Útleiga fasteigna til ferðamanna telst til atvinnurekstrar og ber því sveitarfélögum að fella fasteignagjöld af þeim eignum í atvinnuflokk eða C flokk.
Bæjarfulltrúarnir Óli Halldórsson og Friðrik Sigurðsson bjóða íbúum Raufarhafnar og nágrennis og íbúum Kópaskers og nágrennis, að bóka viðtöl við þá mánudaginn 30. nóvember á skrifstofm Norðurþings á Raufarhöfn og Kópaskeri.
Metnaðarfullur leikskólakennari óskast til starfa á leikskólann Grænuvelli á Húsavík. Leikskólinn er 7 deilda fyrir 1-6 ára nemendur og stendur við Iðavelli 1 á Húsavík.
Frístundaheimilið Tún á Húsavík auglýsir eftir starfsmanni til að sinna frístundastarfi barna á aldrinum 6 9 ára í vetur. Vinnutími er frá kl. 12:30-16:00 alla virka daga.
Viðkomandi þarf að hafa gaman af því að vinna með börnum og vera með hreint sakavottorð.
Frekari upplýsingar veitir Kjartan Páll Þórarinsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings í síma 464-6100, kjartan@nordurthing.is
Fimmtudaginn 8.október skrifuðu Fannar Þorvaldsson framkvæmdastjóri Fiskeldisins í Haukamýri og Gunnlaugur Aðalbjarnarson framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur undir nýjan vatnssölu og nýtingarsamning á heitu og köldu vatni fyrir fiskeldisstarfsemi félagsins í Haukamýri við Húsavík.
Vegna viðgerða verður Sundlaug Húsavíkur lokuð frá kl. 14:30 miðvikud. 30. sept.
Einnig verður lokað fimmtud. 1. okt. og föstud. 2. okt.
Stefnt verður að því að opna aftur laugardaginn 3. okt.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Framkvæmda- og hafnanefnda fól framkvæmda- og þjónustufulltrúa á 62. fundi nefndarinnar, að auglýsa hreinsun á þremur svæðum á Húsavík.Sjá bókanir hér fyrir neðan,