Fara í efni

Fréttir

Fréttatilkynning

Þjóð til þings                                                               15. október 2010  Borgarafundur á Akureyri  20. október um endurskoðun stjórnarskrárinnar  Stjórnlaganefnd og EYÞING halda borgarafund í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 20. október frá klukkan 20-22. Fundurinn er kynningafundur um stjórnlagaþing og Þjóðfund 2010 auk þess sem kallað er eftir sjónarmiðum íbúa.Njörður P. Njarðvík og Björg Thorarensen úr stjórnlaganefnd halda erindi og svara spurningumfrá þátttakendum.   Smellið hér til að sjá frétt í heild sinni
20.10.2010
Tilkynningar
Þjóðleikur á Norðurlandi

Þjóðleikur á Norðurlandi

Öxarfjarðarskóli, Píramus og Þispa - leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, Borgarhólsskóli á Húsavík eru þátttakendur í stóru leiklistarverkefni sem nefnist Þjóðleikur en verkefnið nær til alls Norðurlands, allt frá Bakkafirði til Húnavatnssýslna. Mjög góð þátttaka er á Norðurlandi en nú hafa 14 hópar sótt um þátttöku í verkefninu. 
14.10.2010
Tilkynningar
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík

B O R G A R A F U N D U R

-Niðurskurður á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga- Borgarafundur í Íþróttahöllinni á Húsavík fimmtudaginn 7. október kl. 17:00 Samkvæmt fjárlögum stendur til að skerða fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga um ríflega 40%.  Gangi þetta eftir þá verður 60 til 70 starfsmönnum sagt upp störfum og öryggi íbúa Þingeyjarsýslna ógnað. Heilbrigðisráðherra, Fjármálaráðherra ásamt þingmönnum kjördæmisins voru boðaðir til fundarins. Ljóst er að ef af þessu verður er um gríðarlega mikið áfall að ræða fyrir samfélögin í Þingeyjarsýslum sem felur í sér aukið atvinnuleysi, skert búsetuskilyrði og fólksfækkun.  Í ljósi alvarleika stöðunnar er boðað til borgarafundarins. Sýnum stuðning í verki, mætum og látum skoðun okkar í ljós.  Við getum ekki né eigum, að sætta okkur við önnur lífsskilyrði  en þau sem felast í samtryggingu þjóðarinnar. Sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum
05.10.2010
Tilkynningar
Farfuglar

Styrkir til lista- og menningarmála

Menningar- og fræðslunefnd Norðurþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til lista- og menningarmála. Styrkirnir eru veittir samkvæmt skipulagsskrá Lista- og menningarsjóðs Norðurþings og reglum um úthlutun úr sjóðnum.  
05.10.2010
Tilkynningar
Aðalskipulag Norðurþings 2010 - 2030

Aðalskipulag Norðurþings 2010 - 2030

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 21. september 2010 tillögu að Aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030.  Tillagan var auglýst þann 20. maí 2010 og lá frammi til kynningar til 18. júní s.á.  Frestur til að skila athugasemdum rann út 1. júlí 2010 og bárust athugasemdir frá 17 aðilum.  Sveitarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim er þær gerðu umsögn sína.
04.10.2010
Tilkynningar

Aukafundur sveitarstjórnar Norðurþings

45. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, þriðjudaginn 5. október 2010 og hefst kl. 16:15 Dagskrá: Almenn erindi 1.   201010006 - Sala á eignarhlut Orkuveitu Húsavíkur ehf. í Þeistareykjum ehf 2.   201010007 - Staða heilbrigðisþjónustu í Þingeyjarsýslum
01.10.2010
Tilkynningar
Málþing um geðheilbrigði

Málþing um geðheilbrigði

Málþing um geðheilbrigði verður haldið í Nausti, Húsavík miðvikudaginn 13. október n.k. kl. 13:00 - 17:00.  Það eru Hlutverkasetrið, Rauði kross íslands, Félags- og tryggingarmálaráðuneytið, Norðurþing og Háskólinn á Akureyri sem standa að málþinginu.  Þingið á erindi við alla; fagfólk, sveitarstjórnarmenn, fólk úr atvinnulífinu, skólafólk og almenning. Nánari upplýsingar um málþingið
30.09.2010
Tilkynningar

FRÉTTATILKYNNING

Landsvirkjun kaupir hlut Orkuveitu Húsavíkur í Þeistareykjum Landsvirkjun og Orkuveita Húsvíkur ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Landsvirkjunar á 28,771% hlut Orkuveitu Húsavíkur ehf.  í hlutafélaginu Þeistareykjum ehf. Eftir kaupin á Landsvirkjun tæplega 93% hlut í félaginu en aðrir hluthafar eru Orkuveita Húsavíkur (3,2%) og Þingeyjarsveit (4,0% rúm). Fyrir hlutinn eru greiddar tæpar 14 milljónir bandaríkjadollara. Greitt er í áföngum þar til orkuvinnsla hefst á umráðasvæði Þeistareykja ehf.
29.09.2010
Tilkynningar

Ályktanir landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Eftirfarandi ályktanir voru gerðar á landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélagana sem haldinn var á Akureyri 10. - 11. september s.l. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 10.-11. september 2010 lýsir yfir ánægju sinni með nýtt námsefni í kynjafræði fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem hefur verið unnið og gefið út á síðustu 2 árum og hvetur stjórnendur allra skóla í landinu til að nýta það við kennslu í skólunum. Jafnframt skorar landsfundurinn á mennta- og menningarmálaráðuneytið að auka áherslu á kennslu í kynjafræðum í kennaranámi og gera það að skyldufagi.
22.09.2010
Tilkynningar
Stjórnsýsluhús Norðurþings

Norðurþing auglýsir laust starf við ræstingar

Auglýst er eftir starfskrafti í ræstingar í Stjórnsýsluhúsinu Ketilsbraut 7 - 9. Vinnutími er sveigjanlegur. Viðkomandi þarf  að geta hafið störf 1. október  2010.  Umsóknarfrestur er til 30. september. Nánari upplýsingar um laun o.fl. veitir Sveinn Hreinsson, umsjónarmaður fasteigna Norðurþings í síma 464-6100
17.09.2010
Tilkynningar
Menningar- og viðurkenningasjóður KEA

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA

Auglýst er eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningasjóð KEA. Nánari upplýsingar er að finna á vef KEA. Umsóknarfrestur er til 1. október.
14.09.2010
Tilkynningar
Ljósmyndasamkeppni Norðurþings

Ljósmyndasamkeppni Norðurþings

Norðurþing efnir til ljósmyndasamkeppni vegna opnunar á nýjum vef sveitarfélagsins.  Samkeppni verður í eftirfarandi flokkum:  „Æskan og mannlífið", „Náttúran í Norðurþingi" og „Mitt Norðurþing". Veitt verða peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki.
02.09.2010
Tilkynningar