Fara í efni

Fréttir

Sveitarstjórnarkosningar 2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010

Kjörskrá Norðurþings vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara þann 29. maí næstkomandi, mun liggja frammi á skrifstofum sveitarfélagsins á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn frá og með 19. maí til 29. maí. 
18.05.2010
Tilkynningar
mynd: Jón Ármann

Lífeyrissjóður starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar

Ársfundur 2010Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkur­kaupstaðar verður haldinn fimmtudaginn 20. maí nk., kl. 10:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Ketilsbraut 7-9, Húsavík.
18.05.2010
Tilkynningar
Frá undirritun viljayfirlýsingar um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum

Opnum fundi frestað

Opnum fundi um orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum sem vera átti í dag, mánudaginn 17. maí kl. 17:15, er frestað um óákveðinn tíma. Ástæða frestunarinnar er sú að innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna öskufalls.
17.05.2010
Tilkynningar
Vinnuskóli Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings

Nemendur 8.,9. og 10. bekkja eiga að hafa fengið umsóknareyðublöð í hendurnar. Þeir nemendur sem óska eftir að taka þátt í Vinnuskóla Norðurþings þurfa að vera búnir að skila inn umsóknum í síðasta lagi 21.maí.
14.05.2010
Tilkynningar

Frá Sundlaug Húsavíkur

Fimmtudaginn 13. maí, Uppstigningardag, verður sundlaugin opin 10 - 17.
11.05.2010
Tilkynningar
Leikskólinn Grænuvellir

Vorsýning Grænuvalla

Miðvikudaginn, 12. maí verður vorsýning á leikskólanum Grænuvöllum. Þar verða listaverk barnanna til sýnis og verður sýningin opin frá kl. 8-11 og 13-16 auk þess sem nemendur sýna atriði á sal.
11.05.2010
Tilkynningar
Vinnuskóli Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings

Vinnuskóli Norðurþings verður rekinn með líku sniði og síðasta sumar. Vinnutímabil verður frá 7.júní - 30.júlí. Nemendur 8.-10.bekkja grunnskólanna í Norðurþingi munu fá umsóknareyðublöð í lok næstu viku. Einnig verður hægt að nálgast umsóknareyðublöð hjá Æskulýðsfulltrúa Norðurþings.
07.05.2010
Tilkynningar
Horft í átt að  Bakka

Fréttatilkynning frá Skipulagsstofnun

Álver Alcoa á Bakka við Húsavík, Kröflvirkjun II, Þeistareykjavirkjun og háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Frummatsskýrslur framangreindra framkvæmda eru til umfjöllunar, auk frummatsskýrslu um mat á sameiginlegum umhverfisáhrifum framkvæmdanna fjögurra.
30.04.2010
Tilkynningar

Jákvæður grunnrekstur - Traust framtíð

"Ársreikningur sveitarfélagsins Norðurþings er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A - hluta annars vegar og B - hluta hins vegar. Til A - hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð sem rekur alla almenna málaflokka, Eignasjóð- og Þjónustumiðstöð Norðurþings. Til B - hluta teljast fjárhagslega sjálfstæðar rekstrareiningar sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Rekstrareiningarnar sem um ræðir eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Norðurþings, Vatnsveita Norðurþings, Hafnarsjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ehf., Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og Fjárfestingafélag Norðurþings ehf.
30.04.2010
Tilkynningar
Grunnskólinn á Raufarhöfn

Skólastjóra- og kennarstöður í Norðurþingi

Laus er staða skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar. Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum eingstaklingi sem er tilbúinn að leiða og þróa kraftmikið skólastarf. Einnig eru lausar stöður leikskóla- og grunnskólakennara á Raufarhöfn.
28.04.2010
Tilkynningar

Frá Sundlaug Húsavíkur

Sundlaugin verður lokuð laugardaginn 1. maí.
28.04.2010
Tilkynningar
Sumarvinna í Norðurþingi

Sumarvinna í Norðurþingi

Sumarið 2010 mun sveitarfélagið Norðurþing standa fyrir sumarvinnu fyrir fólk fætt 1993 og fyrr og hefur lögheimili í sveitarfélaginu Norðurþingi.  Vinna mun hefjast 8. júní og að öllum líkindum standa fram í lok júlí (vinnutími fer eftir fjölda umsækjenda).
26.04.2010
Tilkynningar