Fara í efni

Fréttir

Hestamannamót Feykis og Grana í Eyjadal

Hestamannamót Feykis og Grana í Eyjadal

Hestamannamót Feykis og Grana verður haldið laugardaginn 27. júní næstkomandi á félagssvæði Feykis í Eyjadal. Keppnin hefst kl. 10:00 og er fyrirhuguð dagskrá eftirfarandi: B-flokkur, A-flokkur, Unglingaflokkur, Barnaflokkur, Tölt - forkeppni, Öldungaflokkur, Þrautabraut 1. hluti, Úrslit riðin (að tölti undanskildu), Skeið, Kappreiðar, Þrautabraut 2. hluti.
22.06.2009
Tilkynningar
Rafmagnslaust verður á Húsavík í nótt

Rafmagnslaust verður á Húsavík í nótt

Vegna vinnu Landsnets á Húsavíkurlínu verður rafmagnslaust á Húsavík í nótt. Áætlað straumleysi verður frá miðnætti og lýkur kl. 06:00 þriðjudaginn 23. júní.
22.06.2009
Tilkynningar
Gagnlegar umræður um skipulag Húsavíkur og Reykjahverfis á íbúafundi um aðalskipulag

Gagnlegar umræður um skipulag Húsavíkur og Reykjahverfis á íbúafundi um aðalskipulag

Drög að aðalskipulagi fyrir Húsavík  voru kynnt á opnum fundi í Borgarhólsskóla 11. júní sl. Vinna við aðalskipulag Norðurþings í heild sinni var einnig kynnt og dregnar fram áherslur sem varða Reykjahverfið, en í febrúar sl. var fundur í Skúlagarði þar sem fjallað var um aðra hluta dreifbýlisins.  
19.06.2009
Tilkynningar
Sumartónleikar - Tónlistarveisla 2009

Sumartónleikar - Tónlistarveisla 2009

Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir framkvæmdaraðila/aðilum að sumartónleikum 2009. Tónleikarnir eru styrktir af Lista- og menningarsjóði Norðurþings.  Frábært tækifæri fyrir hæfileikaríka einstaklinga.
18.06.2009
Tilkynningar
Frá hátíðahöldunum í fyrra

17. júní dagskrá innandyra

Vegna versnandi veðurútlits hefur verið ákveðið að flytja hátíðardagskránna, sem vera átti við Borgarhólsskóla að lokinni skrúðgöngu, inn í Íþóttahöllina. Eins verður fjölskyldudansleikur sem vera átti við skólann færður inní Höllina.
16.06.2009
Tilkynningar
Leikhópurinn Lotta á Húsavík

Leikhópurinn Lotta á Húsavík

Fimmtudaginn 18. júní mun Leikhópurinn Lotta koma til Húsavíkur með nýjustu leiksýningu sína Rauðhettu. Sýnt verður í Skrúðgarðinum og hefst sýningin klukkan 18:00. Sýnt er utandyra og er því um að gera að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á og hlýja sér ef kalt er í veðri.
16.06.2009
Tilkynningar

Dagskrá næsta sveitarstjórnarfundar

32. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 16. júní 2009 og hefst kl. 16:00 Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan.
12.06.2009
Tilkynningar

Skrifstofur Norðurþings

Skrifstofur Norðurþings verða lokaðar frá kl. 12:15 föstudaginn 12. júní.
12.06.2009
Tilkynningar
Íbúafundur á Húsavík í kvöld

Íbúafundur á Húsavík í kvöld

Á opnum fundi sem haldinn verður í grunnskólanum á Húsavík í kvöld, fimmtudagskvöld 11. júní, kl. 20.00 verða kynnt drög að aðalskipulagstillögu fyrir Húsavík og Reykjahverfi.  Drögin fyrir Húsavík eru til sýnis hér. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.  
11.06.2009
Tilkynningar

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn þriðjudaginn 16. Júní 2009 í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Fundurinn hefst kl. 16:00 Dagskrá fundarins verður birt síðar hér á heimasíðu Norðurþings.
10.06.2009
Tilkynningar
Íbúafundur um aðalskipulag

Íbúafundur um aðalskipulag

Norðurþing boðar til íbúafundar í sal Borgarhólsskóla á Húsavík fimmtudaginn 11. júní nk. kl. 20-22.15. Á fundinum verður fjallað um framtíðarþróun byggðar og skipulag á Húsavík og nágrenni auk tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda.  Fundurinn er liður í aðalskipulagsgerð fyrir sveitarfélagið.
09.06.2009
Tilkynningar
Frá Möðrudal

Landsbyggðin lifir - málþing

Samtökin Landsbyggðin lifir mun fimmtudaginn 11. júní halda málþing í samstarfi við Framfarafélag Fljótsdalshéraðs.  Málþingið verður haldið á Möðrudal á Fjöllum og hefst kl. 15.  Yfirskrift málþingsins verður: Farsæld til framtíðar - virkjum landið og miðin.  Fyrirlestrar og umræðuefni málþingsins fjalla um auðlindanýtingu og framleiðslustjórn grunnatvinnugreinanna til lands og sjávar.
05.06.2009
Tilkynningar