Fara í efni

Fréttir

Addi mætir og tekur nokkur jólalög

Jólaskemmtun Samhljóms

Hin árlega Jólaskemmtun Samhljóms - styrktarfélags verður haldin í Fosshóteli Húsavík (Félagsheimili Húsavíkur) sunnudaginn 13. desember kl. 16:00.  Hljómsveitin Hjálmar og þeir mun flytja jólalög ásamt því að gestsöngvarar munu syngja.  Þeir eru Bylgja Steingrímsdóttir, Aðalsteinn Júlíusson, Kristján Halldórsson, Halla Marín Hafþórsdóttir, Daníel Borgþórsson og Valdís Jósefsdóttir. 
09.12.2009
Tilkynningar
Styrkir til úrbóta í umhverfismálum

Styrkir til úrbóta í umhverfismálum

Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2010. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni tengd sjálfbærri ferðaþjónustu fyrir alla sem hafa heildrænt skipulag og langtímamarkmið að leiðarljósi. Íslensk náttúra er eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest í anda sjálfbærni. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar íslenskrar náttúru. Styrkir skiptast í tvo meginflokka:
01.12.2009
Tilkynningar
Skíðagöngubraut á íþróttavellinum

Skíðagöngubraut á íþróttavellinum

Nú er búið að troða skíðagöngubraut á íþróttavellinum á Húsavík.    
01.12.2009
Tilkynningar
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 Háspennulínur, Reykjaheiðarvegur og iðnaðarlóð á Bakka Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húsavíkurbæjar 2005-2025 skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Ath. Uppdráttur 3 hér fyrir neðan hefur verið uppfærður.
25.11.2009
Tilkynningar
Laust starf við ræstingar

Laust starf við ræstingar

Auglýst er eftir starfsmanni í ræstingar við leikskólann Grænuvelli á Húsavík frá og með 16. desember 2009.  
24.11.2009
Tilkynningar
Ullarvinnsla og jurtalitun

Ullarvinnsla og jurtalitun

Dagana 13. - 14. nóvember stendur "Þingeyskt og þjóðlegt" fyrir námskeiði í ullarvinnslu og jurtalitun í Kiðagili í Bárðardal.  Verkefnið Þingeyskt og þjóðlegt snýst um að viðhalda þjóðlegum menningararfi í handverki, með áherslu á Þingeyjarsýslur. Námskeiðið hefst kl. 17:00 á föstudegi og lýkur kl. 19:00 á laugardag.
06.11.2009
Tilkynningar
Uppskeruhátíð ferðamála á Norðurlandi

Uppskeruhátíð ferðamála á Norðurlandi

Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi hefur staðið fyrir uppskeruhátíðum ferðaþjónustunnar á Norðurlandi undanfarin 5 ár. Uppskeruhátíðin var haldin í Mývatnssveit þetta árið og þótti takast einstaklega vel enda einmuna blíða, sól og blanka logn. Alls mættu á annað hundrað einstaklingar úr ferðaþjónustunni á Norðurlandi á hátíðina. Farið var vítt og breytt um Mývatnssveit og áhugaverðir staðir heimsóttir, m.a. Víti, Krafla, Námaskarð, Fuglasafn Sigurgeirs, Hótel Gígur, Dimmuborgir og Jarðböðin.  
04.11.2009
Tilkynningar
Borgarhólsskóli

Borgarafundur á Húsavík

Samvinnufélag Þingeyinga stendur fyrir borgarafundi sem haldinn verður í sal Borgarhólsskóla, Húsavík, fimmtudaginn 29. október kl. 18:00. Öllum Þingeyingum er boðið að mæta á fundinn en á hann munu mæta þingmenn kjördæmisins.
28.10.2009
Tilkynningar
Sveitarstjórnarfundur - dagskrá

Sveitarstjórnarfundur - dagskrá

34. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 20. október og hefst kl. 16:15. Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan.
16.10.2009
Tilkynningar
Borgarhólsskóli

Hollvinasamtök Tónlistarskólans - félagsfundur

Heiltónn, hollvinasamtök Tónlistarskóla Húsavíkur, heldur sinn fyrsta almenna félagsfund þriðjudaginn 20. október kl. 17:00 í Borgarhólsskóla. Dagskrá fundarins verður kynning á samtökunum, kosning stjórnar, umræða um vetrarstarfið og verkefni framundan. Allt áhugafólk um öflugt tónlistarlíf og velunnarar Tónlistaskóla Húsavíkur eru hvattir til að mæta.
16.10.2009
Tilkynningar
Björgunarsveitin Garðar 50 ára

Björgunarsveitin Garðar 50 ára

Björgunarsveitin Garðar var stofnuð fyrir 50 árum af nokkrum vöskum mönnum.  Í tilefni þessara merku tímamóta býður Björgunarsveitin öllum að koma og skoða húsnæði, tækjakost og kynna sér starfsemi sveitarinnar laugardaginn 17. október milli klukkan 15:00 og 17:00.
15.10.2009
Tilkynningar
Tilnefning til umhverfisverðlauna 2009

Tilnefning til umhverfisverðlauna 2009

Ferðamálastofa hefur auglýst eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2009. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.
13.10.2009
Tilkynningar