagskrá sveitarstjórnarfundar

26. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 25. nóvember og hefst kl. 16:00. Nánar um dagskrá fundarins hér að neðan.
24.11.2008
Tilkynningar
Stýrihópur stofnaður vegna kreppunnar

Stýrihópur stofnaður vegna kreppunnar

Mánudaginn 17. nóvember var haldinn fundur í tengslum við efnahagshrunið og ástandið sem skapast hefur í samfélaginu á vegum Félagsþjónustu Norðurþings, Rauða Krossi Íslands, Þekkingarsetri Þingeyinga og Stéttarfélagsins Framsýnar.  Ýmsir aðilar voru boðaðir á fundinn og má þar nefna atvinnuráðgjafa, presta, æskulýðs-og forvarnarfulltrúa, lögreglu, heilbrigðisþjónustu, Vinnumálastofnun, skólameistara framhaldsskólanna, menningar-og fræðslufulltrúa, sveitarstjóra og bankastjóra. 
20.11.2008
Tilkynningar

Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu. Dagskrá fundarins verður birt hér á heimasíðu Norðurþings eftir hádegi þann 21. nóvember n.k.
19.11.2008
Tilkynningar