Fara í efni

Fréttir

Fasteignaskattar í Norðurþingi

Fasteignaskattar í Norðurþingi

Nú hafa verið sendir út, til íbúa Norðurþings, greiðsluseðlar vegna innheimtu á fasteignasköttum.  Því viljum við minna á reglur um afslátt á fasteignaskatti.  Reglugerðina má nálgast hér.
10.02.2010
Tilkynningar
Stefán Jón Sigurgeirsson

Opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ á Akureyri

Það verður stór stund klukkan 16 á morgun, 6. febrúar, í Skautahöllinni á Akureyri þegar fram fer opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ sem nú er haldin í fimmta skipti og stendur yfir frá 6. febrúar - 21. mars. Á opnunarhátíðinni verða m.a. fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara nú í febrúar í Vancuver.  Í þeim hópi er einmitt okkar maður, Stefán Jón Sigurgeirsson frá Húsavík.  Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og sýna okkar manni stuðning fyrir komandi átök á Ólympíuleikunum.
05.02.2010
Tilkynningar
Kynning á tillögu að aðalskipulagi

Kynning á tillögu að aðalskipulagi

Mánudagskvöldið 8. febrúar nk. verður tillaga að Aðalskipulagi Norðurþings 2009-2029 kynnt á opnum fundi á Húsavík. Farið verður yfir tillögu að stefnu á helstu sviðum sveitarfélagsins að því er tekur til skipulagsmála í dreifbýli og þéttbýli.
04.02.2010
Tilkynningar
Frá kynningarfundinum

Konur í pólitík - kynningarfundur

Fimmtudagskvöldið, 28. janúar var haldið kynningarkvöld fyrir konur um pólitík í sal stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík.  Kynningarkvöldið var haldið á vegum kvenna í pólitík. 
02.02.2010
Tilkynningar
Gönguskíðabraut á Reykjaheiði

Gönguskíðabraut á Reykjaheiði

Gönguskíðabrautin á Reykjaheiði er opin í dag. Búið er að troða tvo hringi, sá styttri er einn km að lengd en sá lengri er fimm km langur.  Skilyrði til skíðagöngu er ákjósanleg á heiðinni en þar er logn og 7 gráðu frost.
02.02.2010
Tilkynningar

Skíðagöngunámskeiði seinkað til kl. 15:00

Áður auglýstu skíðagöngunámskeiði fyrir börn og fullorðna, n.k. laugardag 30. janúar, er frestað til kl. 15:00 vegna landsleiks í handknattleik.
29.01.2010
Tilkynningar
Húsavík

Viðvera menningarfulltrúa Eyþings á Húsavík

Menningarráð Eyþings auglýsir viðveru menningarfulltrúa vegna úthlutunar á verkefnastyrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2010.  Menningarfulltrúi, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, verður til viðtals í Safnahúsinu á Húsavík 28. janúar frá kl. 10 - 12.
27.01.2010
Tilkynningar
Námssmiðja um opnar vinnustofur

Námssmiðja um opnar vinnustofur

Þingeyskt og þjóðlegt stutt af Menningarráði Eyþings, Rarik og Ferðamálastofu stendur fyrir námssmiðju um opnar vinnustofur í Kiðagili í Bárðardal 29. janúar klukkan 14:00 Opnar vinnustofur byggja á nýsjálenskri fyrirmynd.  Á námssmiðjunni verða kynntar hugmyndir um opnar vinnustofur, fjármögnun og leiðir.  Einnig segir handverksfólk frá verkefnum sínum og framtíðaráformum.  Áhugaverð námssmiðja fyrir þá sem áhuga hafa á að auka tekjumöguleika sína í handverki.
25.01.2010
Tilkynningar
Safnahúsið á Húsavík

Opnun bókasafnins í dag

Bókasafnið á Húsavík verður opnað að nýju í dag eftir flutning niður á neðstu hæð Safnahússins.  Í því tilefni verður sektarlaus vika dagana 25. - 29. janúar. Einnig verður gestum boðið upp á kaffi og konfekt og börnin fá Svala.
25.01.2010
Tilkynningar
Skíðagönguæfing fyrir börn

Skíðagönguæfing fyrir börn

Skíðagönguæfing fyrir börn verður á morgun, föstudaginn 22. janúar kl. 15:00 upp við skíðaskála á Reykjaheiði.  Gönguskíðabúnaður er á staðnum fyrir þá sem ekki eiga.  Góð mæting var síðasta föstudag.  Allir eru velkomnir.  Ekki verða innheimt æfingagjöld fyrir börnin í vetur.
21.01.2010
Tilkynningar
Vatnajökull

Námskeið í landvörslu

Vatnajökulsþjóðgarður vill benda áhugasömum á námskeið í landvörslu sem haldið verður á vegum Umhverfsstofnunar á tímabilinu 18. febrúar til 19. mars. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi.
20.01.2010
Tilkynningar
Menningarráð Eyþings - umsókn um verkefnastyrki

Menningarráð Eyþings - umsókn um verkefnastyrki

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarstarfs á Norðausturlandi Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli  samnings  mennta- og menningarmálaráðuneytis og  iðnaðarráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi.
19.01.2010
Tilkynningar