Fara í efni

Fréttir

143. fundur bæjarráðs Norðurþings

 143. fundur bæjarráðs Norðurþings haldinn  í stjórnsýsluhúsi Norðurþings,  11. júní 2015 og hófst hann kl. 16:00.     Fundinn sátu: Óli Halldórsson, Friðrik Sigurðsson, Gunnlaugur Stefánsson og Kristján Þór Magnússon   Fundargerð ritaði:  Kristján Þór Magnússon, Bæjarstjóri.   Dagskrá:   1.   Gráni ehf - 201405019   Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Grána ehf kt:560707-0290, hvar óskað er eftir fjárstuðningi við rekstur reiðhallar félagsins sunnan Húsavíkur. Annarsvegar er óskað eftir bráðastuðningi að upphæð 850.000- vegna rekstrarvanda Grána ehf. Hinsvegar er óskað eftir langtíma aðkomu Norðurþings að rekstri íþróttamannvirkisins til frambúðar.   Umrætt félag er í jafnri eigu hestamannafélaganna Grana og Þjálfa. Norðurþing hefur þegar lagt verulegar fjárhæðir til uppbyggingar reiðhallarinnar á liðnum árum. Bæjarráð samþykkir bráðastuðning við Grána ehf með greiðslu 850.000- til Hestamannafélagsins Grana sem fyrirfram greiðslu framlags til félagsins fyrir árin 2015-16. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að stjórn Grána ehf finni raunhæfar leiðir til að gera rekstur reiðhallarinnar sjálfbæran. Bæjarráð vísar síðari hluta erindisins til umfjöllunar í tómstunda- og æskulýðsnefnd í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.       2.   Samningur um brothætta byggð - 201505060   Fyrir bæjarráði liggur samningur milli Byggðastofnunar, Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings um verkefnið Brothættar byggðir á Norðausturhorninu, auk samnings um verkefnið Brothættar byggðir á Raufarhöfn.   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.       3.   Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Rúnari Traustasyni - 201506019   Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.       4.   Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur óskar eftir að hitta bæjarráð og ræða áform um skerðingu sumarlauna starfsmanna Tónlistarskólans - 201505074   Bæjarstjóra í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að ljúka málinu í samræmi við álit Sambands íslenskra sveitarfélaga.       5.   Vindorka í Norðurþingi - 201503005   Fyrirhugaður er í kvöld kl 20:15 íbúafundur EAB New Energy Europe til kynningar á hugmyndum fyrirtækisins að Vindorkugarði í nágrenni Húsavíkur. Fyrirtækið hefur fundað með forsvarsmönnum Norðurþings í tvígang og kynnt vilja sinn til að rannsaka svæði norðan Húsavíkur sem mögulegan framtíðarstað vindmyllugarðs. Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála hvað varðar viðræður við fyrirtækið um þessi áform.       6.   Fundarboð á Aðalhluthafafund Verslunarhússins á Kópaskeri 2015 - 201506033   Bæjarráð felur Olgu Gísladóttur að mæta f.h. sveitarfélagsins á fundinn.       7.   Beiðni um fjárhagsaðstoð frá Skjálftasetrinu - 201506032   Komi ekki til úthlutunar þeirra styrkja sem félagið hefur sótt um á árinu 2015 fellst sveitarfélagið á að greiða allt að 350.000- sem framlag Norðurþings vegna launa sumarstarfsmanns.         Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
11.06.2015
Tilkynningar
Væntaleg verksmiðja á Bakka/mynd:atthing.is

Sameiginleg fréttatilkynning iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Norðurþings

UPPBYGGING HEFST Á BAKKAPCC BakkiSilicon hf. hefur ákveðið að reisa kísilver á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík til framleiðslu á kísilmálmi og er áætluð árleg framleiðslugeta versins 32.000 tonn í fyrri áfanga en fullbyggð er áætluð afkastageta 66.000 tonn. 
09.06.2015
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Sumaropnun í Sundlaug Húsavíkur

Opnunartímar:Virka daga kl. 06:45 - 21:00Lau. / sun. kl. 10:00 - 18:00 
09.06.2015
Tilkynningar
Pósturinn

Opinn fundur Íslandspósts

Forsvarsmenn Íslandspósts halda opinn fund á Húsavík þriðjudaginn 9. júní kl 17:00 – 18:30. Þetta er liður í fundarröð um stöðu og framtíð póstmála á Íslandi.
05.06.2015
Tilkynningar
Hjartasteinn

Tækifæri fyrir unga leikara í Norðurþingi

Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar að unglingsdrengjum á aldrinum 13 -15 ára  til að leika í kvikmyndinni Hjartasteinn sem áætlað er að taka  upp á tímabilinu ágúst-október 2015.
04.06.2015
Tilkynningar
FJÖLSKYLDAN Á FJALLIÐ

FJÖLSKYLDAN Á FJALLIÐ

Um allt land eru valin fjöll í þetta verkefni UMFÍ sem gengur út á að hvetja fólk til að fara í léttar fjallgöngur. 
03.06.2015
Tilkynningar

Ársreikningur Norðurþings 2014

Ársreikningur Norðurþings 2014
27.05.2015
Tilkynningar
Mynd:mbl.is

Kartöflugarðar til leigu á Húsavík í sumar

Norðurþing býður að venju Kartöflugarða til leigu við Kaldbak í sumar.  Ýmsar stærðir af görðum í boði. Pantið hjá Garðyrkjustjóra í síma 464 6100
26.05.2015
Tilkynningar

Málþing um öldrun og heilbrigði 26. maí

Málþing um öldrun og heilbrigði verður haldið í salnum Miðhvammi 26. maí Sveitarfélagið Norðurþing, Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík og Hvammur hjúkrunar- og dvalarheimili standa fyrir málþingi um öldrun og heilbrigði þann 26. maí milli kl. 13:00 og 17:00  Fjallað verður um mismunandi hliðar öldrunar.  Aðgangseyrir er 1000 kr. Nánar um dagskrána
21.05.2015
Tilkynningar
Mynd/Gaukur Hjartarson

Niðurstöður Eftirlitsstofnunar EFTA vegna samninga Landsvirkjunar og Landsnets við PCC

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komst í dag að þeirri niðurstöðu að samningar Landsvirkjunar og Landsnets við PCC Bakki Silicon frá því í mars 2015 feli ekki í sér ríkisaðstoð.
20.05.2015
Tilkynningar
Mynd: Árni Sigurbjarnarson

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030

Tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 og samsvarandi nýju deiliskipulagi efnistökusvæðis E26-A í Skurðsbrúnum við Húsavík
19.05.2015
Tilkynningar
Norðurþing auglýsir eftir sumarstarfsmönnum á Húsavík

Norðurþing auglýsir eftir sumarstarfsmönnum á Húsavík

Enn á eftir að manna almenn sumarstörf við slátt og umhirðu á skrúðgarði Húsavíkur.
15.05.2015
Tilkynningar