Fara í efni

Fréttir

Athafnalóðir á nýrri landfyllingu í Suðurfjöru á Húsavík

Athafnalóðir á nýrri landfyllingu í Suðurfjöru á Húsavík

Frá Framkvæmdanefnd Norðurþings.
07.03.2016
Tilkynningar
Ný heimasíða Norðurþings

Ný heimasíða Norðurþings

Eins og gestir heimasíðu Norðurþings hafa eflaust orðið varir við þá er ný heimasíða komin í loftið. Skipulag nýju síðunnar er töluvert breytt frá því sem áður var og einnig hentar hún betur en sú gamla til skoðunar í snjallsímum og spjaldtölvum. Gera má ráð fyrir einhverjum hnökrum á síðunni fyrsta kastið og biðjum við hlutaðeigandi að sýna okkur þolinmæði á meðan greitt er úr þeim. Af tæknilegum orsökum hefur ekki verið hægt að nálgast allar fundargerðir á nýju síðunni en það stendur til bóta á allra næstu dögum.
07.03.2016
Tilkynningar
Bréf til íbúa Húsavíkur frá LNS Saga

Bréf til íbúa Húsavíkur frá LNS Saga

Jarðgangagerð í gegnum Húsavíkurhöfða. Ágætu Húsvíkingar Nú er undirbúningi fyrir jarðgangagerð í gegnum Húsavíkurhöfða að ljúka. Frá því um miðjan október hafa starfsmenn LNS Saga unnið við að hreinsa frá gangamunnanum að sunnanverðu til þess að hægt sé að hefja borun og sprengingar. Í lok febrúar kom skipið Winter Bay tvisvar til Húsavíkur með sérhæfðan gangabúnað frá Færeyjum þar sem gangagengi frá LNS í Noregi var að ljúka verki. Þessi vika fer í að standsetja búnaðinn og í næstu viku er ætlunin að byrja að sprengja.
02.03.2016
Tilkynningar
Deiliskipulag suðurhafnar og reits

Deiliskipulag suðurhafnar og reits

Tillögur að breytingu deiliskipulags suðurhafnarsvæðis og nýju deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Reitnum á Húsavík  Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi suðurhafnarsvæðis á Húsavík.  Breytingar felast m.a. í þrengri afmörkun landfyllinga til samræmis við gildandi aðalskipulag, umtalsvert breyttri lóðarskipan óbyggðra lóða, breyttum byggingarskilmálum og tilfærslu á opnum farvegi Búðarár.  Skipulagssvæðið afmarkast af Suðurgarði í norðri, Stangarbakka í austri og hafi í vestri og suðri.  Breytt deiliskipulag er sett fram á uppdrætti í blaðstærð A1 auk greinargerðar í A4 broti.
24.02.2016
Tilkynningar
Tillögur að breytingu deiliskipulags suðurhafnarsvæðis og reit

Tillögur að breytingu deiliskipulags suðurhafnarsvæðis og reit

Tillögur að breytingu deiliskipulags suðurhafnarsvæðis og nýju deiliskipulagi íbúðarsvæðis í Reitnum á Húsavík  Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi suðurhafnarsvæðis á Húsavík.  Breytingar felast m.a. í þrengri afmörkun landfyllinga til samræmis við gildandi aðalskipulag, umtalsvert breyttri lóðarskipan óbyggðra lóða, breyttum byggingarskilmálum og tilfærslu á opnum farvegi Búðarár.  Skipulagssvæðið afmarkast af Suðurgarði í norðri, Stangarbakka í austri og hafi í vestri og suðri.  Breytt deiliskipulag er sett fram á uppdrætti í blaðstærð A1 auk greinargerðar í A4 broti.
24.02.2016
Tilkynningar
Skíðalyftan í skálamel opin virka daga frá 13.00-18.30- helgar frá 13-17   spor uppá heiði frá 3.mar…

Skíðalyftan í skálamel opin virka daga frá 13.00-18.30- helgar frá 13-17 spor uppá heiði frá 3.mars

Skíðalyftan í skálamel opin virka daga frá 13.00-18.30- helgar frá 13-17 spor uppá heiði frá 3.mars
17.02.2016
Tilkynningar
Tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík

Tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík

Tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík Bæjarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar breytingu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis á Húsavík.  Breytingar eru tilgreindar í sjö liðum og settar fram á uppdrætti í blaðstærð A1 og greinargerð í blaðstærð A4.  Þær felast m.a. í að lóðinni að Hafnarstétt 13-15 (Flókahús/Helguskúr) er skipt í tvær og skilgreindur byggingarréttur fyrir hvora lóð, breyttum lóðarmörkum milli hafnastéttar 25-31 og Hafnarstéttar 33 ásamt breytingum á byggingarrétti á lóðunum, tilfærslu og breytingum á reitum undir torgsölu, reitum undir þjónustuhús við flotbryggjur o.fl. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 12. febrúar til 29. mars 2016.  Ennfremur verður hægt að skoða breytingartillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is).  Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til þriðjudagsins 29. mars 2016.  Skila skal skriflegum athugasemdum til bæjarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir. GreinargerðTeikning
15.02.2016
Tilkynningar

55. fundur sveitarstjórnar Norðurþings

55. fundur sveitarstjórnar Norðurþings verður haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings, 16. febrúar 2016 og hefst kl. 16.15.  Dagskrá:   Almenn mál 1.   Beiðni frá Friðriki Sigurðssyni um lausn frá störfum úr sveitarstjórn - 201602015       2.   Kjör forseta sveitarstjórnar út kjörtímabil forseta - 201406045       3.   Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögra ára og tilnefningar á aðalfundi 2014-2018 - 201406045       4.   Deiliskipulag suðurhafnar - 201511061       5.   Deiliskipulag í Reitnum - 201510034       6.   Hafnarreglugerð Norðurþings 2016 - 201511039       Fundargerð 7.   Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 48 - 1602003F       8.   Bæjarráð Norðurþings - 166 - 1602002F       9.   Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 57 - 1602004F       10.   Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 67 - 1602006F       11.   Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 137 - 1602005F       12.   Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 54 - 1602008F
09.02.2016
Tilkynningar

Þjónustukönnun Norðurþings

Gallup kannaði ánægju íbúa sveitarfélagsins með könnun sem gerð var í nóvember - janúar 2016.  Meðfylgjandi er hlekkur á könnunina.  Þjónustukönnun Norðurþings
04.02.2016
Tilkynningar

Kynning skipulags- og matslýsinga vegna þriggja nýrra deiliskipulaga

Kynning skipulags- og matslýsinga vegna þriggja nýrra deiliskipulaga í Reitnum á Húsavík, á hafnar- og athafnasvæði við suðurhöfn Húsavíkur og í Ásbyrgi í Kelduhverfi.
18.01.2016
Tilkynningar

Spor dagsins: 27.feb spor uppá heiði frá 24.feb-hringur við FSH

Spor dagsins: 27.feb spor uppá heiði frá 24.feb-hringur við FSH
15.01.2016
Tilkynningar
Óskað eftir myndum úr Norðurþingi

Óskað eftir myndum úr Norðurþingi

Ný vefsíða Norðurþings er væntanleg á næstu misserum. Til að glæða síðuna lífi og gera sem skemmtilegasta er leitað til íbúa sveitarfélagsins með ljósmyndir á síðuna.
15.01.2016
Tilkynningar