Fara í efni

Fréttir

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings og kynningarfundur

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna breytingar aðalskipulags Norðurþings og kynningarfundur

Bæjarráð Norðurþings, að tillögum skipulags- og byggingarnefndar og framkvæmda- og hafnanefndar, samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2014 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030.
03.09.2014
Tilkynningar

Auglýsing um deiliskipulag

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps og bæjarráð Norðurþings í umboði bæjarstjórnar samþykktu annars vegar þann 27. ágúst s.l. og hins vegar þann 3. júlí s.l. að auglýsa sameiginlega skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi, 
02.09.2014
Tilkynningar
Hlutverk samráðshóps áfallahjálpar í lögregluumdæmi Norðausturlands í almannavarnaástandi

Hlutverk samráðshóps áfallahjálpar í lögregluumdæmi Norðausturlands í almannavarnaástandi

Unnið hefur verið að skipulagi áfallahjálpar á Íslandi síðastliðin 14 ár og við almannavarnaástand er það hlutverk aðgerðarstjórnar í lögregluumdæminu að virkja samráðshóp áfallahjálpar. Faglega heyrir áfallahjálp undir Landlæknisembættið en ábyrgð á skipulagi í almannavarnaástandi er hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
28.08.2014
Tilkynningar

Matráður óskast á leikskólann Grænuvelli

Leikskólinn Grænuvellir Húsavík auglýsir eftir matráði í 88% stöðu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími er frá kl. 7:30-14:30.
12.08.2014
Tilkynningar

Til foreldra barna 6 - 9 ára (1. - 4. bekkur)

Frístundaheimilið Tún verður starfrækt frá og með 11.ágúst. Um heilsdagsvistun verður að ræða frá 11. ágúst til 26. ágúst þ.e. frá kl. 8:15 að morgni til kl.16:00 síðdegis. Klukkutímagjald verður 310 krónur en ekki verður innifalið fæði.  Foreldrar koma til með að þurfa að nesta börnin sín ef þeir hyggjast nýta sér þjónustu frístundaheimilisins þennan tíma.
07.08.2014
Tilkynningar
Útboð - Raufarhöfn - Endurbætur á smábátahöfn

Útboð - Raufarhöfn - Endurbætur á smábátahöfn

Hafnanefnd Norðurþings óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. 
18.07.2014
Tilkynningar
Sorpstöð í Víðimóum

Tilkynning frá Sorpsamlaginu

Öll umferð og losun úrgangs á athafnasvæði Sorpsamlagsins við Víðimóa er bönnuð utan opnunartíma. Gróðurgámur verður staðsettur við lóðarmörk og aðgengilegur fyrir íbúa. Að gefnu tilefni er bent á að sá gámur er aðeins fyrir gróður, ekki annar úrgang
16.07.2014
Tilkynningar
Frá Krílakoti á Kópaskeri

Tilkynning til foreldra leikskólabarna

Á 38. fundi sínum þann 3. júlí 2014 samþykkti Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings eftirfarandi:
04.07.2014
Tilkynningar
Vert er að minna á útivistartíma barna

Sumarið er tíminn

Það getur verið vandasamt verkefni að skipuleggja sumarið fyrir fjölskylduna.  Börnin eru búin í skólanum áður en foreldrar eru komnir í sumarfrí, stundum fá foreldrar ekki sumarfrí á sama tíma og leikskólinn lokar í 4 vikur.
24.06.2014
Tilkynningar
Dr. Kristján Þór Magnússon

Fréttatilkynning frá nýjum meirihluta í Norðurþingi!

Málefnasamningur meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu á Bakka!
16.06.2014
Tilkynningar
Fyrsti sjórnarfundur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Fyrsti sjórnarfundur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn

Fyrsti stjórnarfundur Rannskóknarstöðvarinnar Rifs ses var haldinn á Raufarhöfn miðvikudaginn 11. júní en stjórnina skipa eftirtaldir aðilar:   Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands – formaður stjórnar.   Embla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands en hún er fulltrúi Háskólans á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar – varaformaður stjórnar.   Starri Heiðmarsson fagsviðsstjóri og fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands – ritari stjórnar.   Hlynur Óskarsson dósent og fulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands.   Níels Árni Lund skrifstofustjóri og fulltrúi Norðurþings.   Fundurinn hófst á hádegisverði á Hótel Norðurljósum en síðan var fundað í gistiheimilinu Hreiðrinu, sem mun hýsa aðstöðu rannsóknastöðvarinnar til að byrja með.   Í upphafi fundar afhentu Kristján Þórhallur Halldórsson, starfsmaður Byggðastofnunar á Raufarhöfn og Þorkell Lindberg stjórninni staðfesta skipulagsskrá stöðvarinnar og báru henni um leið góðar kveðjur  frá Aðalsteini Þorsteinssyni, forstjóra Byggðastofnunar og Bergi Elíasi Ágústssyni bæjarstjóra Norðurþings, en Byggðastofnun, Náttúrustofan og Norðurþing eru stofnaðilar stöðvarinnar.  Á fundinum var farið yfir næstu skref varðandi starfsemi stöðvarinnar og var mikill hugur í stjórnarmönnum um að  gera veg rannsóknastöðvarinnar sem mestan og bestan. Samþykkt var að stöðin myndi gerast formlegur aðili að INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Artic) sem er alþjóðlegt net rannsóknastöðva á heimskautasvæðum, en í þeirri aðild felast ýmis tækifæri fyrir starfsemi og rekstur stöðvarinnar. Auk þess lögðu stjórnarmenn áherslu á að stöðin verði kynnt sem víðast ásamt því að henni verði tryggt fjármagn til rekstrar næstu árin. Til framtíðar er stefnt að ráðningu framkvæmdastjóra fyrir stöðina. Vonir standa til að vísindamenn muni nýta sér aðstöðu stöðvarinnar strax í sumar.   Að loknum fundi var farið í skoðunarferð um Melrakkasléttu undir leiðsögn heimamannanna Guðmundar Arnar Benediktssonar frá Kópaskeri og Níelsar Árna Lund. (nna.is)     Stjórn Rannsóknastöðvarinnar Rifs ásamt fylgdarliði. Frá vinstri: Starri Heiðmarsson, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir sem var gestur fundarins, Embla Eir Oddsdóttir, Níels Árni Lund, Þorkell Lindberg Þórarinsson, Guðmundur Örn Benediktsson leiðsögumaður og Hlynur Óskarsson
13.06.2014
Tilkynningar
Frá UMF Austra

Frá UMF Austra

Laugardaginn 14. júní kl. 14:00 ætlum við að fagna formlegri vígslu sparkvallar. 
12.06.2014
Tilkynningar