143. fundur bæjarráðs Norðurþings
haldinn í stjórnsýsluhúsi Norðurþings,
11. júní 2015 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Óli Halldórsson, Friðrik Sigurðsson, Gunnlaugur Stefánsson og Kristján Þór Magnússon
Fundargerð ritaði: Kristján Þór Magnússon, Bæjarstjóri.
Dagskrá:
1.
Gráni ehf - 201405019
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá stjórn Grána ehf kt:560707-0290, hvar óskað er eftir fjárstuðningi við rekstur reiðhallar félagsins sunnan Húsavíkur. Annarsvegar er óskað eftir bráðastuðningi að upphæð 850.000- vegna rekstrarvanda Grána ehf. Hinsvegar er óskað eftir langtíma aðkomu Norðurþings að rekstri íþróttamannvirkisins til frambúðar.
Umrætt félag er í jafnri eigu hestamannafélaganna Grana og Þjálfa. Norðurþing hefur þegar lagt verulegar fjárhæðir til uppbyggingar reiðhallarinnar á liðnum árum. Bæjarráð samþykkir bráðastuðning við Grána ehf með greiðslu 850.000- til Hestamannafélagsins Grana sem fyrirfram greiðslu framlags til félagsins fyrir árin 2015-16. Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að stjórn Grána ehf finni raunhæfar leiðir til að gera rekstur reiðhallarinnar sjálfbæran. Bæjarráð vísar síðari hluta erindisins til umfjöllunar í tómstunda- og æskulýðsnefnd í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2016.
2.
Samningur um brothætta byggð - 201505060
Fyrir bæjarráði liggur samningur milli Byggðastofnunar, Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Eyþings um verkefnið Brothættar byggðir á Norðausturhorninu, auk samnings um verkefnið Brothættar byggðir á Raufarhöfn.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
3.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Rúnari Traustasyni - 201506019
Bæjarráð veitir erindinu jákvæða umsögn.
4.
Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur óskar eftir að hitta bæjarráð og ræða áform um skerðingu sumarlauna starfsmanna Tónlistarskólans - 201505074
Bæjarstjóra í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að ljúka málinu í samræmi við álit Sambands íslenskra sveitarfélaga.
5.
Vindorka í Norðurþingi - 201503005
Fyrirhugaður er í kvöld kl 20:15 íbúafundur EAB New Energy Europe til kynningar á hugmyndum fyrirtækisins að Vindorkugarði í nágrenni Húsavíkur. Fyrirtækið hefur fundað með forsvarsmönnum Norðurþings í tvígang og kynnt vilja sinn til að rannsaka svæði norðan Húsavíkur sem mögulegan framtíðarstað vindmyllugarðs. Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála hvað varðar viðræður við fyrirtækið um þessi áform.
6.
Fundarboð á Aðalhluthafafund Verslunarhússins á Kópaskeri 2015 - 201506033
Bæjarráð felur Olgu Gísladóttur að mæta f.h. sveitarfélagsins á fundinn.
7.
Beiðni um fjárhagsaðstoð frá Skjálftasetrinu - 201506032
Komi ekki til úthlutunar þeirra styrkja sem félagið hefur sótt um á árinu 2015 fellst sveitarfélagið á að greiða allt að 350.000- sem framlag Norðurþings vegna launa sumarstarfsmanns.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30.