Fara í efni

Fréttir

Skýrsla KPMG um fjárhagsstöðu, rekstur og framtíðarhorfur Norðurþings

Skýrsla KPMG um fjárhagsstöðu, rekstur og framtíðarhorfur Norðurþings
17.07.2015
Tilkynningar
Forsíða handbókar

Handbók frá íslenska Gámafélaginu um sorphirðu í Norðurþingi

Handbók frá íslenska Gámafélaginu um sorphirðu í Norðurþingi
17.07.2015
Tilkynningar

Starf í frístund

Frístundaheimilið Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsfólki til að sinna frístundastarfi barna á aldrinum 6 – 9 ára í vetur. Vinnutími er frá kl. 13:00-16:30 alla virka daga. Möguleiki er á meira starfi í kringum félagsstarf unglinga. Leitað er eftir jákvæðum og áhugasömum einstaklingum með þjónustuvilja og lipurð í mannlegum samskiptum. Frekari upplýsingar veitir Kjartan Páll Þórarinsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings í síma 464-6100, kjartan@nordurthing.is     
06.07.2015
Tilkynningar
Norðurþing gefur starfsmönnum sínum frí í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Norðurþing gefur starfsmönnum sínum frí í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna samþykkti bæjarráð Norðurþings að gefa starfmönnum sveitarfélagsins frí frá hádegi föstudaginn 19. júní. 
15.06.2015
Tilkynningar
Ílát til sorpflokkunar

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs lögð fram til kynningar

Undanfarna mánuði hefur sérstök verkefnisstjórn unnið að gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi fyrir tímabilið 2015-2026. 
12.06.2015
Tilkynningar

143. fundur bæjarráðs Norðurþings

 143. fundur bæjarráðs Norðurþings haldinn  í stjórnsýsluhúsi Norðurþings,  11. júní 2015 og hófst hann kl. 16:00.     Fundinn sátu: Óli Halldórsson, Friðrik Sigurðsson, Gunnlaugur Stefánsson og Kristján Þór Magnússon   Fundargerð ritaði:  Kristján Þór Magnússon, Bæjarstjóri.   Dagskrá:   1.   Gráni ehf - 201405019   Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Grána ehf kt:560707-0290, hvar óskað er eftir fjárstuðningi við rekstur reiðhallar félagsins sunnan Húsavíkur. Annarsvegar er óskað eftir bráðastuðningi að upphæð 850.000- vegna rekstrarvanda Grána ehf. Hinsvegar er óskað eftir langtíma aðkomu Norðurþings að rekstri íþróttamannvirkisins til frambúðar.   Umrætt félag er í jafnri eigu hestamannafélaganna Grana og Þjálfa. Norðurþing hefur þegar lagt verulegar fjárhæðir til uppbyggingar reiðhallarinnar á liðnum árum. Bæjarráð samþykkir bráðastuðning við Grána ehf með greiðslu 850.000- til Hestamannafélagsins Grana sem fyrirfram greiðslu framlags til félagsins fyrir árin 2015-16. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að stjórn Grána ehf finni raunhæfar leiðir til að gera rekstur reiðhallarinnar sjálfbæran. Bæjarráð vísar síðari hluta erindisins til umfjöllunar í tómstunda- og æskulýðsnefnd í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.       2.   Samningur um brothætta byggð - 201505060   Fyrir bæjarráði liggur samningur milli Byggðastofnunar, Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings um verkefnið Brothættar byggðir á Norðausturhorninu, auk samnings um verkefnið Brothættar byggðir á Raufarhöfn.   Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.       3.   Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Rúnari Traustasyni - 201506019   Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.       4.   Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur óskar eftir að hitta bæjarráð og ræða áform um skerðingu sumarlauna starfsmanna Tónlistarskólans - 201505074   Bæjarstjóra í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að ljúka málinu í samræmi við álit Sambands íslenskra sveitarfélaga.       5.   Vindorka í Norðurþingi - 201503005   Fyrirhugaður er í kvöld kl 20:15 íbúafundur EAB New Energy Europe til kynningar á hugmyndum fyrirtækisins að Vindorkugarði í nágrenni Húsavíkur. Fyrirtækið hefur fundað með forsvarsmönnum Norðurþings í tvígang og kynnt vilja sinn til að rannsaka svæði norðan Húsavíkur sem mögulegan framtíðarstað vindmyllugarðs. Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála hvað varðar viðræður við fyrirtækið um þessi áform.       6.   Fundarboð á Aðalhluthafafund Verslunarhússins á Kópaskeri 2015 - 201506033   Bæjarráð felur Olgu Gísladóttur að mæta f.h. sveitarfélagsins á fundinn.       7.   Beiðni um fjárhagsaðstoð frá Skjálftasetrinu - 201506032   Komi ekki til úthlutunar þeirra styrkja sem félagið hefur sótt um á árinu 2015 fellst sveitarfélagið á að greiða allt að 350.000- sem framlag Norðurþings vegna launa sumarstarfsmanns.         Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.
11.06.2015
Tilkynningar
Væntaleg verksmiðja á Bakka/mynd:atthing.is

Sameiginleg fréttatilkynning iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Norðurþings

UPPBYGGING HEFST Á BAKKAPCC BakkiSilicon hf. hefur ákveðið að reisa kísilver á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík til framleiðslu á kísilmálmi og er áætluð árleg framleiðslugeta versins 32.000 tonn í fyrri áfanga en fullbyggð er áætluð afkastageta 66.000 tonn. 
09.06.2015
Tilkynningar
Sundlaug Húsavíkur

Sumaropnun í Sundlaug Húsavíkur

Opnunartímar:Virka daga kl. 06:45 - 21:00Lau. / sun. kl. 10:00 - 18:00 
09.06.2015
Tilkynningar
Pósturinn

Opinn fundur Íslandspósts

Forsvarsmenn Íslandspósts halda opinn fund á Húsavík þriðjudaginn 9. júní kl 17:00 – 18:30. Þetta er liður í fundarröð um stöðu og framtíð póstmála á Íslandi.
05.06.2015
Tilkynningar
Hjartasteinn

Tækifæri fyrir unga leikara í Norðurþingi

Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar að unglingsdrengjum á aldrinum 13 -15 ára  til að leika í kvikmyndinni Hjartasteinn sem áætlað er að taka  upp á tímabilinu ágúst-október 2015.
04.06.2015
Tilkynningar
FJÖLSKYLDAN Á FJALLIÐ

FJÖLSKYLDAN Á FJALLIÐ

Um allt land eru valin fjöll í þetta verkefni UMFÍ sem gengur út á að hvetja fólk til að fara í léttar fjallgöngur. 
03.06.2015
Tilkynningar