Fara í efni

Fréttir

,,Opnu húsi\" fyrir atvinnuleitendur lokað

Ákveðið hefur verið að loka „opnu húsi" fyrir atvinnuleitendur vegna dræmrar þátttöku.  Endurskoðað mun verða í haust hvort hús verði opnað að nýju fyrir atvinnuleitendur.
28.04.2009
Tilkynningar
Norrænt ungmennamót í Álaborg

Norrænt ungmennamót í Álaborg

Auglýst er eftir umsækjendum úr Norðurþingi í norrænt samstarfsverkefni. Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 16 - 19 ára og hafa gott vald á ensku. Þátttakendur munu þurfa að vera með kynningu á Íslandi og á sveitarfélaginu Norðurþingi. Umsóknarfrestur er til 30. apríl. 5 ungmennum úr Norðurþingi hefur verið boðið að taka þátt í Norrænu ungmennamóti í Álaborg í Danmörku dagana 28.-júní-4.júlí 2009.
21.04.2009
Tilkynningar
Norðausturkjördæmi

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 25. apríl 2009

Kjörskrá fyrir Norðurþing var lögð fram á skrifstofum sveitarfélagsins föstudaginn 17. apríl  og mun hún liggja frammi á venjulegum opnunartíma skrifstofanna. Kjörskráin mun liggja frammi almenningi til sýnis fram að kjördegi. Hver sem er getur gert athugasemdir til sveitarstjórnar um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Athugasemdir skulu vera skriflegar og lagðar fram á skrifstofum sveitarfélagsins.
20.04.2009
Tilkynningar
Lausar skólastjóra- og kennarastöður

Lausar skólastjóra- og kennarastöður

Norðurþing auglýsir lausar stöður skólastjóra- og kennara við grunnskóla Norðurþings. Við Öxarfjarðarskóla eru lausar stöður íþróttakennara, almennra kennara og leikskólakennara.  Einnig er laus staða skólastjóra við skólann. Við Grunnskóla Raufarhafnar eru lausar stöður íþróttakennara, almennra kennara, leikskólakennara auk kennslu í tónmennt og listgreinum. Umsóknarfrestur um framangreindar stöður er til 24. apríl 2009. Sjá nánar hér að neðan.
20.04.2009
Tilkynningar
Frá Æskulýðsfulltrúa Norðurþings

Frá Æskulýðsfulltrúa Norðurþings

Ætlunin er að gefa út bækling með upplýsingum um þá afþreyingu sem verður í boði í sumar fyrir unga sem aldna í sveitarfélaginu og nágrenni þess s.s. leikjanámskeið, reiðskólar, íþróttir, siglinganámskeið, leiklist  o.fl.. Af þeim sökum er verið að leitast eftir upplýsingum þar um. Upplýsingar þurfa að hafa borist æskulýðsfulltrúa fyrir 4. maí.
15.04.2009
Tilkynningar

Dagskrá sveitarstjórnarfundar í dag

Fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings í dag, þriðjudaginn 14. apríl og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá hér fyrir neðan.
14.04.2009
Tilkynningar

Sveitarstjórn Norðurþings

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn þriðjudaginn 14. apríl 2009 í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Fundurinn hefst kl. 16:00 Dagskrá fundarins verður birt síðar hér á heimasíðu Norðurþings.
02.04.2009
Tilkynningar
Flokkstjórar vinnuskóla

Flokkstjórar vinnuskóla

Norðurþing auglýsir eftir flokkstjórum í sumar til að stýra ungmennum í vinnuskóla og í átaksverkefnum á vegum sveitarfélagsins. Starfsstöðvar verða á Raufarhöfn, Kópaskeri og á Húsavík. Umsækjendur verða að vera 18 ára eða eldri. Umsóknarfrestur er til 15.apríl. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hér.
31.03.2009
Tilkynningar
Fundur um fuglaskoðun á Norðausturlandi

Fundur um fuglaskoðun á Norðausturlandi

Fundur sem halda átti í dag en var frestað, verður haldinn næstkomandi mánudag 6. apríl í Gljúfrastofu og hefst kl. 13:00. Útflutningsráð og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga standa í sameiningu fyrir fundinum. Fundurinn er haldinn  í tengslum við- og í framhaldi af fundi um fuglaskoðun á Íslandi sem Útflutningsráð stóð fyrir í janúar síðastliðnum.
30.03.2009
Tilkynningar
Jóhann og Freydís ljúka stjórnunarnámi

Jóhann og Freydís ljúka stjórnunarnámi

Freydís Jóna Freysteinsdóttir, félagsmálastjóri og Jóhann Rúnar Pálsson, æskulýðsfulltrúi hafa nýverið lokið stjórnunarnámi sem kallast "Árangur í starfi" hjá Reyni ráðgjafarstofu. Í náminu var farið í ýmis hagnýt fræði er varða tímastjórnun, markmiðasetningu og áætlunargerð, að auka framleiðni með forgangsröðun og ýmislegt fleira er varðar stjórnun.
30.03.2009
Tilkynningar
Deildarfundar Þingeyjardeildar KEA

Deildarfundar Þingeyjardeildar KEA

Deildarfundur Þingeyjardeildar KEA verður haldinn miðvikudaginn 1. apríl kl.17:00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík. Á fundunum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins. Stjórnin
25.03.2009
Tilkynningar
Tilkynning frá skíðasvæðunum

Tilkynning frá skíðasvæðunum

Minnum á að búið er að troða göngubraut í Meyjarskarði.  Einnig er skíðalyftan opin í dag á meðan snjóalög leyfa. Nú er um að gera að nýta góða veðrið og skella sér á skíði! Forstöðumaður
20.03.2009
Tilkynningar