Fimmtudaginn 17. september fer fram formleg opnunarhátíð PCC Bakki Silicon hf. vegna upphafs framkvæmda við Kísilmálmverksmiðu á Bakka við Húsavík. Dagskráin hefst kl 11:00 á Fosshótel Húsavík og stendur yfir til 13:00.
Akstursáætlun skólaárið 2015 2016
Akstursdagar eru í samræmi við skóladagatal hvers skóla. Almenna kennsludaga er akstursáætlun eins og fram kemur í þessu skjali (smella á bláa textann)
Opnað hefur verið fyrir skráningu barna á aldrinum 6 - 9 ára (1. - 4. bekk) í Frístundaheimlið Tún þar sem boðið er upp á frístundastarf eftir að skóla lýkur til klukkan 16:15. Nánari upplýsingar um starfið má finna á vef Norðurþings.
Bæjarráð Norðurþings, að tillögum skipulags- og byggingarnefndar, samþykkti á fundi sínum þann 16. júlí 2015 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 vegna nýs deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæði I5 og sorpförgunarsvæði S2 að Hrísmóum.