Slökkviliðsstjóri Norðurþings kallaði nokkra lykilstarfsmenn sveitarfélagsins og Orkuveitu Húsavíkur, í viðbragði við vá, til skrifborðsæfingar sl. föstudag. Markmiðið var að greina annmarka og tíma á endurreisn eftir mögulega vá í sveitarfélaginu
Hingað til hafa allir, sem hafa haft áhuga á, á aldrinum 18-67 með fötlun og/eða skerta starfsgetu komist inn í atvinnu með stuðningi (AMS) á almennum vinnumarkaði hér í Norðurþingi. Það er frábært að geta skarað fram úr á þessu sviði og verið til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög þegar kemur að atvinnumálum fatlaðra.
Síðustu mánuði hefur hinsvegar verið erfitt að finna atvinnu fyrir þá aðila sem eru að óska eftir vinnu.
Glöggir vegfarendur hafa mögulega tekið eftir jarðraski við Vallholtsveg. Það er tilkomið vegna vinnu Rarik við að koma niður dreifistöð við Ketilsbraut, út úr lóðinni að Ketilsbraut 7-9.
Sveitarstjórn og íbúar Norðurþings senda íbúum Grindavíkur hlýjar kveðjur og samhug en Grindvíkingar takast nú á við erfitt verkefni sem allir vonuðu að kæmi ekki til