Gjaldtaka á bílastæðum í miðbæ og á hafnarsvæði Húsavíkur hefst 1. maí
Samkvæmt samþykkt um bílastæðasjóð Norðurþings hefst gjaldtaka á völdum bílastæðum í miðbæ og hafnarsvæði Húsavíkur þann 1. maí n.k. og stendur út september. Ráðið telur að með gjaldtöku á bílastæðum sé hægt að stýra umferð um hafnasvæðið á Húsavík á valin gjaldfrjáls bílastæði annarsstaðar í bænum yfir mesta ferðamannatímann.
11.04.2025
Tilkynningar