Fara í efni

Fréttir

Frá Æskulýðsfulltrúa Norðurþings

Frá Æskulýðsfulltrúa Norðurþings

Ætlunin er að gefa út bækling með upplýsingum um þá afþreyingu sem verður í boði í sumar fyrir unga sem aldna í sveitarfélaginu og nágrenni þess s.s. leikjanámskeið, reiðskólar, íþróttir, siglinganámskeið, leiklist  o.fl.. Af þeim sökum er verið að leitast eftir upplýsingum þar um. Upplýsingar þurfa að hafa borist æskulýðsfulltrúa fyrir 4. maí.
15.04.2009
Tilkynningar

Dagskrá sveitarstjórnarfundar í dag

Fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings í dag, þriðjudaginn 14. apríl og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá hér fyrir neðan.
14.04.2009
Tilkynningar

Sveitarstjórn Norðurþings

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn þriðjudaginn 14. apríl 2009 í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Fundurinn hefst kl. 16:00 Dagskrá fundarins verður birt síðar hér á heimasíðu Norðurþings.
02.04.2009
Tilkynningar
Flokkstjórar vinnuskóla

Flokkstjórar vinnuskóla

Norðurþing auglýsir eftir flokkstjórum í sumar til að stýra ungmennum í vinnuskóla og í átaksverkefnum á vegum sveitarfélagsins. Starfsstöðvar verða á Raufarhöfn, Kópaskeri og á Húsavík. Umsækjendur verða að vera 18 ára eða eldri. Umsóknarfrestur er til 15.apríl. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hér.
31.03.2009
Tilkynningar
Fundur um fuglaskoðun á Norðausturlandi

Fundur um fuglaskoðun á Norðausturlandi

Fundur sem halda átti í dag en var frestað, verður haldinn næstkomandi mánudag 6. apríl í Gljúfrastofu og hefst kl. 13:00. Útflutningsráð og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga standa í sameiningu fyrir fundinum. Fundurinn er haldinn  í tengslum við- og í framhaldi af fundi um fuglaskoðun á Íslandi sem Útflutningsráð stóð fyrir í janúar síðastliðnum.
30.03.2009
Tilkynningar
Jóhann og Freydís ljúka stjórnunarnámi

Jóhann og Freydís ljúka stjórnunarnámi

Freydís Jóna Freysteinsdóttir, félagsmálastjóri og Jóhann Rúnar Pálsson, æskulýðsfulltrúi hafa nýverið lokið stjórnunarnámi sem kallast "Árangur í starfi" hjá Reyni ráðgjafarstofu. Í náminu var farið í ýmis hagnýt fræði er varða tímastjórnun, markmiðasetningu og áætlunargerð, að auka framleiðni með forgangsröðun og ýmislegt fleira er varðar stjórnun.
30.03.2009
Tilkynningar
Deildarfundar Þingeyjardeildar KEA

Deildarfundar Þingeyjardeildar KEA

Deildarfundur Þingeyjardeildar KEA verður haldinn miðvikudaginn 1. apríl kl.17:00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík. Á fundunum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins. Stjórnin
25.03.2009
Tilkynningar
Tilkynning frá skíðasvæðunum

Tilkynning frá skíðasvæðunum

Minnum á að búið er að troða göngubraut í Meyjarskarði.  Einnig er skíðalyftan opin í dag á meðan snjóalög leyfa. Nú er um að gera að nýta góða veðrið og skella sér á skíði! Forstöðumaður
20.03.2009
Tilkynningar

Umsóknir í aksturssjóð HSÞ

Athygli er vakin á því að umsóknarfrestur í aksturssjóð HSÞ fyrir tímabilið sept - des 2008 er til 10. mars. Umsóknareyðublaðið er hægt að nálgast hér
09.03.2009
Tilkynningar
Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Í ár verða Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs veitt í fimmtánda sinn. Verðlaunin eru 350.000 danskar krónur og í ár er þemað verkefni sem hvatt hafa Norðurlandabúa til að stunda meiri hreyfingu úti í náttúrunni. „Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs árið 2009 verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem á einstakan hátt hefur stuðlað að góðu fordæmi við að fá fólk til að stunda útivist og sem hefur aukið skilning á mikilvægi náttúrunnar fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði."
09.03.2009
Tilkynningar
Frá kynningarfundi í Skúlagarði

Áhugaverð umræða á íbúafundum um aðalskipulag

Síðari hluta febrúar voru haldnir þrír íbúafundir í Norðurþingi í tengslum við gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Á fundum á Raufarhöfn og Kópaskeri fimmtudaginn 19. febrúar sl. var farið yfir drög að skipulagi þorpanna og rætt um viðfangsefni í skipulagi og áherslur varðandi framtíðarþróun byggðar. Á fundi í Skúlagarði laugardaginn 21. febrúar var síðan rætt um skipulag og áherslur í dreifbýli austan Tjörness og samspil við verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.
05.03.2009
Tilkynningar
Styrkir til barna- og unglingastarfs í Norðurþingi 2009

Styrkir til barna- og unglingastarfs í Norðurþingi 2009

Æskulýðsnefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfs í þágu barna og ungmenna. Félög og/eða samtök sem hafa barna- og unglingastarf á stefnuskrá sinni geta sótt um styrk. Með umsókn skulu fylgja ársreikningar viðkomandi umsækjanda ásamt greinargerð um hvernig ætlunin er að nota það fjármagn sem óskað er eftir. Ef viðkomandi umsækjandi sótti um og fékk styrk árið 2008 er óskað eftir greinargerð um hvernig því fjármagni var varið.
05.03.2009
Tilkynningar