Fara í efni

Fréttir

Leiktæki á Kópaskeri

Ný leiktæki á Kópaskeri og í Lundi

Nýlega er lokið við að setja upp ný leiktæki við grunnskólann á Kópaskeri og grunnskólann í Lundi. Bætir þetta leikaðstöðu krakkanna til muna þó að náttúran sjálf skaffi yfirleitt bestu leiktækin. Uppsetning leiktækjanna var í höndum Vals ehf. ásamt verktökum á staðnum og starfsmönnum sveitarfélagsins.
19.11.2008
Tilkynningar
Kolbeinsey ÞH 10

Úthlutun byggðakvóta fyrir Norðurþing

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir Norðurþing (Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn). Um úthlutunarreglur vísast til reglugerðar nr. 605, 24. júní 2008 auk sérstakra úthlutunarreglna sbr. auglýsingu nr. 1029/2008 í Stjórnartíðindum. Þessar reglur er einnig að finna á heimasíðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2008. Eyðublaðið má finna hér.
11.11.2008
Tilkynningar
Námskeið á vegum AÞ og Útflutningsráðs

Námskeið á vegum AÞ og Útflutningsráðs

Námskeið á vegum Útflutningsráðs um áætlanagerð og verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu í samvinnu við KPMG og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.  Námskeiðið verður haldið á Gamla Bauk á Húsavík fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13-17.
11.11.2008
Tilkynningar
Frá Félagsþjónustu Norðurþings

Frá Félagsþjónustu Norðurþings

Við viljum minna á að á Félagsþjónustu Norðurþings er veitt félagsleg ráðgjöf.  Markmið félagslegrar ráðgjafar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og að veita stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar.  Félagsleg ráðgjöf tekur m.a. til ráðgjafar á sviði fjármála, húsnæðismála og fjölskyldu-og uppeldismála.  Markmiðið með félagslegri ráðgjöf er að hver einstaklingur geti notið sín sem best í samfélaginu og að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Nánari upplýsingar er að finna á vef Félagsþjónustunnar - http://felagsthjonusta.nordurthing.is
10.11.2008
Tilkynningar
Kópaskersskóli

Kópaskersskóli - starf deildarstjóra

Norðurþing auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildarstjóra grunnskóladeildar við Kópaskersskóla út skólaárið 2008-2009.  Kópaskersskóli mun næsta skólaár þjóna börnum á leik-og grunnskólaaldri, frá 12 mánaða til loka miðstigs grunnskóla.  Lögð er áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda. 
04.11.2008
Tilkynningar
Forvarnardagurinn 2008

Forvarnardagurinn 2008

Forvarnardagurinn verður haldinn í þriðja sinn næstkomandi, fimmtudag, 6. nóvember, um land allt. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við  Samband íslenskra sveitarfélaga, Bandalag íslenskra skáta, Ungmennafélag Íslands, auk Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Actavis er aðalstyrktaraðili dagsins.
03.11.2008
Tilkynningar
Menntaskólinn á Akureyri

Opinn borgarafundur um skólamál

Opinn borgarafundur um framhalds-, grunn-, og leikskólamál verður haldinn 5. nóvember kl. 20:00 - 22:00 í Kvosinni, Menntaskólanum á Akureyri. Fundurinn er haldinn á vegum menntamálaráðuneytisins til kynningar á nýrri menntalöggjöf fyrir skólafólk, foreldra, nemendur og annað áhugafólk um skólamál.  Menntamálaráðherra og sérfræðingar menntamálaráðuneytisins munu kynna nýju löggjöfina og að loknum erindum verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.
31.10.2008
Tilkynningar
Gönguskíðabraut á íþróttavellinum

Gönguskíðabraut á íþróttavellinum

Unnið er að því að troða gönguskíðabraut á íþróttavellinum á Húsavík.  Stefnt er að því að hún verði tilbúin kl. þrjú í dag, þriðjudag. Nú er því um að gera að taka gönguskíðagræjurnar úr geymslunni, dusta af þeim rykið og taka nokkra hringi á meðan að snjóalög leyfa.
28.10.2008
Tilkynningar
Frá Raufarhöfn

Menningarvika á Raufarhöfn

Dagana 19. - 25. október stendur yfir menningarvika á Raufarhöfn.  Að venju er dagskráin fjölbreytt og metnaðarfull svo að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Nægir þar að nefna harmonikkutónleikar, diskótek fyrir börnin, gítartónleikar, vínsmökkunarnámskeið og villibráðakvöld. Nánar um dagskránna hér að neðan.
21.10.2008
Tilkynningar
Fundur ferðaþjónustuaðila á GEBRIS svæðinu

Fundur ferðaþjónustuaðila á GEBRIS svæðinu

Haldinn verður fundur ferðaþjónustuaðila á GEBRIS svæðinu á Hótel Norðurljósum þann 27. október 2008. Á fundinum mun Sif Jóhannesdóttir verkefnisstjóri segja stuttlega frá gangi verkefnisins.  Þá mun Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi kynna starfsemi skrifstofunnar og nýjar áherslur í markaðs- og kynningarmálum.  Auk þess mun Arngrímur Viðar Ásgeirsson kynna starfssemi Ferðaskrifstofu Austurlands og uppbyggingu í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri. Allir sem starfa að ferðaþjónustu á GEBRIS svæðinu (Jökulsá að Bakkafirði) eru hvattir til að mæta á fundinn. Nánar um dagskrá fundarins
21.10.2008
Tilkynningar
Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur

25. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, í dag þriðjudaginn 21. október og hefst kl. 16:00.   Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan.  
21.10.2008
Tilkynningar
Æskulýðssjóður - umsóknarfrestur 1. nóv.

Æskulýðssjóður - umsóknarfrestur 1. nóv.

Umsóknarfrestur til styrkja úr Æskulýðssjóði á vegum menntamálaráðuneytisins rennur út 1. nóvember.  Þeim sem hyggja á að leggja inn umsóknir til sjóðsins er bent á að kynna sér reglur sjóðsins . Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknarvef Stjórnarráðsins á vefslóðinni http://umsoknir.stjr.is .
15.10.2008
Tilkynningar