"Ársreikningur sveitarfélagsins Norðurþings er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo
hluta, A - hluta annars vegar og B - hluta hins vegar. Til A - hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að
ræða Aðalsjóð sem rekur alla almenna málaflokka, Eignasjóð- og Þjónustumiðstöð Norðurþings. Til B - hluta teljast
fjárhagslega sjálfstæðar rekstrareiningar sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu sveitarfélagsins en rekstur þeirra er að stofni til
fjármagnaður með þjónustutekjum. Rekstrareiningarnar sem um ræðir eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Norðurþings,
Vatnsveita Norðurþings, Hafnarsjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ehf., Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og Fjárfestingafélag
Norðurþings ehf.