Sú breyting verður á að við verðum ekki lengur með aldursskipt vinnutímabil fyrir þá nemendur sem sækja vinnuskólann á Húsavík heldur bjóðum við öllum nemendum upp á að skipta sínum vinnutíma eins og þeim hentar. Boðið verður upp á vinnu frá 08:00-12:00 alla virka daga á tímabilinu 20. júní - 29. júlí. Krakkarnir hafa þó mismikinn vinnukvóta sem þeim stendur til boða, líkt og fyrri ár.
Eldri hópurinn, fæddur 2001, getur unnið allt að 100 klst á þessu tímabili (samsvarar 5 vikum) á meðan sá yngri, fæddur 2002, getur unnið allt að 80 klst (samsvarar 4 vikum).